Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 18
FLUGUHNÝTINGAR er iðja sem margir veiðiáhugamenn hafa gaman af. Fluguhnýtinganámskeið eru haldin reglulega og verkæri og efni til fluguhnýtinga má til dæmis fá í Veiðihorninu. „Veiðin í sumar verður vonandi góð. Ég er dálítið hræddur við við- varandi hita, vatnsleysi og mögu- lega öskumengun þannig að ég hef ákveðið að stilla vænting- um mínum í hóf, en ég mun hafa gaman af þessu. Veiðin gengur mikið út á góðan félagsskap og úti- veru, að veiða vel er bara bónus,“ segir Arnar Knútsson, stangveiði- maður og eigandi kvikmyndafyrir- tækisins Filmus, um veiðisumarið fram undan. Arnar hefur veitt á stöng síðan hann var ungur drengur og alla tíð þótt veiðimennska spennandi. Hann kýs fallvötn fram yfir stöðuvötn og frá árinu 1995 hefur hann eingöngu veitt á flugu, bæði silung og lax. „Með flugunni opnaðist fyrir mér nýr heimur og ég hef verið forfall- inn stangveiðimaður síðan,“ segir hann. Veiðidagskrá Arnars í sumar er eitthvað á þá leið að hann hyggst renna fyrir silungi í Brunná í Öxar- firði hjá frændfólki sínu á Ærlæk og urriða í Laxá í Mývatnssveit, auk stuttrar ferðar á Arnarvatnsheiði. Þá fer hann tvisvar í Miðfjarðará, fyrst í byrjun júlí og aftur um miðj- an ágúst. Hann segir Miðfjarðará orðna eina af sínum eftirlætis ám, sér- staklega vegna fjölbreytninnar sem hún hefur upp á að bjóða. „Áin sam- anstendur af þremur ám sem hver um sig hefur eigin karakter,“ segir Arnar. „Það má segja að maður nái allri flórunni í laxveiði þarna. Auk þess er Miðfjarðará ein af fáum „hreinum“ laxveiðiám landsins. Þarna eru ekki stundaðar slepp- ingar eða seiðaeldi, náttúran fær algerlega að ráða þessu og vil ég þakka afskiptaleysi mannsins góðu ástandi á lífríkinu í ánni. Ég sleppi megninu af öllum fiski sem ég veiði en passa þó að taka eitthvað í soðið, og því má segja að ég stundi hóf- lega veiði. En ég sleppi öllum stór- laxi, undantekningalaust.“ Arnar vill svo koma þeim skila- boðum til Besta flokksins að hann sé reiðubúinn að taka að sér emb- ætti Borgarveiðimanns Reykjavík- ur. „Ég myndi þá opna Elliðaárnar með borgarstjóra og ég er tilbúinn til að bæta samskipti við vinabæi Reykjavíkur með því að ferðast um og veiða víðs vegar um veröldina. Í sumar myndi ég til dæmis bæta samskiptin við Nanortalik og Nar- sarsuaq á Grænlandi með bleikju- veiði, það má eflaust rækta lax- veiðisambandið við ýmsa vinabæi í Skotlandi, Noregi, Alaska og Rúss- landi,“ segir hann. kjartan@frettabladid.is Stillir væntingum í hóf Stangveiðimaðurinn Arnar Knútsson vonast eftir góðri veiði í sumar en óttast þó hita, vatnsleysi og öskumengun. Hann ætlar tvisvar í Miðfjarðará og er til í að taka að sér embætti Borgarveiðimanns. Veiðistangir eru meðal mikilvægustu verkfæra stangveiðimanna. Arnar eyðir drjúgum hluta frítíma síns í að skoða og meta slíkar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Alls voru dregnir 22 laxar á land og allnokkrir sem slitu eða losn- aði úr á opnunardegi Blöndu á laugardaginn. Sá stærsti var 90 sentimetra langur. Á vefsíðunni lax-a.is kemur fram að þótt Blanda sé vön að skila slatta af löxum á opnunardegi megi þessi afli teljast óvenju góður. Þá telja vefsíðuhaldarar að þessar fyrstu vísbendingar bendi eindregið til góðs stórlaxasumars í kjölfar hins mikla smálaxasumars í fyrra. Eitthvað ku enn vera til af júní- leyfum í Blöndu 1 en þeim fer fækkandi. - kg Byrjar vel í Blöndu Vel veiddist í Blöndu á opnunardaginn. Góðar fréttir Ný sérhæfð fluguveiðiverslun á Kambsvegi 33 Bendum einnig á heimasíðu okkar Flugulínur, hjól, flugustangir, veiðiföt ofl. Sérhæfð ráðgjöf og þjónusta. Hjá okkur finnur þú eitt mesta úrval landsins af bestu fáanlegum laxa og silungaflugum. Veiðimenn þekkja gæði! fyrir veiðimenn og konur! Kambsvegi 33 ~ 104 Reykjavík hilmar@veidiflugur.is ~ S: 568 2127 Vatnshelt fl ugubox fylgir í júní og júlí. Nóatúni 17 • S. 534 3177 • www.icefi n.is Charon fl uguveiðissett frá A Jensen. Stöng, hjól, fl ot og sökklína einnig níðsterkur Cordura hólkur Verð 39.500 kr. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Fimmtudaga Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hér heldur Arnar á „tuttugu-pundara úr Laxá í Aðaldal“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.