Fréttablaðið - 26.06.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 26.06.2010, Síða 2
2 26. júní 2010 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Flokksstjórn Sam- fylkingarinnar fundar í dag í þriðja skipti á árinu. Meginefni fundarins eru úrslit sveitar- stjórnarkosn- inganna og eru allir félagar í Samfylking- unni velkomnir til fundarins. Jóhanna Sigurðardótt- ir, forsæt- isráðherra og formaður Samfylking- arinnar, setur fundinn en að því loknu fer Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands, yfir sveit- arstjórnarkosningar, hvað megi lesa úr úrslitunum og hver séu skilaboð kjósenda. Að því loknu verður hópastarf þar sem farið verður yfir stöðu flokksins, bæði í ríkisstjórn og sveitar- stjórnum, innra starf og hrunið og rannsóknarskýrsluna. - kóp Samfylkingin fundar: Kosningarnar gerðar upp JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR „Hildur, eruð þið að róa á önnur mið?“ „Já, það er meira rökkur í nýju plötunni.“ Hildur Kristín Stefánsdóttir er söng- kona hljómsveitarinnar Rökkurróar. Ný hljómplata er væntanleg frá sveitinni og í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Hildur nýju plötuna vera þyngri og tormeltari en þá fyrri. kannski hafi umrætt ákvæði ekki verið komið í gildi á þeim árum. Hefði svo verið hefði Gunnar ekki getað verið í flokknum. Guðmundur Skúli segir að sér hafi verið vikið úr flokknum vegna þátttöku sinnar í Svarta listanum fyrir síðustu kosningar. Hann segir fólk í efstu sætum Svarta listans hafa mátt þola hótanir um atvinnu- missi ef það tæki þátt í framboðinu. Hann kannast ekki við brottrekst- ur af þessu tagi í Sjálfstæðisflokkn- um áður. „Mér fannst réttast að hafa prófkjör fyrir kosningarnar eftir að gullegg sveitarfélagsins, Sparisjóður Mýrasýslu, fór á haus- inn á vakt sjálfstæðismanna,“ segir hann. kolbeinn@frettabladid.is / sunna@frettabladid.is STJÓRNMÁL Tveimur félögum í Sjálf- stæðisflokknum, þeim Guðmundi Skúla Halldórssyni og Ólafi Áka Ragnarssyni, er óheimilt að vera félagar í flokknum. Báðir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn; Guðmundur var formað- ur Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi og Ólafur bæjarstjóri í Ölfusi. Ólafur Áki segir, í samtali við Vísi, að honum hafi verið vísað úr flokknum á fimmtudag. Hann hafi verið að búa sig undir landsfund, sem hófst í gær, þegar Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, tilkynnti honum að mið- stjórn hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum. Ólafur Áki bauð fram undir formerkjum A-lista fyrir síð- ust kosningar, en Sjálfstæðisflokk- urinn bauð einnig fram. Jónmundur vísar þessu á bug og segir engum hafa verið vísað úr flokknum. Í samræmi við skipu- lagsreglur Sjálfstæðisflokksins geti þeir einstaklingar sem gegna trúnaðarstörfum fyrir aðra flokka einfaldlega ekki verið í flokknum. Þess vegna hafi þeir sjálfir geng- ið úr flokknum þegar þeir tóku þau trúnaðarstörf að sér. Ákvæðið sem Jónmundur vísar í er í 34. grein skipulagsreglna flokksins og hljóðar svo: „Gegni maður trúnaðarstörfum fyrir annan stjórnmálaflokk getur hann ekki verið félagi í sjálfstæðisfé- lagi.“ Gunnar Thoroddsen stofnaði rík- isstjórn árið 1980, án þátttöku Sjálf- stæðisflokksins sem var í stjórn- arandstöðu. Honum var þó ekki vísað úr flokknum. Spurður hví annað gildi nú segir Jónmundur að Er óheimilt að vera í Sjálfstæðisflokknum Tveimur félögum Sjálfstæðisflokksins hefur verið tilkynnt að þeim sé óheimilt að vera í flokknum. Ekki brottvísun segir framkvæmdastjóri og vísar í reglur. Sagnfræðingur man ekki eftir því að menn hafi verið reknir úr flokknum. „Ég minnist þess ekki að neinn hafi beinlínis verið rek- inn úr Sjálfstæðisflokknum,“ segir Guðni Th. Jóhannes- son sagnfræðingur. Hann segir það hafa komið mjög til tals þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína stjórn og eins þegar hann studdi Ásgeir Ásgeirsson, tengdaföður sinn, í forsetakjöri gegn frambjóðanda Sjálfstæðisflokks- ins; Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti árið 1952, það hafi hins vegar aldrei verið gert. „Það voru engin ákvæði í skipulagsreglum flokks- ins um brottvikningu úr flokknum. Hins vegar gengu menn í flokkinn gegnum ákveðin félög, Hvöt, Óðin eða einhver af félögunum úti á landi, svo dæmi séu nefnd. Ef menn brutu reglur flokksins með því að bjóða fram fyrir aðra stjórnmála- flokka, var sjálfhætt í flokknum,“ segir Guðni. Man ekki til að neinn hafi verið rekinn GUÐNI TH. JÓHANNESSON VALHÖLL Miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins hefur úrskurðað að tveimur félögum, Ólafi Áka Ragnarssyni og Guðmundi Skúla Halldórssyni, sé óheimilt að vera í flokknum. Ástæðan er þátttaka þeirra í öðrum stjórn- málaflokkum. STJÓRNSÝSLA Starfshópur sam- gönguráðherra hefur lagt til að kerfi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt í tveimur áföngum. Núverandi