Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2010 3 Kastað til bata er endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa með- ferð við brjóstakrabbameini. Krabbameinsfélag Íslands býður konum sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini upp á endur- hæfingu undir heitinu Kastað til bata. Markmið þessa boðs Krabba- meinsfélagsins er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á lík- ama og sál með því að æfa flugu- kast í þriggja daga ferð í júlí norð- ur í Laxárdal. Í fallegu umhverfi Laxár geta þær notið samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu. Vanir fluguveiðimenn kenna kon- unum að kasta flugu og með í för verður sjúkraþjálfari sem einn- ig er vanur fluguveiðimaður en í kastæfingum verður að sjálfsögðu tekið mið af líkamlegri getu hverr- ar og einnar. Gert er ráð fyrir að fjórtán konur geti tekið þátt í ferðinni. Flogið verður til Akureyrar að morgni 12. júlí, þar sem aðeins verður staldr- að við og sóttur veiðibúnaður sem Ellingsen lánar og síðan verður ekið að Rauðhólum í Laxárdal. Á Rauðhólum verður gist í tveggja manna herbergjum og boðið verður upp á hollan og góðan mat svipaðan þeim sem er að finna í matreiðslu- bókinni Bragð í baráttunni. Félag- ar úr Samhjálp kvenna, félagi til stuðnings konum sem fengið hafa brjóstakrabbamein, og starfsfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins verða á staðnum. Umsóknir þurfa að berast Krabbameinsfélaginu ekki síðar en 25. júní. - eö Konur kasta til bata Kastæfingarnar fara fram í fallegu umhverfi Láxár í Aðaldal. „Í Skotlandi er veiðitímabilið níu mánuðir í stað þriggja hér heima og þar sem ég fékk ekki nóg af veiðimennskunni heima fór ég að veiða í skosku ánum á vorin og haustin, eftir að hafa keypt veiði- leyfi af skoska fyrirtækinu Fish- Pal,“ segir Jón Sigurðsson, kerfis- fræðingur og framkvæmdastjóri FishPal á Íslandi, þar sem seld eru veiðileyfi í íslenskar ár, vötn og sjó á Netinu. „Við veiðarnar ytra hitti ég mennina á bak við FishPal sem nýtur mikillar virðingar. Umferð á FishPal er gríðarleg og bara í maí yfir milljón flettingar og þúsundir að kaupa veiðileyfi. Ég spurði því hvort þeim hefði dottið í hug að færa út kvíarnar og nefndi sérstaklega Ísland sem er heims- þekkt vörumerki í lax- og silungs- veiði. Þeim þótti það spennandi en þekktu engan og þar sem ég er ágætlega tengur í bransanum datt mér í hug að koma Íslandi á Fish- Pal-kortið,“ segir Jón sem eftir bankahrunið beið ekki boðanna. „Í góðærinu keyptu bankar og stórfyrirtæki veiðileyfi til að bjóða viðskiptavinum sínum í lax- veiði, en við það rauk upp verð og eftirspurn, sem gerði það að verk- um að engin veiðileyfi sem varið var í voru laus og þá dró verulega úr komum útlendinga til veiða. Í hruninu sá ég mér svo leik á borði og bauð íslenskum veiðileyfasöl- um að selja á FishPal til að ná aftur útlendingum til landsins og fá betra jafnvægi í innlenda og útlenda eftirspurn. Því var hvar- vetna mætt fagnandi,“ segir Jón sem þar með opnaði Íslandsbúð innan FishPal, þar sem finna má upplýsingar um hvern og einn veiðistað, myndir, lýsingu á veiði- svæðum, veiðitölur síðustu ára, skýrslur, veðurfar, veiðihorfur og fleira. „Í Íslandsbúð FishPal hefur nú opnast tækifæri fyrir íslenska veiðileyfissala að opna sína eigin búð sér að kostnaðarlausu, en ég hjálpa þeim með enskan texta og heimasíðugerð fyrir hvert ár- svæði. Undirtektir hafa verið frá- bærar því konseptið er sniðugt og þægilegt að geta séð allar upplýs- ingar, bókað veiðileyfi og borgað í gegnum Netið. FishPal auðveldar veiðimönnum einnig að finna sinn veiðistað, því vefsíðan er eini stað- urinn þar sem sjá má yfirlit yfir alla veiðistaði á landinu og frá öllum veiðileyfasölum.“ Nánari upplýsingar á www.fish- pal.com og jon@fishiceland.com. thordis@frettabladid.is Íslenskar ár á internetinu Íslenskar laxveiðiár og veiðivötn hafa löngum verið draumur erlendra stangveiðimanna og með tilkomu Íslandsbúðar veiðileyfa á netsíðunni FishPal hefur aðsókn útlendinga í íslenska veiði aukist enn á ný. Jón Sigurðsson er landskunnur íþróttamaður og einn besti körfuknattleiksmaður sem þjóðin hefur átt. Hann er einnig forfallinn veiðimaður og rekur nú Íslandsbúð FishPal fyrir íslenska veiðileyfissala. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flugustangarpakki frá Robinson 9 feta stöng í 3 hlutum lína 6/7 ál diskabremsu fl uguhjól með 3 legum og nákvæmri diskabremsu fl otlína, undirlína, taumatengi og taumur + 10 fl ugur í poka. Allt sem þú þarft til að byrja í fl ugunni. Verð 19.900 kr. Öndunar vöðlusett. Snowbee vöðlur og Jaxon skór aðeins 28.950 kr. Líklega lang ÓDÝRASTA öndunar vöðlusettið á Íslandi í dag Ath. Vöðlutaska fylgir. Vöðlutilboð Vasi Belti POLAROID gleraugu Verð frá 2.990 kr. Verð aðeins 6.950 kr. Klofstígvél Létt og þægileg Opnunartímar mán.–fös. kl. 9–18 laugard. kl. 9.00–16.00 Opið á sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Verð aðeins 395 kr TOPY spúnar Ódýrustu fl ugurnar í 7 ár? Laxa þríkrækjur 350 kr Straumfl ugur 320 kr Púpur 220 kr Brasstúbur 450 kr Jaxon Impress Mjög vandað 8 legu hjól með aukaspólu og 2 ára ábyrgð. Verð 6.950 kr. Jaxon Arrow 5 legu hjól með aukaspólu og góðri bremsu. Verð 4.950 kr. Jaxon Galand GX 500 stórt 6 legu hjól aukaspóla og samanbrjótanleg sveif með einu handtaki. Verð 5.990 kr. Jaxon Navigator 700. 6 legu stórt strandveiðihjól, sem tekur 335 metra af 30 punda línu aukaspóla. Verð 8.950 kr. Jaxon Adventure 3 legu hjól með auka spólu. Verð 2.950 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.