Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 54
34 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. lingeðja, 6. ullarflóki, 8. vafi, 9. óhreinka, 11. 999, 12. tala, 14. akstursíþrótt, 16. í röð, 17. að, 18. mælieining, 20. til dæmis, 21. ókyrr. LÓÐRÉTT 1. ríki í Arabíu, 3. tveir eins, 4. yfirsýn, 5. pili, 7. vífilengjur, 10. angra, 13. hnoðað, 15. rotnunarlykt, 16. átti heima, 19. kusk. LAUSN LÁRÉTT: 2. meyr, 6. rú, 8. efi, 9. ata, 11. im, 12. númer, 14. rallý, 16. bd, 17. til, 18. júl, 20. td, 21. órór. LÓÐRÉTT: 1. íran, 3. ee, 4. yfirlit, 5. rim, 7. útúrdúr, 10. ama, 13. elt, 15. ýlda, 16. bjó, 19. ló. „Ég hlusta á svo mikið en í fljótu bragði nefni ég Rósin Murphy - Overpowered, Sometime - Artif- icial, Bat for Lashes - Daniel“ Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, eigandi KOW Kristján Kristjánsson, best þekkt- ur sem KK, semur Þjóðhátíðarlag- ið í ár en það verður frumflutt á sérstakri for-Þjóðhátíð sem halda á í Reykjavík í sumar. Þetta verð- ur í fyrsta skipti sem þessi háttur verður hafður á, að sögn Tryggva Más Sæmundssonar sem á sæti í Þjóðhátíðarnefndinni. Allar hljóm- sveitir sem koma fram á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina troða upp á reykvísku hátíðinni en bæði Dikta og Páll Óskar Hjálmtýsson hafa boðað komu sína. Rúsínan í pylsuendanum verður auðvitað flutningur Þjóðhátíðarlags KK en hann tekur við keflinu af Bubba Morthens sem átti lagið í fyrra ásamt Egó. KK var staddur á Akranesi eftir að hafa þurft að sigla í land undan brælunni á Faxaflóa. „Ég fékk þetta verkefni strax í janúar og hef eiginlega legið yfir því bæði dag og nótt síðan,“ spaugar KK, en hann bjóst við því að fara með lagið í hljóðver strax eftir helgi. Hann ætlar að syngja það sjálfur og hafði ekki gert ráð fyrir því að fá í lið með sér einhverja gesta- söngvara. „En ef svo fer, þá hóa ég bara í þá úr hljóðverinu.“ KK hefur þegar spilað lagið fyrir kon- una sína og Eyþór Gunnarsson, mág sinn. Og að hans sögn voru þau bæði ákaflega hrifin. „Þetta er lag í ljúfari kantinum, svona týpískt KK-lag enda hlýtur það að vera það sem þeir vilja fyrst þeir báðu mig um að semja það. Ann- ars vona ég bara að lagið henti vel fyrir Þjóðhátíð í Eyjum.“ KK hefur oft spilað á Þjóðhá- tíð og það er ekki óalgengt að lög eftir hann séu kyrjuð í hinum frægu hvítu hústjöldum sem skreyta Herjólfsdalinn yfir versl- unarmannahelgina, Besti vinur og Vegbúinn þar vinsælust. „Eyja- menn eru duglegastir allra Íslend- inga að syngja, þeir syngja sig í gegnum allt, gleði, sorg og erfið- leika. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir þessum lagasmíðum,“ segir tónlistarmaðurinn en fyrsta Þjóð- hátíðarlagið var Ég veit þú kemur eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristj- ánsson. Það var samið fyrir Þjóð- hátíðina í Eyjum árið 1962. freyrgigja@frettabladid.is KRISTJÁN KRISTJÁNSSON: MIKIL ÁBYRGÐ HVÍLIR Á MÍNUM HERÐUM KK semur Þjóðhátíðarlagið Í ÞJÓÐHÁTÍÐARSTUÐI Kristján Kristjánsson, KK, semur Þjóðhátíðarlagið í ár og verður það frumflutt á for-þjóðhátíð í Reykjavík í sumar. Dikta og Páll Óskar hafa þegar boðað komu sína á þessu miklu verslunarmannahelgarveislu úti í Eyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Ólafur F. Magnússon. 2. Einar er fimmtugur. 3. Guðrún Valdimarsdóttir hagfræðingur. Hún hefur væntanlega ekki verið auðveld, byrjunin á Íslands- mótinu í fótbolta fyrir þá sem lýsa leikjum karlaliðs KR í Pepsi- deildinni í KR-útvarp- inu. Þeir ætla hins vegar að vera á vell- inum í Eyjum þegar Vesturbæjaveldið etur kappi við spútniklið Eyjamanna. Lýsendur KR- útvarpsins eru miklir reynsluboltar úr fjölmiðlaheiminum, Bogi Ágústs- on, sonur hans Ágúst Bogason og Haukur Hólm. Nýjasti liðsmaðurinn er hins vegar Popppunkts-kóngur- inn Felix Bergsson. Elli og félagar í hljómsveitinni Jeff Who? fá í kvöld að sjá í fyrsta skipti tónlistarmyndböndin sem voru tekin upp með hljómsveitinni vegna markaðsher- ferðar Reyka Vodka í Bandaríkjunum sem er að fara í gang. Myndbönd- in voru tekin upp í myndveri Latabæjar fyrr á árinu og