Fréttablaðið - 11.06.2010, Page 6
6 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR
EFNAHAGSMÁL „Sé horft á vanda-
málin sem við höfum þurft að
glíma við vegna skorts á trausti
á gjaldmiðlinum okkar þá, þrátt
fyrir erfiðleikana sem evrusvæðið
gengur nú í gegnum, er mun betri
ákvörðun að vera innan evru-
svæðisins en utan þess séu kost-
ir og gallar vegnir,“ sagði Toomas
Hendrik Ilves, forseti Eistlands, á
blaðamannafundi á Bessastöðum í
gær en hann er í opinberri heim-
sókn á Íslandi.
„Ef við höfum lítið land með
fjárfesta sem flýja með fjármagn
sitt vegna vantrausts á gjaldmiðl-
inum og stöðugar fréttir um að
gjaldmiðillinn muni veikjast, án
nokkurrar sýnilegrar ástæðu, þá
verður að skoða aðra möguleika,“
sagði Ilves ennfremur og bætti
síðan við að ef litið sé bara á lægri
viðskipta- og vaxtakostnað sem
upptaka evru hefði í för með sér,
sé vænst að landsframleiðsla Eist-
lands muni aukast um eitt prósent
strax við upptöku.
Fjármálaráðherrar Evrópusam-
bandsríkjanna samþykktu á fundi
sínum á þriðjudaginn að Eistland
taki upp evruna í byrjun næsta
árs. Landið gekk í Evrópusam-
bandið árið 2004 en upphaflega
var stefnt að upptöku evru árið
2007. Það hefur dregist vegna mik-
illar verðbólgu í landinu en í kjöl-
far heimskreppunnar, sem hófst
árið 2008, hefur verulega dreg-
ið úr verðbólgunni og er hún nú
komin vel niður fyrir viðmiðunar-
mörk evrusvæðisins.
Ilves, eiginkona hans og fylgdar-
lið komu hingað til lands síðdegis á
miðvikudag en þau hverfa af landi
brott snemma á laugardaginn.
Ilves var kjörinn forseti Eist-
lands árið 2006 en var áður utan-
ríkisráðherra landsins og seinna
Evrópuþingmaður.
Ilves segir Eista tilbúna til að
hjálpa Íslendingum á alla mögu-
lega vegu í tengslum við umsókn
Íslands um aðild að Evrópusam-
bandinu.
magnusl@frettabladid.is
Telur upptöku evru
enn álitlegan kost
Toomas Ilves, forseti Eistlands, er í opinberri heimsókn hér á landi. Eistar munu
taka upp evru í upphafi næsta árs og þrátt fyrir núverandi erfiðleika evrusvæð-
isins telur Ilves kosti evrunnar vega þyngra en galla hennar.
TOOMAS ILVES OG ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti Eistlands ásamt forseta
Íslands á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í kjölfar staðfestingar þess að Eistland muni taka upp evru í janúar næst-
komandi hækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s (S&P) lánshæfis-
einkunn landsins um einn flokk, úr A- í A, í gær. Rökstuðningur S&P fyrir
hækkuninni var að upptaka evru ætti að minnka gengisáhættu og auðvelda
aðgang Eistlands að fjármagnsmörkuðum í Evrópu. Auk þess þykir Eistland
hafa sýnt þann efnahagslega sveigjanleika sem þátttaka í myntbandalagi
þarfnast. Búist er við því að matsfyrirtækin Moody‘s og Fitch fylgi í kjölfarið.
Lánshæfismat hækkaði við fréttirnar
fyrir
24002
Úrval vinsælla bóka á 2 fyrir 2400 tilboði
Gleðilegt sumarfrí!
„Tvímælalaust
besta bók sem
ég hef lesið á
árinu.“
Metro 2009
„Frábær bók!
Spenna út í gegn...
Patterson aðdáend-
ur vilja ekki missa
af þessari.“
Memphis Reads
Ert þú 21 árs eða eldri? Viltu taka þátt í ævintýralegu verkefni í
sumar? Viltu eignast 75 nýja vini allstaðar að úr heiminu? Hefur þú
gaman af því að vinna með börnum og unglingum? CISV á Íslandi
(Alþjóðlegar sumarbúðir barna, www.cisv.is ) leitar að sjálfboða-
liðum til að taka þátt í því frábæra starfi sem fer fram í sumar frá
25.júní – 22.júlí.
