Fréttablaðið - 26.06.2010, Page 29

Fréttablaðið - 26.06.2010, Page 29
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] júní 2010 Lykill fortíðar Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til að skyggnast inn í lífið á landnáms öld. Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var háttað og hvernig um hverfi og landslag borgarinnar var við landnám. Aðalstræti 16 www.reykjavik871.is K ynningarátakið Inspired by Iceland var sett af stað eftir að Eyjafjallajökull setti flug- samgöngur í heiminum í upp- nám. Ríkisstjórnin varði 350 milljónum í átakið en Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutnings- ráð og 70 aðrir hagsmunaðaðilar í ferða- þjónustu lögðu til annað eins þannig að úr varð 700 milljón króna pottur. „Já og nei,“ svarar Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs og Menningar- og ferðamálastjóri Reykjavíkur, spurð hvort hægt sé að mæla árangur mark- aðsátaksins eftir aðeins tvo mánuði. „Markmiðið með verkefninu var að ná að minnsta kosti þeim fjölda sem menn höfðu spáð að kæmi í ár. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort það tekst en við sjáum það í tölum frá flugfélögum og frá stór- um og smáum ferðaþjónustuaðilum, að ferðamannastraumurinn er að glæðast; það er himinn og haf milli þess sem er nú og þess sem var í byrjun maí. Gestafjöldi hrundi ekki aðeins á meðan á gosinu eða erfiðleikum í flugþjónustu stóð, heldur fóru bókanir fyrir sumarið, sem koma Eftir hremmingar ferðaþjónustunnar í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli er hún farin að rétta úr kútnum. Svanhild- ur Konráðsdóttir ræðir markaðssetn- ingu Íslands á óvenjulegum tímum. MENNING BERGSTEINN SIGURÐSSON ÍMYND, SÉRSTAÐA, MARKAÐUR Ferðamenn í hvalaskoðun. Alls 700 milljónir voru lagðar í kynningarátakið Inspired by Iceland af ríki og hagsmunaaðilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN FRAMHALD Á SÍÐU 6 Í fótspor Collingwood Einar Falur Ingólfsson gefur út nýtt verk þar sem hann end- urmyndar ferðalag enska myndlist- armannsins W.G. Collingwood frá 1897. SÍÐA 2 Harmsaga Reykjavíkur Ófeigur Sigurðsson vill fá Gröndals- hús aftur á sinn stað frekar en enn einn minnisvarðann um hugs- unarleysi í skipulagsmálum. SÍÐA 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.