Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 20
BAÐHÚSIÐ kynnir nýjar Body Combat-æfingar í dag klukkan 17.20. Brasilískt jújítsú er meðal þess sem er nýtt í æfingunum. Byrjendur eru hvattir til að mæta í tímann. Helsta tímabil frjókornaofnæmis er að ganga í garð en mest ber á ofnæmiseinkennum í júní, júlí og ágúst. Þau frjókorn sem valda algengasta ofnæmi hér á landi eru grastegund- ir, birki og túnfíflar og súrur, svo sem hundasúrur. Magn frjókorna er mest á hlýjum og þurrum dögum og eykst þegar hvasst er. Einkenni frjókornaofnæmis lýsa sér einkum sem kláði í augum, augun verða rauð og rennur gjarnan úr þeim. Önnur einkenni eru kláði í nefi og hnerri og nefrennsli og getur slímhúð í nefi bólgnað svo erfitt er að anda gegnum nefið. Á vefsíðunni doktor.is er að finna ráð gegn frjókornaofnæmi svo sem að takmarka gróður í nán- asta umhverfi, hengja ekki þvott út þegar mikið er af frjókornum í loft- inu og útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi. Eins skal ekki láta barnavagna standa úti og safna í sig frjókornum. Ef einkenni frjókornaofnæm- is eru slæm er hægt að nálgast lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld, svo sem augndropa og nefúða en ráðlegt er að ráðfæra sig við lækni áður en lyf eru tekin inn. Nánar ádoktor.is - rat Nefrennslið byrjað Frjókorn túnfífla geta valdið ofnæmi; kláða í augum og nefrennsli. Sex til sjö mismunandi dansar verða kenndir á sumarnámskeiði Háskóladansins sem hefst á þriðju- dag í næstu viku og stendur fram á sunnudag. Það samanstend- ur af æfingatímum og dansiböll- um, meðal annars í Iðnó. Eiríkur Guðmundsson er aðalmaðurinn í að skipuleggja námskeiðið og segir það opið öllum. „Fólk þarf hvorki að hafa háskólaskírteini, dansfélaga né dansreynslu. Áhug- inn einn nægir,“ segir Eiríkur og tekur fram að námskeiðið sé bæði fyrir þá sem hafi áður verið með í háskóladansinum og hina sem vilji prófa eitthvað nýtt. „Dans- arnir eru til dæmis Boogie Woog- ie, Lindy Hop, Salsa og Hip Hop og námskeiðin fara fram í íþróttahúsi Háskóla Íslands, síðdegis á virk- um dögum og laugardagurinn og sunnudagurinn verða undirlagðir í dansi. Svo verður alls konar húll- umhæ, danskvöld og böll,“ lýsir Eiríkur og tekur fram að hópur kennara komi frá Noregi og í honum séu bæði heims-og Norður- landameistarar í Boogie Woogie. Sjálfur er Eiríkur búinn að iðka dans í þrjú ár. „Ég var enginn dansmaður en vinur minn dró mig af stað í þennan hóp sem nefnist Háskóladansinn og nú er dans mín helsta líkamsrækt,“ segir hann. Frekari upplýsingar er að finna á www.haskoladansinn.is gun@frettabladid.is Dans, dans, dans Háskóladansinn heldur heljarmikið dansnámskeið frá 15. til 20. júní sem stendur öllum opið. Kennararnir koma frá Noregi, þar eru heims- og Norðurlandameistarar fremstir meðal jafningja. Ball verður í Iðnó á föstudagskvöld í tengslum við námskeiðið þar sem sving og rokk verður í aðalsalnum en salsa á efri hæðinni. Hér eru Eiríkur og Edda Katrín Rögn- valdsdóttir í rokna sveiflu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ansararD www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaðir: ● Danslistarskóli JSB í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. ● Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. Jazzballett - Innritun er hafin fyrir skólaárið 2010 -2011! FRAMHALDSNEMENDUR OG NÝNEMAR Rafræn skráning er á www.jsb.is, upplýsingar í síma 5813730. Almenn braut – jazzballett ● Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 7 ára aldri ● Góð og uppbyggileg líkamsþjálfun sem veitir mikið frelsi til tjáningar ● Dansbikarinn - Árleg danskeppni í skólanum fyrir þá sem vilja spreyta sig ● Skólaárinu lýkur með glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu anslistarskóli JSB r samstarfsaðili að rístundakorti eykjavíkurborgar. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n FRAMHALDSNEMENDUR ATHUGIÐ... ...að staðfesta fyrir 10. júní! Samkvæmt nýrri könnun frá Capacent-Gallup fer ljósa- bekkja-notkun minnkandi hér á landi Nýlega gerði Capacent-Gallup árlega könnun þar sem spurt var hvort við- mælandinn hefði nýlega farið í ljós. Úrtakið var 1.300 Íslendingar á aldr- inum 17 til 75 ára. Átján prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa notað ljósabekki síð- ustu tólf mánuði sem er svipað og á síðasta ári en töluvert minna en árið 2004 þegar um þrjátíu prósent sögð- ust hafa farið í ljós síðasta árið. Hlutfall þeirra sem fara oft í ljós eða að minnsta kosti einu sinni í mánuði hefur líka lækkað úr rúm- lega sjö prósent- um árið 2004 í rúm- lega eitt pró- sent nú í ár. - eö Færri í ljós

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.