Einnig er laust fyrir stelpu/strák 17 – 18 ára í Seminar búðir
sem haldnar verða í Lúxemborg þann 31.júlí – 20.ágúst.
Nánari upplýsingar gefur Arnór Fannar í síma 693 7823
eða Halla í síma 692 6846.
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært þrjá menn í Reykjanesbæ
fyrir að hóta lögreglumönnum líf-
láti, einn þremenninganna fyrir
að hóta að skera börn tveggja lög-
reglumanna á háls og annan þeirra
fyrir hrækja í andlit og á höfuð lög-
reglumanns. Öll áttu brotin sér stað
á síðasta ári.
Einum mannanna, sem er á fer-
tugsaldri er gefið að sök að hafa í
júní 2009 á skemmtistaðnum Offic-
eraklúbbnum slegið lögreglumann
sem þar var við skyldustörf, með
báðum höndum í brjóstkassann.
Í lögreglubifreið á leið á lögreglu-
stöð og á stöðinni sjálfri hótaði mað-
urinn þremur lögreglumönnum
ítrekað lífláti.
Hinir tveir sem ákærðir hafa
verið eru um tvítugt. Annar þeirra
er ákærður fyrir að hafa á akbraut-
inni við Hringbraut í Reykjanesbæ
hótað þremur lögreglumönnum, sem
þar voru við skyldustörf, lífláti.
Hinn er ákærður fyrir að hafa á
sama stað hrækt tvisvar sinnum í
andlit og á höfuð lögreglumanns og
hótað honum og öðrum lögreglu-
manni lífláti. Jafnframt að hafa
skömmu síðar, í lögreglubifreið á
leið á lögreglustöðina við Hring-
braut 130, hótað tveim lögreglu-
mönnum lífláti og að skera börn
þeirra á háls, eins og segir í ákæru.
- jss
LÖGRREGLUBIFREIÐ Mennirnir höfðu
uppi hótanir í lögreglubílum.
Þrír karlmenn ákærðir fyrir ofstopa og hótanir í garð lögreglumanna:
Hrottalegar líflátshótanir
SJÁVARÚTVEGUR Sérfræðingar Hafrannsóknastofn-
unar hafa áhuga á að kanna frekar áhrif gossins í
Eyjafjallajökli á fiskistofna hér við land. Þó er talið
ólíklegt að það takist að einangra þátt gossins frá
öðrum áhrifavöldum á vöxt og viðgang fiskistofna
við landið.
Eins og Fréttablaðið hefur sagt frá bendir tilraun
í eldisstöð Hafró í Grindavík til að mengun vegna
hlaupvatns og gosefna hafi dregið úr klaki um 12
prósent í Markarfljótssjónum og 40 prósent í Svað-
bælissjónum miðað við ómengaðan sjó úr Faxaflóa.
Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun, segir að þar hafi menn áhuga á að
gera frekari tilraunir og kanna áhrif ösku á lífið í
hafinu. Líklega geti þó ekki orðið af því þetta árið.
Alltaf verði erfitt eða útilokað að öðlast vissu um
áhrif gossins á fiskistofna. Fjölmargir aðrir óvissu-
þættir í náttúrunni geti haft áhrif á stofnana. - pg
Óljóst hvaða áhrif eldgosið í Eyjafjallajökli hefur á fiskistofna:
Áhugi á frekari rannsóknum
EYJAFJALLAJÖKULL Áhugi er á því að gera frekari rannsóknir á
áhrifum gossins á fiskistofna. Þó er erfitt að öðlast vissu um
áhrifin.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNSÝSLA Stjórn Landssamtaka
sauðfjárbænda mótmælir
fyrirætlun ríkisstjórnarinnar
um að leggja af landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytið.
Í ályktun stjórnar segir að
eindregin andstaða hafi komið
fram frá þeim sem starfa innan
landbúnaðar og sjávarútvegs, en
ríkisstjórnin hafi kosið að hafa
hana að engu. „Samtökin hljóta að
spyrja sig hvort það sé beinlínis
stefna ríkisstjórnarinnar að valda
þessum grunnatvinnuvegum
íslenskrar þjóðar tjóni.“ - kóp
Sauðfjárbændur mótmæla:
Vilja halda í
ráðuneytið
KJÖRKASSINN
Ætlar þú að fylgjast með HM í
knattspyrnu?
Já 43,6%
Nei 56,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á fjármálastjóri Orkuveitunnar
að fá lúxusbíl frá fyrirtækinu?
Segðu skoðun þína á Vísi.