Fréttablaðið - 26.06.2010, Page 2

Fréttablaðið - 26.06.2010, Page 2
2 26. júní 2010 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Flokksstjórn Sam- fylkingarinnar fundar í dag í þriðja skipti á árinu. Meginefni fundarins eru úrslit sveitar- stjórnarkosn- inganna og eru allir félagar í Samfylking- unni velkomnir til fundarins. Jóhanna Sigurðardótt- ir, forsæt- isráðherra og formaður Samfylking- arinnar, setur fundinn en að því loknu fer Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands, yfir sveit- arstjórnarkosningar, hvað megi lesa úr úrslitunum og hver séu skilaboð kjósenda. Að því loknu verður hópastarf þar sem farið verður yfir stöðu flokksins, bæði í ríkisstjórn og sveitar- stjórnum, innra starf og hrunið og rannsóknarskýrsluna. - kóp Samfylkingin fundar: Kosningarnar gerðar upp JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR „Hildur, eruð þið að róa á önnur mið?“ „Já, það er meira rökkur í nýju plötunni.“ Hildur Kristín Stefánsdóttir er söng- kona hljómsveitarinnar Rökkurróar. Ný hljómplata er væntanleg frá sveitinni og í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Hildur nýju plötuna vera þyngri og tormeltari en þá fyrri. kannski hafi umrætt ákvæði ekki verið komið í gildi á þeim árum. Hefði svo verið hefði Gunnar ekki getað verið í flokknum. Guðmundur Skúli segir að sér hafi verið vikið úr flokknum vegna þátttöku sinnar í Svarta listanum fyrir síðustu kosningar. Hann segir fólk í efstu sætum Svarta listans hafa mátt þola hótanir um atvinnu- missi ef það tæki þátt í framboðinu. Hann kannast ekki við brottrekst- ur af þessu tagi í Sjálfstæðisflokkn- um áður. „Mér fannst réttast að hafa prófkjör fyrir kosningarnar eftir að gullegg sveitarfélagsins, Sparisjóður Mýrasýslu, fór á haus- inn á vakt sjálfstæðismanna,“ segir hann. kolbeinn@frettabladid.is / sunna@frettabladid.is STJÓRNMÁL Tveimur félögum í Sjálf- stæðisflokknum, þeim Guðmundi Skúla Halldórssyni og Ólafi Áka Ragnarssyni, er óheimilt að vera félagar í flokknum. Báðir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn; Guðmundur var formað- ur Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi og Ólafur bæjarstjóri í Ölfusi. Ólafur Áki segir, í samtali við Vísi, að honum hafi verið vísað úr flokknum á fimmtudag. Hann hafi verið að búa sig undir landsfund, sem hófst í gær, þegar Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, tilkynnti honum að mið- stjórn hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum. Ólafur Áki bauð fram undir formerkjum A-lista fyrir síð- ust kosningar, en Sjálfstæðisflokk- urinn bauð einnig fram. Jónmundur vísar þessu á bug og segir engum hafa verið vísað úr flokknum. Í samræmi við skipu- lagsreglur Sjálfstæðisflokksins geti þeir einstaklingar sem gegna trúnaðarstörfum fyrir aðra flokka einfaldlega ekki verið í flokknum. Þess vegna hafi þeir sjálfir geng- ið úr flokknum þegar þeir tóku þau trúnaðarstörf að sér. Ákvæðið sem Jónmundur vísar í er í 34. grein skipulagsreglna flokksins og hljóðar svo: „Gegni maður trúnaðarstörfum fyrir annan stjórnmálaflokk getur hann ekki verið félagi í sjálfstæðisfé- lagi.“ Gunnar Thoroddsen stofnaði rík- isstjórn árið 1980, án þátttöku Sjálf- stæðisflokksins sem var í stjórn- arandstöðu. Honum var þó ekki vísað úr flokknum. Spurður hví annað gildi nú segir Jónmundur að Er óheimilt að vera í Sjálfstæðisflokknum Tveimur félögum Sjálfstæðisflokksins hefur verið tilkynnt að þeim sé óheimilt að vera í flokknum. Ekki brottvísun segir framkvæmdastjóri og vísar í reglur. Sagnfræðingur man ekki eftir því að menn hafi verið reknir úr flokknum. „Ég minnist þess ekki að neinn hafi beinlínis verið rek- inn úr Sjálfstæðisflokknum,“ segir Guðni Th. Jóhannes- son sagnfræðingur. Hann segir það hafa komið mjög til tals þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína stjórn og eins þegar hann studdi Ásgeir Ásgeirsson, tengdaföður sinn, í forsetakjöri gegn frambjóðanda Sjálfstæðisflokks- ins; Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti árið 1952, það hafi hins vegar aldrei verið gert. „Það voru engin ákvæði í skipulagsreglum flokks- ins um brottvikningu úr flokknum. Hins vegar gengu menn í flokkinn gegnum ákveðin félög, Hvöt, Óðin eða einhver af félögunum úti á landi, svo dæmi séu nefnd. Ef menn brutu reglur flokksins með því að bjóða fram fyrir aðra stjórnmála- flokka, var sjálfhætt í flokknum,“ segir Guðni. Man ekki til að neinn hafi verið rekinn GUÐNI TH. JÓHANNESSON VALHÖLL Miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins hefur úrskurðað að tveimur félögum, Ólafi Áka Ragnarssyni og Guðmundi Skúla Halldórssyni, sé óheimilt að vera í flokknum. Ástæðan er þátttaka þeirra í öðrum stjórn- málaflokkum. STJÓRNSÝSLA Starfshópur sam- gönguráðherra hefur lagt til að kerfi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt í tveimur áföngum. Núverandi tekjujöfnunarkerfi