Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 36
20 8. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Guð minn góður, Ódysseifur! Heldurðu að hann lifi þetta af? Við kom- umst að því þegar þú biður hann um boltann. Mamma var að flakka á milli sjón- varpsstöðva í gær og rambaði óvart inná MTV. Og hvað gerðist? Hún hoppaði uppí loftið. Og hvað gerðist svo? Ekkert meira. Hún er þar ennþá. Hann er að fá hjartaáfall! Er læknir í hestinum? Þetta er Solla þegar hún lærði að skríða. Þetta er hún þegar hún lærði að ganga. Og svo þegar hún lærði á þríhjól. Þú áttir mjög óskýra æsku. Af hverju held- urðu að við höfum keypt myndbands- upptökuvél? Einu sinni, fyrir ekki svo langa löngu, var ég lítill og fáránlega útskeifur krakki. Mér fannst ekki töff að vera eins og kvenkyns barnaútgáfan af Chaplin og æfði mig stundum í laumi að ganga beint eftir línu. Hins vegar þakkaði ég fyrir að fæturnir á mér sneru þó ekki inn á við. Í barnæsku minni tilheyrðu þeir innskeifu nefnilega varnarlausum minnihlutahóp- um, settir í hóp með rauðhærðum og freknóttum, feitabollum og gleraugna- glámum. Þeim mátti stríða. EITTHVAÐ hefur breyst frá því ég var krakki. Kannski eru mömmur hættar að gleðjast yfir hraustlegum dætrum beinum í baki með eplakinnar. Kyssa stelpurnar sínar bless á morgnana, eftir að hafa vigtað ofan í þær sojamorgunbaunir, ýta herð- unum um leið aðeins fram á við og kalla á eftir þeim „inn með tærn- ar elskan!“ Í dag þykir nefnilega flott að vera innskeifur með kryppu. Guð- dómlega fallegu risarnir á síðum tískutímaritanna eru líka orðnir innskeifir og svo hoknir í herð- um að þeir líta út fyrir að vera að bugast undan kílóunum fjöru- tíu sem beinin ein bera uppi. Það er ekki á þeim að sjá að þeir séu duglegir að drekka mjólk og borða ost. ÞAÐ er ekkert nýtt að konum sé í auglýs- ingum stillt upp eins og það sé eitthvað að hjá þeim. Að líkamstjáningin bendi til þess að þær séu þroskahamlaðar, ægilega sak- lausar og varnarlausar. En þær er víðar að finna en í tímaritunum. Til dæmis á tísku- bloggunum sem eru orðin lífsnauðsynleg nútímakonum sem vilja fylgjast með. Á þeim birta bloggarar, oftast sjúklega sætar gyðjur sem venjulegar stelpur vilja líkj- ast, myndir af sjálfum sér. Þar er ritstjór- inn yfirleitt bara einn, sú hin sama og situr fyrir á myndunum og jafnvel smellir af líka. Og alltaf er hún innskeif. ÉG vildi að ég gæti með góðri samvisku sagt og meinað: „Usss! hvað þetta er asna- leg stelling sem þetta stelpugrey er í. Hverjum dettur í hug að þetta sé flott?“ En það er nú ekki svo. Þó ég sé fyrir löngu hætt að láta mig dreyma um að stólparnir sem ég hef fyrir fætur breytist í pinna og bífurnar breyti um stefnu er ég einkenni- lega skotin í þessum afkáralegu stelpum. Á meðan skynsemin segir mér að það sé eitt- hvað athugavert við það sem ég er að horfa á, finnst mér þær bæði sætar og flottar. Getur verið að innst inni langi mig að vera innskeifur kroppinbakur? Innskeifar og þokkafullar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.