Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 6
6 8. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR ALÞINGI Heimild til að semja við Verne Holding um gagnaver í Reykjanesbæ varð að lögum á Alþingi í gær, þremur vikum eftir að umræðu um málið lauk. Þrjátíu og átta þingmenn studdu málið við lokaatkvæðagreiðslu, fimm voru á móti, sjö greiddu ekki atkvæði en þrettán voru fjarstaddir. Þeir sem studdu málið vísuðu til mikilvægis þess að laða að erlenda fjárfestingu og tryggja atvinnu á Suðurnesjum. Tvö hundruð störf eru talin fylgja verkefninu en atvinnuleysi er hvergi meira en á Suðurnesjum. Andstæðingar og þeir sem sátu hjá gagnrýndu að með samningnum sé verið að ívilna Björgólfi Thor Björgólfssyni, eig- anda hins fallna Landsbanka, sem er frumkvöðull að verkefninu. Meðal þeirra tólf þingmanna sem tjáðu sig á þann veg voru þrír þingmenn Suðurkjördæmis, Mar- grét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, sem greiddi atkvæði á móti málinu, og Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir, Framsóknar- flokki, sem sátu hjá. Þráinn Bertelsson, óháður, sagð- ist ekki vera „til í að láta sama aul- ann plata sig tvisvar“. „Við skul- um fyrst klára að borga skuldirnar sem kaup hans á Landsbankanum ollu okkur.“ Vigdís Hauksdóttir, Framsókn, sagði stjórnvöld eiga von á kæru frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna þessa. Það brjóti samkeppnisregl- ur EES að ívilna einu fyrirtæki á þennan hátt enda hafi annað fyrir- tæki getað byggt hér upp gagnaver án nokkurrar ívilnunar. Allir viðstaddir þingmenn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks sam- þykktu málið, auk sex þingmanna VG og Guðmundar Steingríms- sonar, Framsóknarflokki. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, sagðist spyrja sig um siðferði þeirra sem sitja aðgerðar- lausir þegar við jafnmikinn vanda er að etja í atvinnumálum og í Reykjanesbæ. Birgir Ármanns- son, Sjálfstæðisflokki, sagði erfið sjónarmið togast á í málinu. Hann geti ekki annað en stutt það vegna atvinnuleysisins á Suðurnesjum. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sam- fylkingu, sagðist í upphafi hafa goldið varhug við aðkomu Björgólfs Thors. „Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar,“ sagði Sigmund- ur Ernir. Eftir vandaða meðferð iðnaðarnefndar hafi málið breyst til batnaðar. Með því að styðja það taki hann meiri hagsmuni fram yfir minni. peturg@frettabladid.is Ívilnun til Verne Holding fest í lög Margir þingmenn gagnrýndu að ríkið semji um skattaívilnanir við fyrirtæki með þátttöku Björgólfs Thors Björgólfssonar. Formaður Sjálfstæðisflokksins spurði um siðferði þeirra sem vilji sitja hjá í atvinnuástandinu á Suðurnesjum. LÖGÐUST Á EITT Bjarni Benediktsson og Steingrímur J. Sigfússon lögðust á eitt og samþykktu samning á Alþingi í gær við Verne Holding um gagnaver í Reykjanesbæ. Einn þingmaður Suðurkjördæmis var andvígur málinu, tveir sátu hjá vegna andstöðu við ívilnun til Björgólfs Thors Björgólfssonar. STJÓRNMÁL Umbótanefnd Samfylkingarinnar segir í tilkynningu að starf hennar, sem á að vera lokið í október, gefi „hvorki flokknum né einstaklingum innan hans ástæðu til að bíða með að gaumgæfa eigin ábyrgð og stöðu“. Þá segir nefndin að hún muni ekki „fella dóma í einstökum málum“. Hins vegar geri hún ráð fyrir að niðurstöður vinnunnar „hafi áhrif á mat flokksins og flokksmanna á stöðu þeirra sem gegna eða hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn“. Ásgeir Beinteinsson, einn verkstjóra nefndarinn- ar, segir nefndina með þessu ekki vera að fullyrða að fólk þurfi að segja af sér. Mikil umræða hafi hins vegar verið um þetta í samfélaginu. „Þetta er frekar svar við þeirri umræðu og að ef einhverjum finnst hann þurfa að skoða eigið hlut- skipti þá komi þetta starf okkar ekki í veg fyrir það. En við erum ekki byrjuð að draga neinar ályktanir,“ segir hann. Nefndin mun skoða hvað stuðlaði að því að flokk- urinn sá ekki bankahrunið fyrir. Stjórnarþátttak- an, ábyrgð forystumanna flokksins og þeirra sem tóku þátt í prófkjörum hans verður skoðuð. Þá mun nefndin leggja til breytingar á stefnu, skipulagi og starfsháttum flokksins, gefi niðurstöður hennar til- efni til þess. - kóþ Umbótanefnd Samfylkingar kemur saman og ætlar að ljúka verki í október: Gefur ekki tilefni til biðleikja ÁSGEIR BEINTEINSSON Einn fjögurra verkstjóra í sextán manna umbótanefnd Samfylkingar segist ekki fullyrða fyrirfram að fólk sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn þurfi að segja af sér. Það sé hins vegar ekki óhugsandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BÍLALÁN Íslandsbanki mun ekki lækka höfuðstól bílalána frekar en orðið er fyrr en að fenginni niðurstöðu Alþingis og Hæsta- réttar. Í yfirlýsingu bankans segir að Alþingi hafi frumvarp frá félags- málaráðherra til meðferðar. Hæstiréttur skeri úr réttaróvissu um bílalánin um miðjan júní. „Íslandsbanki telur mikilvægt að viðskiptavinum eignaleigu- fyrirtækja bjóðist samræmdar lausnir í þessum efnum,“ segir Íslandsbanki. - pg Bílalán Íslandsbanka: Bíða niður- stöðu Alþingis KJÖRKASSINN Líst þér vel á nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur? JÁ 54,3% NEI 45,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Borðaðir þú grillmat um ný- liðna helgi? Segðu skoðun þína á visir.is VIÐSKIPTI Katarski sjeikinn Al- Thani fékk jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna fyrir að lána nafn sitt í viðskiptafléttu með fimm pró- senta hlut í Kaupþingi. Viðskiptin eru nú til rannsóknar hjá sérstök- um saksóknara og Serious Fraud Office í Bretlandi. DV birti í gær samtal á milli Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, fyrrverandi starfsmanns fyrir- tækjasviðs Kaupþings, og Lilju Steinþórsdóttur, sem starfaði hjá innri endurskoðun bankans. Þar kemur fram að fléttan hafi meðal annars haft þann tilgang að fela aðild Ólafs Ólafssonar í Samskip- um að málinu. Í samtalinu ræða þau um það að fléttan hafi verið samin af Hreið- ari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magn- úsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra bankans í Lúxemborg. Báðir sátu þeir nýlega í gæsluvarð- haldi á Íslandi vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings, meðal annars kaupum sjeiks Al-Thani og Ólafs. Lánveitingar Kaupþings til Ólafs og Al-Thani voru ekki hlut- höfum bankans til hagsbóta og hvorki Ólafur né Al-Thani virðast nokkru sinni hafa þurft að greiða krónu vegna viðskiptanna. - sh Reynt var að fela aðild Ólafs Ólafssonar að vafasömum viðskiptum Kaupþings: Al-Thani fékk milljarða fyrir nafn sitt SJEIK AL-THANI Fékk 6,5 milljarða fyrir að lána nafnið sitt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.