Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2010 Stúlknakór Kaupmannahafnar kemur fram á tónleikum í Hall- grímskirkju í kvöld kl. 20. Kór- inn flytur fjölbreytta efnisskrá, meðal annars verk eftir nor- rænu tónskáldin Knut Nystedt, Trond Kverno, Ola Gjelo, Michael Bojesen auk verka eftir Olivier Messiaen, J. Rheinberger, John Rutter og fleiri. Stjórnandi kórs- ins er Claus Vestergaard Jensen, en Philip Schmidt-Madsen org- anisti leikur á Klais-orgel Hall- grímskirkju. Kórinn tók um helgina þátt í kórastefnu við Mývatn þar sem hann vakti mikla athygli fyrir góðan söng. Þetta er eina tæki- færið fyrir íbúa höfuðborgar- svæðisins til að hlýða á söng þessa rómaða kórs að þessu sinni. Stúlknakór Kaupmannahafnar, sem kennir sig við Sankt Annæ- menntaskólann er talinn vera einn besti stúlknakór Danmerk- ur. Kórinn var stofnaður árið 1973. Kórinn starfar við Kirkju heilags anda á Strikinu í Kaup- mannahöfn. Samstarf þessarar kirkju við hirðina og menntaskóla heilagrar Önnu á sér aldagamla hefð. Á efnisskrá kórsins eru verk af ólíkum stíltegundum, bæði hefð- bundin kórtónlist og dægurtón- list og höfðar kórinn því bæði til yngri og eldri áheyrenda. Af höfundum sem kórinn flytur oft verk eftir má nefna Fauré, Poul- enc, Brahms, Schubert og Rhein- berger. Stúlknakór Kaupmanna- hafnar hefur sungið inn á marga hljómdiska og komið fram á tón- leikum víðs vegar um heim, nú nýlega í Bandaríkjunum, Kanada og Kína. - pbb Stúlknakór í Hallgrímskirkju TÓNLIST Stelpurnar úr Sankt Annæ-skólanum syngja venjulega við Heilagsandakirkju en koma fram í Hallgrímskirkju í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur gert athugasemd vegna fréttar í menningu á laugardag um fjár- veitingar á síðustu ellefu árum til ýmissa aðila vegna bókaút- gáfuverkefna af ýmsu tagi. Segir Katrín að ranghermt sé í fréttinni að fjárveiting- ar þessar séu af ráðstöfunar- fé mennta- málaráðuneyt- is, heldur komi þær inn í fjárlög ár hvert frá fjárveitinganefnd. Hún hafi þá stefnu að slíkar fjárveitingar skuli alfarið vera á vegum fagnefnda. Raunar séu fjárveitingar til ýmissa safna- stofnana sem vitnað var til í fréttinni líka komnar til innan fjárveitinganefndar og henn- ar sjónarmið sé að þær eigi líka að vera á valdsviði fagaðila. Ríkisendur-skoðun hafi í skýrsl- um sínum til Alþingis lagt það til. Í svari ráðuneytis síns við fyrirspurn Margrétar Tryggva- dóttur hafi þetta ekki komið fram. Er þessari athugasemd ráðherra hér með komið á fram- færi og beðist velvirðingar á þessu ranghermi. - pbb Athugasemd frá ráðherra KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Fjölbreytt efnisskrá, m.a. verk eftir Knut Nystedt, Trond Kverno, Ola Gjelo, Michael Bojesen, Olivier Messiaen, J. Rheinberger, John Rutter o.fl . Stjórnandi Claus Vestergaard Jensen. Philip Schmidt-Madsen organisti leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Miðasala við innganginn, miðaverð kr. 2000,-/ 1500. Listvinafélag Hallgrímskirkju 28. starfsár www.listvinafelag .is Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán.-lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent nóv 2009 - apr 2010. Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 68% 5% 27% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 95% lesenda blaðanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.