Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2010, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.06.2010, Qupperneq 50
26 11. júní 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Getur þú sagt LEE- EEDS?! Nei, nei, segðu Man Jú! Ekki hlusta á hana, hún er bara heimsk, segðu LEEDS! Sem hljóm- ar eins og að „lííííða“ illa. Segðu frekar MAAAN Jú! Man jú er bara fyrir- tæki! Leeds líka, nema það á enga peninga, geturðu sagt gjald- þrot! Það er bara eitt Leeds United! Í utandeild- inni kannski. Man Jú spilar í úrvalsdeild- inni, ÚRVALS- DEILD! „Ég kann eiginlega best við Queen Parks Rangers, þeir eru í flottum búningum.“ Hvað ertu að gera, Pierce? Rottan mín þarf að fá nýja lifur. Við erum bara að bíða eftir liffæragjafanum. Hvað getur sú bið tekið langan tíma? Það veltur allt á kettinum. Hún byrjaði á klifurstig- inu sínu í dag. Klifurstiginu? Já, mannstu ekki, þegar Solla og Hannes klifruðu upp á allt? Öööö.... nei, eiginlega ekki. Þú manst það allavega núna! Svona, svona, allir rólegir, ég er ekki að leika „sækja“, prikið er bara til að benda. KILJULISTI 02.-08.06.10 KILJULISTI 02.-08.06.10 Calabría Um daginn átti ég erindi norður til Akureyrar. Ferðafélagi minn hafði það þá á orði að helsti munurinn á Reykjavík og Akureyri væri hve Esjan væri nálægt á Akureyri. Það reyndist rétt hjá honum. Fjallið hinum megin við fjörðinn er miklu nær en í Reykjavík. Það heitir að vísu eitt- hvað allt annað en Esja. UM þessar mundir er ég staddur í Calabríu á Suður-Ítalíu. Fyrir þá sem vilja glöggva sig á landafræðinni þá er Calabria stóra- táin. Eins og á Akureyri er það fyrsta sem maður veitir athygli, þegar maður horfir út á sjóinn héðan frá Tropea, hve Snæfellsjök- ull er nálægt. Keilulaga eldfjallið við sjón- deildarhringinn er tíu til tuttugu sinnum stærra. Það heitir að vísu ekki Snæfellsjök- ull heldur Stromboli. CALABRÍA er eins ólík Íslandi og hægt er að hugsa sér, bæði hvað varðar gróður- far sem dýra- og mannlíf. Til dæmis hafa Calabríumenn þann undarlega sið að byggja þorp sín og bæi á bjargbrún- um. Þar sem klettar skaga í sjó fram eru veggir húsanna gjarn- an í beinu framhaldi af þeim, gott ef byggingarnar slúta ekki sums staðar fram af brúninni. Ekki lofthræddir, Ítalirnir. Þessu má líkja við að Vestfirðingar hefðu ákveðið að byggja þorp á Látra- bjargi. Á ystu nöf. Ef þeir hefðu öldum saman haft sömu ástæðu og Calabríumenn til að óttast sjóræningja og þurft að gera ráðstafanir til að verjast árásum þeirra hefðu þeir reyndar sennilega gert það. CALABRÍUMANNI fyndist hann sennilega illa rættur og undarlega settur á Íslandi, svo vitnað sé í skáldið. Hann sæi líklega lítið annað en nöturlegan og gróðurvana klett í eilífum útsynningi og hraglanda. Með réttu. Það væri eðlileg upplifun manns frá stað þar sem helstu farartálm- ar rútubílanna, sem reyna að þræða þröngu vegarslóðana sem hlykkjast hér upp og niður fjallshlíðarnar, eru ósveigjanlegar greinar aldinna ólífutrjáa sem teygja sig yfir veginn og – þegar verst lætur – inn um glugga bifreiðanna. SJÁLFUM finnst mér ferðalög um fram- andi slóðir þroska og stæla þjóðernisvitund mína. Þá á ég ekki við að ég fyllist yfirlæti og finnist Ísland bera af öðrum löndum, að það sé merkilegra að vera íslenskur en af öðru þjóðerni. Svo er ekki. Að upplifa sig sterkt sem aðkomumann gerir mér aftur á móti ljósara hver náttúruleg heimkynni mín eru og hvers virði þau eru mér. Annars staðar er ég aldrei neitt annað en hafrekið sprek á annarlegri strönd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.