Fréttablaðið - 02.06.2010, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 5FRANSKIR BÍLAR endast verst í Nor-
egi segir í frétt í bílatímaritinu BilNorge sem
byggð var á tölum yfir afskráða bíla sem
sendir voru í eyðingu. Volvo og Mercedes
eru langlífastir samkvæmt sömu tölum.
TVEIR STÓRGÓÐIR !!
Laugavegi 178 - Sími: 551 2070
Sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
laugard. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur
teg. 4457 - gamli, góði íþrótta-
haldarinn í BCD skálum fæst í hvítu,
húðlitu og svörtu á kr. 4.350,-
teg. 75526 - mjög fl ottur íþróttahaldari
í BCD skálum, fæst í hvítu og
svörtu á kr. 4.350,-
Laugavegi 178 - Sími: 562-1000 - www.utivist.is
Jónsmessuhátíð Útivistar
í spennandi umhverfi .
Nánari upplýsingar á utivist.is
LAGERSALA
50-90% afslá ur
TÍSKUFATNAÐUR ÚR VERSLUNINNI ILSE JACOBSEN
- KOMIÐ OG GERIÐ FRÁBÆR KAUP Á NÝRRI SUMAR-
LÍNU - VÖNDUÐ VARA Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI
TOPPAR - KJÓLAR - SKOKKAR - BOLIR - PILS - BUXUR - JAKKAR
- KÁPUR - SKÓR - STÍGVÉL - SKART O.FL.
LANGHOLTSVEGUR 126, 104 REYKJAVIK, s. 618 4150.
Opið:
Fimmtudaginn 3. júní kl.12-18
Föstudaginn 4. júní kl.12-18
Laugardaginn 5. júní kl.12-18
Sunnudaginn 6. júní kl.12-17
Missið ekki af þessu einstaka lboði !
Tvö ár í röð hefur Sigurrós sigrað
í sparaksturskeppni Atlantsolíu og
FÍB í flokki bensínbíla með vélar-
stærð 1201-1600 cm³. Í bæði skipt-
in hefur hún ekið Toyota Yaris.
Hún var eina konan sem tók þátt í
keppninni sem haldin var í síðustu
viku og bíllinn hjá henni eyddi 4,45
lítrum á hundraði. Hvernig er farið
að því?
„Auðvitað eru öll trikk notuð
til að eyða sem minnstu í svona
keppni. Maður kveikir til dæmis
hvorki á útvarpi, miðstöð né sjálf-
virkri loftstillingu því rafmagns-
eyðsla er jafnframt bensíneyðsla.
Í daglegum akstri gengur maður
auðvitað ekki svo langt en reynir
að hafa tilfinningu fyrir bensín-
gjöfinni og augu á snúningshraða-
mælinum sem á helst ekki að fara
yfir 200.“
Sigurrós segir sparakstur ekki
endilega þýða mjög hægan akstur.
„Best er að taka þokkalega ákveð-
ið af stað og ná jöfnum hraða sem
fyrst,“ segir hún. „Leyfa bílnum að
vinna sjálfum upp brekkur, án þess
að gefa of mikið í, en slá af og láta
hann rúlla niður og grípa svo inn í
með pedalann á réttum tíma. Það
þarf líka að beita lagni í beygjum
til að halda hraðanum sem jöfnust-
um.“
Hún tekur fram að auðveldara
sé að stunda sparakstur á vegum
úti en í þéttbýlinu því allt stopp
kosti peninga „Ef maður heldur
sig í hæsta gír á 80-90 kílómetra
hraða á sléttum þjóðvegum þá er
bensíneyðslan í lágmarki. Þetta
er erfiðara í bænum innan um öll
umferðarljósin.“
Í keppninni í síðustu viku var
ekinn Þingvallahringur, þaðan út
á Selfoss og Eyrarbakka og um
Þrengslin til baka. „Við lentum í
miklu roki út við ströndina og það
jók á bensíneyðsluna,“ segir Sigur-
rós sem var ein í bílnum en kveðst
hafa þjálfað sig aðeins í sparakstri
fyrir keppnina í fyrra með tækni-
stjórum fyrirtækisins. „Svo tók ég
fjölskylduna með í skemmtilegan
bíltúr en hún sofnaði öll á meðan
ég æfði mig,“ segir hún hlæjandi.
En er hún alltaf meðvituð um
að eyða sem minnstu bensíni dags
daglega? „Ekki alveg alltaf því
stundum þarf ég að flýta mér. Þó
hef ég reynt að temja mér sparakst-
ur og honum fylgir líka öryggi því
maður keyrir gætilegar. Svo er gott
að hafa eyðslumæli í bílnum. Þá fer
maður ósjálfrátt að reyna að ná töl-
unni niður.“ gun@frettabladid.is
Gott að hafa eyðslumæli
Eldsneytisverð er í þeim hæðum hér á landi að eftir miklu er að slægjast með því að temja sér sparakst-
ur. Sigurrós Pétursdóttir, vörustjóri hjá Toyota, hefur náð góðum árangri í þeirri viðleitni.
„Ég hef reynt að temja mér sparakstur og honum fylgir líka öryggi því maður keyrir gætilegar,“ segir Sigurrós. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ef bæði bíllinn og ökumaðurinn
eru góðir er árangurinn eftir því
„Ég vil nú alls ekki vera að monta
mig því bíllinn er langstærsti póst-
urinn í þessu, en auðvitað þarf
ökumaðurinn að búa yfir ákveð-
inni leikni líka,“ segir Margeir K.
Eiríksson, sölumaður Volkswag-
en hjá Heklu, sem náði bestum
árangri í Sparaksturskeppni FÍB
og Atlantsolíu síðastliðinn mið-
vikudag þegar hann ók Volkswag-
en Polo bifreið, árgerð 2010, með
1.6 lítra diesel vél. Bíllinn eyddi
einungis 2,93 lítrum af eldsneyti á
hundraði og er það besti árangur
sem náðst hefur í keppninni síðan
hún var fyrst haldin árið 2005.
Margeir er að vonum ánægður
með árangurinn, en hann hefur
starfað hjá Heklu síðan 1983. „Ég
hef verið að keyra bíla á sýninga-
ferðum um landið í mörg ár og það
hjálpar klárlega til. Nú bíð ég bara
eftir því að tilboðin frá bílaumboð-
unum fari að streyma inn fyrir
næstu keppni,“ segir Margeir og
hlær. - kg
Aldrei náðst
betri árangur
Margeir sigraði á Volkswagen Polo.