tekjujöfnunarkerfi verði lagt niður og nýtt fyrir- komulag útgjaldajöfnunar. Starfshópurinn, sem var undir stjórn Flosa Eiríkssonar, legg- ur til að sjóðnum verði breytt í tveimur áföngum. Umfang hans hefur aukist mjög undanfarin ár. Ráðstöfunarfé hans árið 1990 var um tveir milljarðar króna, en í fyrra var það komið í 18 millj- arða og verður tæpir 20 milljarð- ar á þessu ári, ef áætlanir ganga eftir. - kóp Starfshópur skilar skýrslu: Jafna útgjöldin frekar en tekjur SKÝRSLAN KYNNT Starfshópurinn kynnti afrakstur vinnu sinnar í ráðuneytinu í gær. Flosi Eiríksson stýrði vinnunni. STJÓRNMÁL Flokksráð Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs tekur í dag afstöðu til þess hvort sam- þykkja eigi ályktun um að Ísland dragi umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu til baka. Álykt- unin verður flokknum erfið og má eiginlega segja að hann geti hvorki hafnað henni né samþykkt. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að hafni flokkurinn ályktun- inni muni þeir sem harðast eru á móti Evrópusambandinu líta á það sem stuðning við aðild. Verði álykt- unin hins vegar samþykkt mun það fara illa í samstarfsflokkinn í rík- isstjórn; en í stjórnarsáttmálan- um er kveðið á um að Ísland skuli sækja um aðildina. Stjórnarsátt- málinn var samþykktur í flokks- ráði á sínum tíma. Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður flokksins og formaður flokksráðsins, segir að góður andi ríki á fundinum. Vissulega séu skoðanir skiptar, en það sé eðlilegt þegar kemur að jafn umfangsmikl- um málum. Kosið verður um álykt- anirnar í dag. Þá er ljóst að breytingar á Stjórnarráðinu munu koma til umræðu, en skiptar skoðanir eru um þær innan flokksins. Heimildarmenn blaðsins telja ólíklegt að til mikilla átaka muni koma á fundinum; stemningin sé í þá veru að fólk muni frekar semja sig í gegnum deilurnar. Hins vegar þykir líklegt að á næsta fundi flokksráðsins, sem verður í haust, muni ýmis deilumál verða útkljáð. - kóp Flokksráð tekur afstöðu til ályktunar um hvort draga eigi aðildarumsókn til baka: Evrópumálin verða erfið KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Varaformaður Vg ávarpaði flokksfélaga í gær. Hún segir góðan anda ríkja á fundinum. AMSTERDAM, AP Ofbeldis- verk gegn gyðingum á götum Amsterdam hefur aukist. Mynd- skeið sem sýna gyðinga vera áreitta á götum úti hafa vakið ugg hjá hollenskum yfirvöldum sem ætla að grípa til aðgerða. Verið er að skoða möguleika á því að nota tálbeitur, lögreglu- menn klædda kollhúfum að hætti gyðinga, til þess að ná til ofbeldismannanna. Gyðingahatur hefur stig- magnast í Hollandi á síðustu árum og tengja yfirvöld það við ástand Mið-Austurlanda. Ekkert hefur enn verið ákveðið varð- andi aðgerðirnar. - sv Gyðingahatur í Hollandi: Lögreglumenn sem tálbeitur 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 kr. ■ Myntkörfu- lán skipt til helminga í jen og svissneska franka Staða höfuðstóls U pp ru na le gt lá n N úv er an di s ta ða lá ns St að a lá ns e f v er ðt r. frá u pp h. N ý st að a ef tir u m r. NEYTENDUR Fjármálafyrirtæk- in hafa að undanförnu velt upp ýmsum möguleikum um hvernig leysa eigi úr málum þeirra sem eru með myntlán. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, segir málin hafa þokast lítið þótt fjármálafyrir- tækin hafi skoðað sameiginleg- ar leiðir til að brúa bilið á meðan beðið sé frekari niðurstöðu dóm- stóla. „Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp en engin ákvörðun verið tekin,“ segir hann og legg- ur áherslu á að stjórnvöld verði að stíga inn á sviðið. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa stjórnvöld og fjármálafyr- irtækin skoðað nokkra möguleika. Þeirra sístur mun vera tímabundin lagasetning. Önnur felst í að færa afborganir gengistryggðra lána aftur til þess tíma sem þau voru tekin án þess að hreyfa við stökk- breyttum höfuðstól lánanna. Svipaðar aðgerðir standa þegar til boða hjá nokkrum fjármálafyr- irtækjum þar sem ákveðin upp- hæð, fimm til sex þúsund krónur, leggjast ofan á afborgun hverrar milljónar gengistryggðs láns. Talið er ólíklegt að nokkuð verði gert um helgina en ekki útilokað að stjórnvöld hreyfi við málinu í nýrri viku. - jab Framkvæmdastjóri SFF segir lítt hafa þokast í umræðum um gengistryggðu lánin: Stjórnvöld verða að stíga á sviðið LÖGREGLUMÁL Ung kona féll um sjö metra niður af húsþaki á Akureyri síðdegis í gær. Húsið er fjögurra hæða fjölbýlishús. Að sögn lögreglu rann stúlkan niður þakið og fór fram af því og lenti á grilli sem var við húsið. Það virðist hafa dregið úr fall- inu. Konan er að öllum líkind- um óbrotin og ekki mikið slösuð. Lögregla segir óljóst hvað hún var að gera uppi á þakinu. - þeb Ung kona slapp ótrúlega vel: Óbrotin eftir sjö metra fall Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp en engin ákvörðun verið tekin. GUÐJÓN RÚNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.