Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 46
30 8. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. tikka, 6. í röð, 8. meðal, 9. maka, 11. tveir eins, 12. lyf, 14. vörubyrgðir, 16. karlkyn, 17. örn, 18. drulla, 20. klaki, 21. skjótur. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag, 3. 49, 4. ölvun, 5. kraftur, 7. fugl, 10. skel, 13. siða, 15. tröll, 16. kóf, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. tifa, 6. rs, 8. lyf, 9. ata, 11. ll, 12. meðal, 14. lager, 16. kk, 17. ari, 18. aur, 20. ís, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. il, 4. fyllerí, 5. afl, 7. stelkur, 10. aða, 13. aga, 15. risi, 16. kaf, 19. rá. Nýstofnaður Kallakór Kaffibarsins samanstendur af syngjandi hesta- og bjórdrykkjumönnum sem hafa lengi stundað hinn víðfræga skemmtistað. „Hugmyndin kviknaði eiginlega eftir að einn með- limurinn hafði séð skemmtilega auglýsingu fyrir íþróttafyrirtækið Puma þar sem barrottur byrja skyndilega að syngja lag saman. Við ákváðum að stofna okkar eigin kór og fengum svo stórsöngvarann Jón Svavar Jósepsson til að taka að sér hlutverk kórstjóra, gerðum Facebook-hóp og buðum nokkrum fastakúnn- um og starfsmönnum Kaffibarsins að vera með,“ segir Hallbjörn Valgeir Rúnarsson, sem syngur rödd fyrsta bassa í kórnum. Kórinn var stofnaður í apríl síðastliðinn og eru með- limir hans nú um tuttugu talsins og eru þeir flest- ir að stíga sín fyrstu skref sem söngvarar. Æfingar fara fram vikulega á efri hæð Kaffibarsins og hafa gestir skemmtistaðarins margir hverjir orðið varir við ómþýðan söng kórsins á sunnudagskvöldum. „Þetta eru allt „amatörar“ þannig við erum kannski ekki að flytja lög í sérstaklega flóknum útsetningum, en öll lögin eru þó tvírödduð og eitt er meira að segja fjórraddað.“ Jómfrúartónleikar kórsins fara fram laugardaginn 12. júní á Humarsumri Kaffibarsins og að sögn Hall- björns, sem er betur þekktur sem Halli Valli úr hljóm- sveitinni Ælu, hafa æfingar kórsins verið færðar um set svo hægt verði að æfa sönginn í ró og næði. „Við ákváðum að æfa ekki á Kaffibarnum þessa vikuna því lagavalið á að koma fólki á óvart. Við munum flytja nokkur vel valin karlakórslög í eigin útsetningum og byrja tónleikarnir stundvíslega klukkan fimm í boði Thule.“ Inntur eftir því að lokum hvort ölið fari ekki illa með söngröddina neitar Halli Valli því. „Nei, ef eitt- hvað er þá mýkir þetta hana bara.“ - sm Kallakór hefur upp raust sína GLAÐBEITTUR KARLAKÓR Kallakór Kaffibarsins mun hefja upp raust sína fyrir gesti í fyrsta sinn á Humarsumri Kaffibarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það eru léttir stelpuþættir. Að- allega Ally McBeal og Friends“ Ásbjörg Einarsdóttir, dúx Menntaskólans í Reykjavík 2010. Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, frumsýnir á næstunni heimildar- mynd um tónleikana Þyrlurokk sem hann hélt í heimabæ sínum Akranesi fyrir tut- tugu árum. „Tíminn flýgur og nú eru tuttugu ár liðin. Af því tilefni sótti ég um styrk til að búa til úr þessu eitthvað sem fleiri en ég gætu haft gaman af að sjá,“ segir Óli Palli, sem fékk 200 þúsund króna styrk frá Akranesbæ til verksins. Afraksturinn verður sýndur í Gamla kaupfélaginu á Akranesi 24. júlí. „Þetta var allt saman myndað en reyndar á frumstæðan hátt. Það eru fimm klukku- stundir af efni sem eru til og margt mjög lélegt. Sumt af þessu er einhver versta músík-frammistaða sem hefur verið fram- in á Vesturlandi í það minnsta og þeim mun skemmtilegra,“ segir Óli. Ellefu hljómsveitir tóku þátt í hátíðinni, þar á meðal Bróðir Darwins og Bleeding Volcano með Gunnari Bjarna úr Jet Black Joe á gítar. „Ég á ekki von á að þetta verði Óskarsverðlaunamynd en þetta er alla vega skemmtilegt, þó ekki nema fyrir þá sem voru þarna og þá sem til þekkja. Þetta var gert af miklum vanefnum. Ég var tvítugur þegar ég var að undirbúa þetta. Ég vonaði að ég þyrfti ekki að borga með mér því ég gekk í persónulegar ábyrgð- ir fyrir öllu saman,“ segir hann. Tónleikarnir tókust vel og um sjö hundr- uð manns borguðu 500 krónur fyrir að sjá Þyrlur- okkið, sem var þarna haldið í fyrsta og eina sinn. - fb Óli Palli frumsýnir Þyrlurokks-mynd ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON Útvarps- og Skagamaðurinn frumsýnir heimildarmynd um Þyrlurokk í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gamanþátturinn Steindinn