Fréttablaðið - 02.06.2010, Page 26

Fréttablaðið - 02.06.2010, Page 26
 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR2 REYKJANESBÆR Næstkomandi laugardag verður fjáröflunarveisla, til styrktar þeim íbúum Suðurlands sem farið hafa illa út úr eldgosinu í Eyjafjallajökli, haldin á veitinga- stað Flughótels, Vocal Restaur- ant, í Reykjanesbæ. Að fjáröfluninni standa Vocal Restaurant og Rauði kross Íslands og hefst dagskráin klukk- an 18.00, með fordrykk, lystauk- um og opnun á ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Í kjölfarið er boðið upp á fjögurra rétta glæsikvöldverð með hrá- efni úr náttúru Íslands og milli rétta verða óvæntar uppákomur, skemmtiatriði og lifandi tónlist. Veislustjóri verður sjónvarps- maðurinn kunni Gísli Einarsson, og mun hann einnig stýra upp- boði á ljósmyndum og listaverk- um. Miðaverð er 7.500 krónur og rennur allur ágóðinn af miðaverð- inu til Rauða kross Íslands. Vocal Restaurant er við Hafnargötu 57 í Keflavík og pantanir eru teknar niður fyrirfram. - jma Fjáröflun á Flughóteli Fjáröflunin er til styrktar þeim íbúum Suðurlands sem orðið hafa illa út úr eldgosinu í Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árlegur blómamarkaður Systra- félags Ytri-Njarðvíkurkirkju hefst í dag. Markaðurinn er haldinn í 29. sinn. „Á hverju ári seljum við sumar- blóm,“ segir Sigrún Alda Jens- dóttir, formaður Systrafélags Ytri- Njarðvíkurkirkju. „Við verðum með öll helstu sumarblómin, rósir og eitthvað örlítið af fjölæru.“ Systrafélag Ytri-Njarðvíkur- kirkju er líknarfélag og er blóma- markaðurinn helsta fjáröflunarleið þeirra. „Markaðurinn hefur allt- af gengið mjög vel. Hann er orð- inn eina fjáröflunarleiðin okkar,“ segir Sigrún en félagið er 42 ára gamalt. „En er búið að vera með þessa blómasölu í 29 ár.“ Að sögn Sigrúnar verður Systrafélagið með kaffi og með- læti á staðnum en markaðurinn er haldinn fyrir utan Ytri-Njarð- víkurkirkju. „Þetta er orðin hefð í bænum. Sumarið er að koma þegar við mætum með blómin okkar fyrir utan kirkjuna. Þetta er sumarstemningin.“ Markaðurinn verður opinn mið- vikudag og fimmtudag frá 16 til 20 og föstudag frá klukkan 13 til 17. - mmf Blóm boða sumar Öll helstu sumarblómin verða á boðstólum á blómamarkaði við Ytri-Njarðvíkurkirkju. Garðskagi er ein af perlum Suðurnesja, með mikilli náttúru- fegurð og fuglalífi. Smá ferðalag í Garðinn, út að Garðskagavita, er gefandi upplifun fyrir alla fjölskylduna. Útskálar, kirkjustaðurinn í Garði, var eitt mesta höfuðból Suðurnesja áður fyrr og Útskálakirkja er lítil og falleg kirkja sem gaman er að skoða. Kirkjan var reist á árunum 1861-1863, ekki er síður vert að gefa kirkjugarðinum gaum, þar sem lesa má sögu fólks og atburði út úr gömlum minningamörkum. Garðskagavitar eru tveir, eldri vitinn frá árinu 1897 og sá yngri frá 1944. Sá yngri sést alls stað- ar að úr Garðinum og setur heill- andi svip á svæðið. Fjöruna þar er líka skylda að ganga, en hún er ein af fáum heiðgulum sandströndum á Íslandi og geta ungir sem aldn- ir eytt löngum tíma í að finna þar fjársjóði. Garðskagabúar böð- uðu sig hér áður fyrr í sjónum við ströndina og sé veðrið gott er ekki úr vegi að prófa, en straumar geta hins vegar oft verið sterkir og því mikilvægt að fara varlega. Garðskagi er talinn einn besti fuglaskoðunarstaður Reykja- ness og Garðurinn er því vinsæll áningarstaður fuglaskoðara sem keyra þangað til þess eins að liggja úti í móa með kíki í hendi, sérstak- lega á vorin og haustin. - jma Heiðgul fjara og fuglalíf Vitinn nýi á Garðskaga setur heillandi svip á litla byggðakjarnann í Garði. Norður-Ameríku- og Evrasíuflekana rekur í sund- ur samkvæmt kenningum jarðfræðinga og rek- beltið liggur meðal annars yfir Reykjanesið og norðaustur um landið. Því er stundum talað um að Mið-Atlantshafs- hryggurinn „gangi á land“ á Reykjanesi og Reykja- nesið marki skil milli flekanna þar sem skilin birt- ast sem opnar sprungur og gjár. Táknræn brú var byggð milli flekanna upp af Sandvík á Reykjanesi og gaman er fyrir ferðalanga að upplifa það að ganga á milli þessara fleka, þar sem segja má að fólk gangi á milli heimsálfa. -jma Táknræn brú milli flekanna hjá Sandvík Jarðfræðiáhugamenn finna ýmislegt við sitt hæfi á Reykjanesi, meðal annars upp af Sandvík. 2ja til 6 manna herbergi. Öll herbergi með sér baðherbergi. Morgunverðarhlaðborð kl. 4:30-9:30. GYM salur fyrir okkar gesti. Gerum föst tilboð í gistingu fyrir hópa. Höfum til leigu í Vallarhverfi, Keflavíkurflugvelli Símar: 426 5000/899 2570 Geymsla á bíl. Akstur til og frá flugvelli Valhallarbraut 761, Keflavíkurflugvelli gistihus@internet.is Hafnargata 57, Keflavík / sími 421 5222www.flughotel.is Toppaðstaða við öll tækifæri Flughótel er fjögurra stjörnu hótel í hjarta Reykjanesbæjar. Á Flughóteli er hinn rómaði veitinga- staður VOCAL þar sem gestum er boðið upp á framúrskarandi þjónustu og ljúffengar veitingar. Flughótel er kjörinn ráðstefnu- og fundarstaður með fjóra sérsniðna og glæsilega fundarsalir fyrir 15 til 150 manns. Við bjóðum þér að njóta toppaðstöðu Flughótels við öll tækifæri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.