Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.06.2010, Blaðsíða 22
 8. JÚNÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● landið mitt Eftir samverustundir við náttúruna er fátt sem jafnast á við góða hvíld í tjaldi. Tjaldstæðið í Grindavík er 13.500 fermetrar með fullkominni aðstöðu fyrir ferðamenn. Egilsstaðir. Þar er verið að leggja lokahönd á nýtt tjaldsvæði. Nýtt tjaldsvæði er við Sólbrekku í Mjóafirði á Austfjörðum. Safnahúsið á Húsavík verður opnað aftur eftir breytingar nú á laugar- daginn 12. júní. Sett hefur verið upp ný grunnsýning úr munum og myndum safnsins sem ber heitið Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þing- eyjarsýslum. „Sýningin fjallar um sambúð manns og náttúru á árunum 1850 til 1950. Yfirleitt eru náttúruminja- söfn og menningarminjasöfn sitt- hvor hluturinn en á þessari sýn- ingu blöndum við saman bæði nátt- úruminjum og menningarminjum til þess að sýna fram á þetta marg- slungna samband,“ útskýrir Sigrún Kristjánsdóttir, safn- og sýningar- stjóri Safnahússins. Eftir breytingar hefur verið opnuð lítil safnbúð og kaffihús þar sem hægt er að tylla sér og fara á Netið og einnig er að finna ný sýn- ingarrými. „Hér er sjóminjasafn líka og listasalur þar sem settar verða upp breytilegar listsýning- ar svo við opnum nýtt og fjölbreytt safn um helgina,“ segir Sigrún. Opnunarhátíð verður nú á laug- ardaginn og ókeypis verður inn á safnið frá sunnudeginum 13. júní til sunnudagsins 20. júní. Heimasíða safnahússins er www.husmus.is. - rat Safnahúsið endurnýjað Íslendingar eru útileguglaðir og árlega spretta upp nýir áfangastaðir fyrir ævintýra- gjarna tjaldbúa. Tjaldmiðstöðin á Flúðum tók í fyrra í notkun nýtt og glæsilegt tjaldsvæði, á einkar fallegum stað við Litlu-Laxá. Tjaldstæðið er margfalt stærra og fullkomnara en forverinn og eitt frumlegasta tjaldstæði landsins með tveimur fótboltavöllum, flugdrekavelli og tveimur blakvöllum, svo eitthvað sé nefnt. Sérstakt stæði fyrir hús- bíla er í brekkunum, með góðu út- sýni yfir næsta nágrenni. Vatn og rafmagn er á stæðunum. Í Grindavík verður boðið upp á nýtt og glæsilegt tjaldsvæði í sumar. Tjaldsvæðið er 13.500 fer- metrar, með snyrtingum, leiktækj- um og grillaðstöðu. Þá er þjónustu- hús á tjaldsvæðinu í undirbúningi, en áætlað er að húsnæðið verði til- búið síðar í sumar. Tjaldsvæðið er fjögurra stjörnu, en eina skilyrðið sem vantar upp á til að komast í 5 stjörnu flokkinn er að sólarhrings- vakt sé á svæðinu. Nýtt tjaldstæði er við Sól- brekku í Mjóafirði á Austfjörðum, en tjaldsvæði eru nú í öllum sex fjörðum Fjarðabyggðar. Einnig má fá gistingu í tveimur tveggja manna sumarhúsum og í svefn- pokaplássi á Sólbrekku, þar sem er eldunaraðstaða, borðstofa, setustofa með sjónvarpi, þvotta- vél, þurrkari og þrjár snyrtingar með sturtum. Heitir pottar eru í sérhúsi og möguleiki á sjóstang- veiði og bátsferðum um fjörðinn, ásamt skemmtilegum gönguleið- um og útreiðartúrum í ægifegurð Mjóafjarðar. Á Egilsstöðum er verið að leggja lokahönd á nýtt tjaldstæði. Þar er rafmagn fyrir húsbíla- og hjólhýsaeigendur og skemmtilegt leiksvæði fyrir börn. Tjaldstæðið er á fallegum stað undir Hömrun- um þar sem búið er að taka gamalt trésmíðaverkstæði og breyta í að- stöðu fyrir ferðamenn en í hinum helmingi hússins verður kaffibar og matsalur. Í þjónustuhúsinu eru þvottavélar og þurrkari, snyrting- ar og bað. - þlg Tjaldað á nýjum áfangastað ● NOTALEG NESTIS- STUND Í NÁTTÚRUNNI Á ferð um Ísland er mikilvægt að gera hlé á langkeyrslu til að njóta náttúrunnar beint í æð og setjast niður á grasbala til að rétta úr skrokknum og anda að sér sveitaloftinu yfir góðu nesti. Spennandi er að nostra við óvenjulegt nesti fyrir langþráð ferðalag, sem unun er að gæða sér á í sveitasælu þegar mag- inn kallar á sitt bensín. Vitaskuld verður að hafa eitthvað fyrir alla, en smurt brauð, kaldar kótel- ettur í raspi, ostar og kex hitta ferðalangana örugglega í hjarta- stað. Gleymið ekki að bera nest- ið fram á fallegum dúk og hafa meðferðis hugguleg drykkjar- mál, diska og servíettur.. Ný sýning í endurnýjuðum sýningarsal í Safnahúsinu á Húsavík. MYND/FINNUR ARNAR ● FJÖLBREYTT DAG- SKRÁ Sólseturshátíðin í Garði verður haldin dagana 25. til 27. júní. Dagskráin er fjölbreytt að vanda og er hátindur hátíðar- innar varðeldur þar sem allir koma saman og njóta stundar- innar. Hátíðin er haldin á Garð- skaganum þar sem er góð að- staða er fyrir húsbíla, fellihýsi, tjöld og hjólhýsi. Stutt er inn í þéttbýlið sjálft í meiri þjónustu. Nánar á www.reykjanes.is. 0000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.