Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2010 9 Vodafone Firma Sniðið að þörfum verktaka Fjölmargir verktakar og aðrir þeir sem þurfa sveigjanleika í sínum fjarskiptamálum treysta Vodafone fyrir sínum viðskiptum. Þeir sjá hag í að flytja sín viðskipti til okkar, fá lausnir sniðnar að sínum þörfum og hagræða þannig í rekstri. Við vitum að þarfir viðskiptavina okkar eru misjafnar og við leggjum metnað okkar í að koma til móts við þær. Hafðu samband við söluráðgjafa í síma 599 9500 og við finnum leið sem hentar þínu fyrirtæki. STJÓRNMÁL Samið hefur verið um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samfylkingin, Fram- sóknarflokkur og óháðir og Vinstri grænir skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu þess efnis í gær. Nýr meirihluti ætlar fyrst og fremst að taka fjármál bæjarins til gagngerrar endurskoð- unar, að því er segir í fréttatilkynningu sem flokkarnir sendu frá sér. „Markmið meirihlutans er að skila til baka þeim niðurskurði sem hefur orðið í grunnþjón- ustunni í bænum. Það verður að gera með því að fara vandlega yfir allar fjármálaskuldbind- ingar, fara yfir rekstur bæjarins, tekjumögu- leika hans og alla þá þætti er lúta að almennri fjármálastjórn,“ sagði Sveinn Kristinsson, odd- viti Samfylkingarinnar á Akranesi, í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður hvort fyrirheit flokkanna um endurskoðun á fjármálum bæjarins feli í sér vísun í niðurskurð á komandi kjörtímabili svar- aði Sveinn að slíkt stæði ekki til. Auglýst verður eftir bæjarstjóra en að sögn Sveins var algjör samstaða um það meðal flokkanna. Hann bætti því svo við að nær engir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í viðræðun- um sem hefðu gengið vel. - mþl Samið um samstarf Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna: Nýr meirihluti myndaður á Akranesi FRÁ AKRANESI Nýr meirihluti hefur verið myndaður á Akranesi. Fjármál bæjarins verða tekin til gagngerrar endurskoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RYKGRÍMUR Í AFGREIÐSLUNNI Vegna öskufalls er farið að selja rykgrímur í bókabúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Rykgrímur hafa verið til sölu í Eymundsson bóka- verslunum síðan á föstudag þegar mikil aska var í lofti í Reykja- vík. Að sögn Theresu O‘Bri- en hjá Eymundsson í Austur- stræti var verið að bregðast við ástandinu og því að ekki er hægt að fá rykgrímur víða í miðbæn- um þar sem ferðamenn eru helst á ferli. Nokkrar grímur höfðu selst þegar Fréttablaðið kann- aði málið. Rykgrímur eru einnig seldar í apótekum og bygging- arvöruverslunum svo dæmi séu tekin. Í Byko var rífandi sala í grímunum bæði á föstudag og laugardag samkvæmt upplýsing- um frá versluninni. - sbt Brugðist við ösku í Reykjavík: Rykgrímur í bókabúðum ÖRYGGISMÁL Samvinnuverkefninu safetravel er ætlað að stórefla for- varnir fyrir ferðfólk hér á landi. Því hefur verið opnuð heimasíðan safetravel.is þar sem upplýsingar frá fjölda samtaka og opinberra aðila er safnað á einn stað. Fjöl- miðlafyrirtækið 365 er einn sam- starfsaðila verkefnisins. Á síðunni eru aðgengilegar upp- lýsingar um akstur, gönguferðir, siglingar, köfun, sund, jöklaferð- ir, vélsleðaferðir, hellaferðir, hjól- reiðar, skyndihjálp, hestaferðir, svo eitthvað sé nefnt. - shá Heimasíðan Safetravel.is: Samvinna um öryggi ferðafólks EFNAHAGSMÁL Regluleg laun voru að meðaltali 1,0 prósenti hærri á fyrsta ársfjórðungi ársins 2010 en ársfjórðunginn á undan, sam- kvæmt nýjum tölum frá Hagstof- unni. Laun á almennum vinnumark- aði hækkuðu um 1,3 prósent að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 0,3 prósent. Á ársgrundvelli hafa laun því hækkað um 3,5 prósent að meðal- tali. Þau hafa hækkað um 4,4 pró- sent á almennum vinnumarkaði að meðaltali og 1,4 prósent hjá opinberum starfsmönnum. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Launavísitala hækkað um 1% SAMGÖNGUR Isavia hlaut í gær verðlaun frá IATA, alþjóðasam- tökum flugfélaga, fyrir mestu framfarir í flugumferðarþjón- ustu. Fimm aðilar í alþjóðlegri flugleiðaþjónustu og flugvallar- rekstri hlutu viðurkenningu en hún er veitt fyrir framúrskarandi frammistöðu á síðasta ári, að því er segir í fréttatilkynningu frá Isavia. Viðurkenningin sem Isavia hlaut nefnist Eagle Award og var veitt á ársfundi IATA í Berlín. Isavia bar áður nafnið Flugstoðir og sér um rekstur allra flugvalla landsins að Keflavíkurflugvelli undanskildum. - mþl Verðlaun fyrir framfarir: Isavia hlýtur verðlaun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.