okkar með Steinda jr. í aðalhlut- verki hefur slegið í gegn svo um munar. Galsinn í Steinda þykir nokkuð grófur og margir hrukku í kút þegar stjarnan sást berja Saxa lækni, einhverja þekktustu persónu Ladda. Auðvitað var þekktum tæknibrellum beitt við tökurnar en Steindi slysaðist hins vegar óvart til að gefa hinum þjóðþekkta gamanleikara einn á kjammann. Laddi brást við því eins og sannur karlmaður þótt Steinda sjálfum væri nokkuð brugðið. Og Baggalútssíðan er komin í sitt árlega sumarfrí. Spéfuglarnir hafa farið hamförum á síðunni að undanförnu og greindu meðal annars frá því á sama tíma og nýr borgarstjórnar- meirihluti hafði tekið við völdum að forysta Sjálfstæðisflokksins hefði sent frá sér yfirlýsingu um að morðóðir anarkistasjimpansar hefðu tekið borgina yfir. Þetta skot frá ritstjórninni þarf ekki að koma neinum á óvart enda tekur Karl Sigurðsson, einn meðlima Baggal- úts, sæti í borgarstjórn í næstu viku fyrir Besta flokkinn. Og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið falið það hlutverk að vera kynnir Grímunnar sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 þann 16. júní. Einkalíf Rúnars komst óvænt á forsíðu hjá Séð & heyrt þar sem greint var frá því að hann og Selma Björnsdóttir væru skilin. Grímuverðlaunin fengu óvart mikla athygli eftir að Jón Atli Jónasson lýsti því yfir að hann hygðist ekki taka við tilnefningum sökum þess að verndari hátíðar- innar væri forseti Íslands. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Bandaríkin og Ísland glíma við sömu vandamálin. Við erum með nokkra ráðandi flokka sem tala alltaf um sömu hlutina og koma engu í verk. Mér finnst Jón Gnarr hafa áhugaverða nálgun,“ segir bandaríski athafnamaðurinn Jona- than Taplin. Taplin keypti á sunnudaginn lénið thebestparty.org, sem er nafn Besta flokksins á ensku. Hann býr í Los Angeles í Kaliforníu þar sem Arnold Schwarzenegger er ríkis- stjóri, en efnahagshrunið hefur komið sérstaklega illa niður á rík- inu. Ríkisstjórakosningar verða í nóvember og Taplin útilokar ekki að koma á fót framboði Besta flokksins í Kaliforníu. „Hver veit hvað gerist? Eins og ég segi, hið gamla er að deyja og það nýja er að fæðast. Það eru alls konar skrýtnir hlutir að gerast,“ segir hann. Jonathan Taplin var staddur á Íslandi á dögunum þar sem hann hélt meðal annars fyrirlestur á vegum auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Hann segist ekki tengjast Besta flokknum á nokkurn hátt og neitar að hafa tekið þátt í að fjár- magna flokkinn. „Mér fannst skemmtilegt að tryggja mér lénið,“ segir hann. „Það var í boði þannig að ég hugs- aði; af hverju ekki? Ég er bara áhorfandi og samfélagsrýnir. Það vildi svo til að ég var á Íslandi í skemmti- og viðskiptaerindum og kom á þessum skrýtna og áhuga- verða tíma. Mér fannst það vera táknrænt fyrir eitthvað áhuga- vert.“ Hefurðu hitt Jón Gnarr? „Ég hef ekki hitt hann, en ég hef lesið heilmikið af því sem hann hefur fram að færa. Mér finnst það mjög áhugavert og hann hefur sér- staka nálgun.“ atlifannar@frettabladid.is JONATHAN TAPLIN: HEFUR TRYGGT SÉR LÉNIÐ THEBESTPARTY.ORG Útilokar ekki að stofna Besta flokkinn í Hollywood ■ Hóf feril sinn í tónleikabransanum og kom að skipulagningu frægra góðgerðartónleika fyrir Bangladesh árið 1971. George Harrison, Ringo Starr, Bob Dylan og Eric Clapton voru á meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum. ■ Framleiddi kvikmyndina Mean Streets, sem var fyrsta stór- mynd Martins Scorsese. ■ Myndir sem hann hefur framleitt hafa verið tilnefndar til Óskars- og Golden Globe-verðlauna ásamt því að hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes sex sinn- um. ■ Stofnaði fyrstu kvikmyndaleiguna á netinu árið 1996 ásamt stórum fjárfestum á borð við Intel, Microsoft, Sony og NBC. ■ Starfar sem prófessor og sérhæfir sig í stafrænu skemmtiefni og alþjóðasamskiptum. 5 MOLAR UM JONATHAN TAPLIN HUGSANLEGT SAMSTARF? Jonathan Taplin sýnir starfi Besta flokksins mikinn áhuga, en hefur þó ekki hitt Jón Gnarr, Óttarr Proppé og félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Hann verður alinn á korni. 2 Hann svindlaði og stytti sér leið. 3 Tæp nítján prósent. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 HUMAR HUMAR HUMAR 2000 KR.KG. EIGUM TIL MARKÍL Í BEITU FYRIR VEIÐIMENNINA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.