Fréttablaðið - 11.06.2010, Page 25
HM blaðið
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2010
Hvergi verður að finna eins yfir-
gripsmikla umfjöllun um HM í
fótbolta og á Stöð 2 Sport 2.
Einn mikilvægasti liðurinn í því
verður þátturinn HM 4 4 2 sem
verður á dagskrá alla daga meðan
á keppninni stendur. Þar munu
þau Logi Bergmann Eiðsson og
Ragna Lóa Stefánsdóttir fjalla
um nákvæmlega allt sem viðkem-
ur HM, frá öllum mögulegum og
ómögulegum sjónarhornum.
Þau munu gera upp leikdaginn, sýna
öll mörkin og varpa skýrara ljósi á
annað markvert sem gerðist í leikj-
unum með aðstoð skarpra og vel
valinna sparkspekinga.
Hér verður fyrst og fremst um
skemmtiþátt að ræða sem miðar að
því að draga fram allt það skemmti-
legasta við heimsviðburð á borð við
HM.
HM 4 4 2 verður sýnt alla leik-
daga klukkan 21. Hægt verður að
horfa á þættina á Vísir.is hvenær
sem er.
HM 4 4 2 sýndur alla leikdaga
● HÁSKERPA Á STÖÐ 2
SPORT 2 Áhorfendur á Ís-
landi munu geta séð alla leikina
á HM 2010 í háskerpu á Stöð 2
Sport HD. Þeir munu hafa tæki-
færi til að njóta HM í allt að fjór-
um sinnum meiri myndgæð-
um en í annarri útsendingu.
Leikir sem sýndir eru hjá RÚV
eru endursýndir á öllum hliðar-
rásum Stöð 2 Sport, allan sólar-
hringinn með sjónvarpsþulum
Stöðvar 2 Sport.
● LITLI HLÉBARÐINN
Zakumi er lítill hlébarði sem
er lukkudýr HM í Suður-Afríku.
Hann er gulur og klæddur í
grænt og með grænt hár, en
gulur og grænn eru einmitt litir
suðurafríska knattspyrnusam-
bandsins. Litli hlébarðinn legg-
ur áherslu á að menn sýni hátt-
vísi innan sem utan
vallar og umgangist
hver annan með
virðingu. Nafn
hans er sam-
sett úr orð-
unum za,
sem tákn-
ar Suður-
Afríku og
kumi sem
þýðir tíu.
Var á föstu með Dunga
Jaqueline Cardoso da Silva fylgist vel
með varamannabekk Brasilíu.
SÍÐA 4
Logi Bergmann Eiðsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir hafa umsjón með þættinum HM 4 4 2 sem verður á dagskrá alla daga meðan á HM stendur. MYND/SVEINN SPEIGHT