Fréttablaðið - 11.06.2010, Qupperneq 38
11. JÚNÍ 2010 FÖSTUDAGUR6 ● HM blaðið
Ian Jeffs hefur búið hérlendis síðan 2003.
Hann er hóflega bjartsýnn á gengi Eng-
lendinga í keppninni þrátt fyrir mikla
sigurgöngu í undankeppninni, en þeir unnu þar níu af
tíu leikjum og skoruðu 34 mörk. Hann spáir þeim sæti
í undanúrslitunum, en telur að Brasilía eða Spánn fari
alla leið og hampi heimsmeistaratitlinum.
„Capello hefur komið sterkt inn, er agaður þjálfari
og ákveðinn og ekki spillir góður árangur hans í for-
tíðinni. Hann hefur góð áhrif á leikmenn.“ Ekki
kemur á óvart að Ian telur Wayne Rooney mikilvæg-
asta leikmanninn, miðað við hvernig hann hann hefur
spilað með United og landsliðinu á síðustu mánuðum.
„Steven Gerrard mun einnig reynast mikilvægur
og þá verður John Terry mjög mikilvægur.“ Ian er
ánægður með hversu reynslumikið enska liðið er,
en flestir leikmanna eru á aldrinum 27 til 31 árs og
minnir á góðan árangur Frakka þegar þeir voru með
reynslumikinn mannskap.
Spurður um þau hneykslismál sem hafa tengst leik-
mönnum enska liðsins segir Ian að þau muni ekki
hafa áhrif á spilamennskuna. „Það er svo mikil pressa
hvort sem er á þessa leikmenn og þeir eru vanir því að
vera í sviðsljósinu og munu bara standa sig á vellinum.
Vonandi munu þeir halda áfram að spila léttleikandi
bolta eins og þeir gerðu í undankeppninni, en þeir
hafa hins vegar fleiri möguleika, til dæmis með því að
setja Crouch inn á og dæla háum boltum á hann. Mest
af öllu vonast ég þó til þess að þeir æfi vítaspyrnur
og það á hverjum degi.“ Englendingar vilja eflaust
gleyma öllum þeim skiptum sem þeir hafa fallið úr
keppni vegna vítaspyrnukeppna og taka því vafalaust
undir þau orð.
Þó að Ísland eigi ekki landslið í úrslitakeppni HM, þá eiga margir
íbúar landsins sín lið í keppninni. Við báðum Jaqueline Cardoso
da Silva frá Brasilíu, Ian Jeffs frá Englandi og Aart Schalk frá
Hollandi um að meta möguleika sinna liða og stemninguna fyrir
keppninni.
Aart Schalk hefur verið
búsettur á Íslandi frá
árinu 1999. Hann vinn-
ur við ráðgjöf, er giftur Sóleyju
Tómasdóttur borgarfulltrúa og á
með henni tvö börn.
„Bert van Marwijk, þjálfari hol-
lenska landsliðsins, er búinn að
gera góða hluti. Spilaði sjálfur í
landsliðinu á sínum tíma og búinn
að þjálfa síðan 1980. Van Marwijk
leggur mikla áherslu á að klára
riðlakeppnina og til að tryggja
fulla einbeitingu, þá hefur hann
bannað eiginkonum og fjölskyld-
um leikmanna að koma til Suður-
Afríku fyrr en þeir eru komir upp
úr riðlakeppninni. Þá verður þeim
boðið til Suður-Afríku.“
Sú staðreynd að Mark van Bomm-
el, leikmaður hollenska liðsins, sé
tengdasonur Van Marwijks hefur
mikið verið milli tannanna á fólki.
Aart segir þó að spilamennska
Van Bommels bæði með Bayern
München og landsliðinu réttlæti
fyllilega veru hans í landsliðinu.
Raunar telur Aart hann vera einn af
lykilmönnum landsliðsins sem muni
binda saman leik liðsins á miðjunni
ásamt Van Sneijder. „Aðrir lykil-
menn verða Van der Vaart, hinn
vinnusami Dirk Kuyt og eldfljóti
sóknarmaðurinn Van Persie, sem
hefur að fullu jafnað sig á meiðsl-
unum sem héldu honum frá keppni
lengst af í vetur. Hvað varðar unga
leikmenn þá eiga menn að fylgj-
ast vel með Gregory van der Wiel
í vörninni. Þessi 22 ára leikmaður
Ajax verður kominn til einhvers
stórliðs í Evrópu fyrir haustið.“
Hvernig verður stemningin í
Hollandi meðan á keppninni stend-
ur? „Stemningin í Hollandi verð-
ur eins og á Íslandi þegar Ísland er
að taka þátt í Eurovision, bara ýkt-
ari. Allir eru klæddir appelsínu-
gulu þegar hollenska liðið spilar,
húsin skreytt og fólk kemur saman
út um allt til að fylgjast með leikj-
unum. Það hefur miklar vænting-
ar og heldur að það sé bara forms-
atriði að komast í gegnum riðla-
keppnina.“ Aart segist vera með
hollenska fánann tilbúinn og ætlar
að horfa á leikina með Hollending-
um búsettum hér. Hann býst við að
Hollendingar komist í fjórðungsúr-
slit, það sé lágmarkskrafa eins og
liðið hefur spilað að undanförnu.
Ýktara en þátttaka Íslands í
Eurovision-söngvakeppninni
Aart reiknar með að Hollendingar eigi eftir að komast í fjórðungsúrslit.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ian spilar með Val. Hann telur að reynslan eigi eftir að nýtast
enska liðinu vel í heimsmeistarakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Jaqueline er viss um að Brasilíumenn eigi eftir að bera sigur úr býtum á HM 2010.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vona að þeir æfi vítaspyrnur
Jaqueline Cardoso
da Silva, sem hefur
búið á Íslandi í 20 ár,
fylgist meira með varamanna-
bekknum hjá Brasilíu en margir
aðrir sjónvarpsáhorfendur á Ís-
landi. Hinn knái þjálfari Brasilíu-
manna, Dunga, var nefnilega kær-
astinn hennar um eins árs skeið
á unglingsaldri. „Hann er rosa-
lega skemmtilegur og fyndinn, en
þótti ekki með fallegustu drengj-
um og var kallaður Álfur eftir ljót-
asta dvergnum af dvergunum sjö
hennar Mjallhvítar.“
Þegar Jaqueline, eða Jackie, er
spurð um sigurmöguleika Brasilíu
á HM, þá stendur ekki á svari: „Við
erum best og munum vinna þessa
keppni. Mér finnst bara leiðinlegt
hvað hinar þjóðirnar ná varla að
vinna þessa keppni af því að við
erum svo góð.“
Jackie ætlar að fylgjast með
keppninni ásamt nokkrum Bras-
ilíumönnum sem eru búsettir hér
á landi. „Við hittumst og pössum
upp á það að hafa nóg af tequila
til að fagna eða gráta saman. Allir
koma í brasilískum búningum og
við verðum líka með fána. Þetta
verður mjög gaman.“
Við erum best