verði lagt niður og nýtt fyrir- komulag útgjaldajöfnunar. Starfshópurinn, sem var undir stjórn Flosa Eiríkssonar, legg- ur til að sjóðnum verði breytt í tveimur áföngum. Umfang hans hefur aukist mjög undanfarin ár. Ráðstöfunarfé hans árið 1990 var um tveir milljarðar króna, en í fyrra var það komið í 18 millj- arða og verður tæpir 20 milljarð- ar á þessu ári, ef áætlanir ganga eftir. - kóp Starfshópur skilar skýrslu: Jafna útgjöldin frekar en tekjur SKÝRSLAN KYNNT Starfshópurinn kynnti afrakstur vinnu sinnar í ráðuneytinu í gær. Flosi Eiríksson stýrði vinnunni. STJÓRNMÁL Flokksráð Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs tekur í dag afstöðu til þess hvort sam- þykkja eigi ályktun um að Ísland dragi umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu til baka. Álykt- unin verður flokknum erfið og má eiginlega segja að hann geti hvorki hafnað henni né samþykkt. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að hafni flokkurinn ályktun- inni muni þeir sem harðast eru á móti Evrópusambandinu líta á það sem stuðning við aðild. Verði álykt- unin hins vegar samþykkt mun það fara illa í samstarfsflokkinn í rík- isstjórn; en í stjórnarsáttmálan- um er kveðið á um að Ísland skuli sækja um aðildina. Stjórnarsátt- málinn var samþykktur í flokks- ráði á sínum tíma. Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður flokksins og formaður flokksráðsins, segir að góður andi ríki á fundinum. Vissulega séu skoðanir skiptar, en það sé eðlilegt þegar kemur að jafn umfangsmikl- um málum. Kosið verður um álykt- anirnar í dag. Þá er ljóst að breytingar á Stjórnarráðinu munu koma til umræðu, en skiptar skoðanir eru um þær innan flokksins. Heimildarmenn blaðsins telja ólíklegt að til mikilla átaka muni koma á fundinum; stemningin sé í þá veru að fólk muni frekar semja sig í gegnum deilurnar. Hins vegar þykir líklegt að á næsta fundi flokksráðsins, sem verður í haust, muni ýmis deilumál verða útkljáð. - kóp Flokksráð tekur afstöðu til ályktunar um hvort draga eigi aðildarumsókn til baka: Evrópumálin verða erfið KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Varaformaður Vg ávarpaði flokksfélaga í gær. Hún segir góðan anda ríkja á fundinum. AMSTERDAM, AP Ofbeldis- verk gegn gyðingum á götum Amsterdam hefur aukist. Mynd- skeið sem sýna gyðinga vera áreitta á götum úti hafa vakið ugg hjá hollenskum yfirvöldum sem ætla að grípa til aðgerða. Verið er að skoða möguleika á því að nota tálbeitur, lögreglu- menn klædda kollhúfum að hætti gyðinga, til þess að ná til ofbeldismannanna. Gyðingahatur hefur stig- magnast í Hollandi á síðustu árum og tengja yfirvöld það við ástand Mið-Austurlanda. Ekkert hefur enn verið ákveðið varð- andi aðgerðirnar. - sv Gyðingahatur í Hollandi: Lögreglumenn sem tálbeitur 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 kr. ■ Myntkörfu- lán skipt til helminga í jen og svissneska franka Staða höfuðstóls U pp ru na le gt lá n N úv er an di s ta ða lá ns St að a lá ns e f v er ðt r. frá u pp h. N ý st að a ef tir u m r. NEYTENDUR Fjármálafyrirtæk- in hafa að undanförnu velt upp ýmsum möguleikum um hvernig leysa eigi úr málum þeirra sem eru með myntlán. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, segir málin hafa þokast lítið þótt fjármálafyrir- tækin hafi skoðað sameiginleg- ar leiðir til að brúa bilið á meðan beðið sé frekari niðurstöðu dóm- stóla. „Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp en engin ákvörðun verið tekin,“ segir hann og legg- ur áherslu á að stjórnvöld verði að stíga inn á sviðið. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa stjórnvöld og fjármálafyr- irtækin skoðað nokkra möguleika. Þeirra sístur mun vera tímabundin lagasetning. Önnur felst í að færa afborganir gengistryggðra lána aftur til þess tíma sem þau voru tekin án þess að hreyfa við stökk- breyttum höfuðstól lánanna. Svipaðar aðgerðir standa þegar til boða hjá nokkrum fjármálafyr- irtækjum þar sem ákveðin upp- hæð, fimm til sex þúsund krónur, leggjast ofan á afborgun hverrar milljónar gengistryggðs láns. Talið er ólíklegt að nokkuð verði gert um helgina en ekki útilokað að stjórnvöld hreyfi við málinu í nýrri viku. - jab Framkvæmdastjóri SFF segir lítt hafa þokast í umræðum um gengistryggðu lánin: Stjórnvöld verða að stíga á sviðið LÖGREGLUMÁL Ung kona féll um sjö metra niður af húsþaki á Akureyri síðdegis í gær. Húsið er fjögurra hæða fjölbýlishús. Að sögn lögreglu rann stúlkan niður þakið og fór fram af því og lenti á grilli sem var við húsið. Það virðist hafa dregið úr fall- inu. Konan er að öllum líkind- um óbrotin og ekki mikið slösuð. Lögregla segir óljóst hvað hún var að gera uppi á þakinu. - þeb Ung kona slapp ótrúlega vel: Óbrotin eftir sjö metra fall Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp en engin ákvörðun verið tekin. GUÐJÓN RÚNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.