Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.06.2010, Qupperneq 46
26 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Svo getur farið að Peter Jackson leikstýri Hobbitanum í stað hins mexíkóska Guillermo del Toro. Jackson leikstýrði Lord of the Ring-myndunum þremur með flottum árangri og er einn af handritshöfundum Hobbitans, sem gerist á undan Lord of the Rings. Del Toro hætti við að leik- stýra myndinni vegna tafa hjá framleiðandanum Warner Bros. Ef enginn leikstjóri fæst í staðinn er Jackson tilbúinn að hlaupa í skarðið. „Ef ég þarf að gera þetta til að vernda fjárfestingu Warner Bros þá er ég tilbúinn til að skoða það,“ sagði Jackson. Vill leikstýra Hobbitanum PETER JACKSON Leikstjóri Lord of the Ring ásamt leikkonunni Saoirse Ronan. Auglýsingaplakat með Benna Hemm Hemm og Skotanum Alasdair Roberts vegna tónleika þeirra á Listahátíð í Reykjavík hefur vakið athygli í strætó- skýlum borgarinnar. Myndin á plakatinu var tekin í Glasgow og þar skartar Alas- dair myndarlegu glóðarauga. „Rétt áður en við fórum í að taka þessa mynd var ráðist á Alasdair á karókíbar af því að hann var með naglalakk á putt- unum,“ segir Benni en bætir við að hann hafi ekki meiðst alvarlega í árásinni. „Hann gerði einhverjar tilraunir með naglalakk og það var aðeins tekið í hann. Við erum eins og einhverjir Glasgow- mafíósar á þessari mynd.“ Benna og Alasdair til halds og trausts á tónleikunum verður Blásarasveit Reykjavíkur og hafa æfingar staðið yfir að undanförnu. „Þetta hljómar stórkost- lega, sem er ekki vaninn á fyrstu æfingu. Það er ógeðslega flott sánd í hljómsveit- inni,“ segir Benni, sem var veikur þegar hann samdi tónlistina. „Mér datt þetta fyrst í hug þegar ég var með hita og óráð uppi í rúmi og leið hræðilega. Svo sá ég fyrir mér gróflega þessa hugmynd og fór að pæla í hvernig ég ætlaði að hafa hana. Svo fattaði ég að ég var orðinn full- frískur.“ Í textunum blanda þeir félagar saman íslensku og skoskri ensku svo úr verður nánast nýtt tungumál. Tónleikarnir verða í Íslensku óper- unni á fimmtudagskvöld og í Ketilhúsinu á Akureyri á laugardaginn á tónlistar- hátíðinni AIM. - fb Laminn vegna naglalakks SAMSTARFSMENN Eins og sjá má er Alasdair búinn að jafna sig eftir árásina. Tónleikar hans og Benna verða á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR > FLYTJA SIG UM SET Hjónakornin Scarlett Johansson og Ryan Reynolds hafa fest kaup á nýju húsi í Louisiana-ríki. Heimildarmenn segja hjónin hafa farið í miklar endur- bætur á húsinu og munu þau meðal annars notast að mestu við rafmagn framleitt með sólarorku. Ólátabelgurinn Liam Gallagher segir að dauði hljómsveitarinnar Oasis sé það besta sem gat gerst. Hann segist hafa áttað sig á því að nú sé hann frjálsari en hann var áður. Söngvarinn vinnur nú að því að kynna fatalínuna sína, Pretty Green, í Bandaríkjunum og sagði í viðtali við New York Times að hann væri að einbeita sér að eigin ferli. „Þetta var það besta sem gat gerst vegna þess að núna höfum við frelsi til að gera það sem við viljum,“ sagði hann. Liam stað- festi í viðtalinu að hann og Noel bróðir hans hefðu ekki talast við síðan hann yfirgaf Oasis í ágúst. Loks sagði Liam í viðtalinu að afar fáir væru jafn töff í dag og hann væri. „Ég vil bara að fólk sem er nógu töff klæðist fatalínunni minni,“ sagði hann. „Ekki bara hver sem er.“ Liam loksins frjáls og töff TÖFF Liam segist ekki vilja að fólk sem er ekki töff klæðist fatalínunni hans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.