verða þau sýnd á völdum veitinga- og skemmtistöðum í Bandaríkj- unum, þar á meðal í New York, Chicago og San Francisco. Kynning- arpartí vegna herferðarinnar verður síðan haldið á Austur Steikhúsi annað kvöld þar sem fjöldi góðra gesta verður viðstaddur. Vonbrigðin voru mikil þegar niðurstaðan í Eurovision var ljós. Nítjánda sætið var staðreynd þrátt fyrir að landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hafi lagt sín lóð á vogarskálarnar og hreinlega platað liðsfélaga sína í Bolton til að kjósa Ísland. Grétar sendi þeim sms með orðunum „I‘m in trouble, please call me at“ og setti svo inn kosninganúmer Íslands. Lúmskur, Grétar, en það er spurning hvort liðsfélagarnir hafi ekki séð við honum því hann gerði þetta líka í fyrra og þá hafnaði Ísland í öðru sæti. - fgg/fb/afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er eins og þegar maður býr í Vestmannaeyjum þá fær maður eftirnafn. Þetta er eftirnafnið mitt og ég er búinn að taka því og fagna því,“ segir Birgir Örn Steinarsson – Biggi Maus. Biggi hefur verið kenndur við hljómsveit sína Maus síðan hún sló í gegn um miðjan tíunda ára- tug síðustu aldar. Síðustu misseri hafa fjölmiðlar bætt „í“ í nafnið þannig að hann hefur verið nefnd- ur Biggi í Maus. Biggi vill ekki sjá það, en gengst í staðinn við því að vera kallaður Biggi Maus og lítur á það sem listamannanafn sitt. „Mér finnst Biggi Maus miklu fallegra en Biggi í Maus – eins og til dæmis Joey Ramone og eitt- hvað svoleiðis,“ segir Biggi, sem var að koma úr Nauthólsvík þegar Fréttablaðið náði í hann í blíðunni í gær. „Ég reyndi mjög lengi fyrir tíu árum að berjast á móti því að vera kallaður Biggi Maus. En það væri fávitaskapur að berjast á móti þessu. Maus er frábær hljómsveit, það er heiður að fá að vera nefndur eftir henni.“ Af Bigga er annars að frétta að hljómsveit hans Króna hefur sent frá sér lagið Maðurinn sem vildi verða Guð. „Lagið fjallar um síendurtekið stef í mannkynssög- unni,“ segir Biggi. „Þegar predik- arar, sem hefja verk sín í þeim til- gangi að hjálpa öðrum, fá rugluna og fara að misnota aðstöðu sína. Í tilviki okkar Íslendinga: Guðmund- ur í Byrginu.“ - afb Biggi gengst loksins við Maus ALLTAF MAUS Biggi segist alltaf verða Biggi Maus, en ekki Biggi í Maus. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Röksemdin fyrir þessari breytingu er að Söngva- keppni Sjónvarpsins er fyrst og fremst íslensk söngva- keppni fyrir íslenska áhorfendur,“ segir Páll Magn- ússon, útvarpsstjóri. Öll lög í næstu Söngvakeppni Sjónvarpsins verða að vera sungin á íslensku ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár. Páll segir að vegna þrýstings frá Félagi tónskálda og textahöfunda, FTT, hafi verið fallið frá þessari kvöð á sínum tíma. Niður- staðan af þeirri ákvörðun hafi hins vegar verið vond, fá lög hafi verið sungin á íslensku. „Síðast var aðeins eitt í úrslitaþættinum og það er óviðunandi að okkar mati.“ Páll tekur fram að séu lögin sungin á íslensku, og Söngvakeppni Sjónvarpsins notuð sem nokkurs konar forkeppni fyrir Eurovision, taki RÚV þátt í kostnaði við að útfæra sigurlagið á ensku. „En við gætum hugs- anlega valið framlagið með allt öðrum hætti þótt sig- urlag í Söngvakeppninni sé fundið.“ Jakob Frímann Magnússon, formað- ur FTT, segir afar skiptar skoðanir um þetta mál, bæði innan FTT og samfélags- ins alls. „Við virðum sjónarmið Ríkis- útvarpsins og treystum því að metnaður þeirra nái ekki aðeins til innlendrar dag- skrárgerðar heldur einnig til tryggingar þess marktækasta og best ígrundaða framlags Íslands á alþjóðavettvangi sem okkur ber að stefna að hverju sinni,“ segir Jakob og vísar þar til Eurovision-lagsins. „Þetta kann að fara saman en annað tryggir ekki endilega hitt,“ segir Jakob sem kaus að öðru leyti að tjá sig ekki um málið. - fgg Næsta Söngvakeppni verður á íslensku ÍSLENSKA Í AÐALHLUTVERKI Páll Magnússon hefur ákveðið að öll lögin í næstu Söngvakeppni Sjónvarpsins verði á íslensku. Jakob Frímann Magnússon segir skiptar skoðanir um málið innan FTT. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.