Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 6
6 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Samanburður á skattbyrði 50 40 30 20 10 0 % Ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð 48,5% 48,7% 48,3% 43,0% 43,6% Meðaltal OECD 35,8% Meðaltal Norðurlandanna 46,4% Samanlögð skattbyrði Í tölum fyrir Ísland eru greiðslur í líf- eyrissjóði reiknaðar með. 31,1% 35,7% Miðað er við skattlagningu sem hlutfall af landsframleiðslu. Tölurnar eru frá árinu 2007. 50 40 30 20 10 0 % Ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Meðaltal OECD 26,7% Meðaltal Norðurlandanna 37,4% Skattbyrði fyrir utan lífeyriskerfi Greiðslur í lífeyris- sjóði og skattgreiðsl- ur vegna lífeyriskerfa í löndum öðrum en Íslandi ekki reiknaðar með. Heimild: Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 37,7% 47,7% Skattheimta sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hér á landi er með því hæsta sem gerist á Norðurlöndunum. Aðeins í Danmörku er skattbyrðin þyngri, sé tekið tillit til þess að greiðslur í lífeyrissjóði má í raun skilgreina sem skattgreiðslur, að mati AGS. FRÉTTASKÝRING Hversu háir eru skattar hér á landi sam- anborið við hinar Norðurlandaþjóðirnar samkvæmt útreikningum AGS? Skattbyrði Íslendinga er með því mesta sem gerist í aðildar- löndum Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu (OECD), sam- kvæmt útreikningum sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þetta kemur fram í skýrslu um íslenska skatt- kerfið, sem AGS vann að beiðni íslenskra stjórn- valda. Sérfræðingar sjóðsins reikna skattbyrðina sem hlutfall skatta af vergri landsframleiðslu. Nýjustu samanburðarhæfu tölurn- ar eru frá árinu 2007. AGS telur það skekkja verulega einfaldan samanburð á íslenska skattkerfinu og kerfinu á hinum Norðurlöndunum að Íslend- ingar greiða í sjálfstæða lífeyris- sjóði til að tryggja sér lífeyri. Á hinum Norðurlöndunum greiðir fólk hærri skatta og ríkið sér alfarið um slík lífeyrismál. AGS notar tvær mismunandi leið- ir til að bera skattbyrðina á Íslandi saman við hin Norðurlöndin, og OECD-löndin. Í fyrsta lagi er skattheimta á Íslandi borin saman við skatta erlendis þar sem skattar til að fjár- magna lífeyrisgreiðslur sem hér fara í lífeyriskerfið eru undan- skildir. Þá er skattheimta á Íslandi 37,7 prósent af vergri landsframleiðslu, umtalsvert hærri en í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi, eins og sjá má í meðfylgjandi mynd. Skattheimtan er hins vegar meiri í Danmörku, 47,7 prósent Hin leiðin sem AGS notar til að bera saman skattbyrðar milli Íslands og nágrannalandanna er að bæta greiðslum í lífeyrissjóði við skattgreiðslur. Þá reiknast skattbyrðin á árinu 2007 sem 48,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Það er örlítið undir skattbyrðinni í Dan- mörku, sem var 48,7 pró- sent, og svipað og hlutfall- ið í Svíþjóð, 48,3 prósent. Hlutfallið er mun lægra í Noregi og Finnlandi, 43,6 prósent annars vegar og 43 prósent hins vegar. Fjármagnstekjuskatt- ur var tíu prósent fram á mitt ár 2009, þegar hann var hækkaður í fimmt- án prósent, og svo í átján prósent í ár. Þrátt fyrir að skatturinn hafi verið næstum tvö- faldaður er hann enn talsvert lægri en á hinum Norðurlöndunum. Þetta segja sérfræðingar AGS að hluta til skýrast af ólíkum reglum um frá- drátt, en segja engu að síður borð fyrir báru að hækka skattinn í 20 prósent. Virðisaukaskattur er hvergi innan aðildarríkja OECD hærri en hér á landi, 25,5 prósent. Skatt- urinn er þó svipaður í Danmörku, 25 prósent, en þar er ekkert lægra skattþrep fyrir matvæli, rafmagn, hita og fleira. Sérfræðingar AGS gerðu ekki tilraun til að meta mun á þjónustugjöldum eða öðrum kostn- aði skattgreiðenda utan við bein- ar skattgreiðslur. Ekki var heldur metið hvaða þjónusta fæst fyrir það fé sem greitt er í skatt. brjann@frettabladid.is Skattbyrðin hér á landi er sögð svipuð og í Danmörku Íslendingar borga næstmest í skatta af Norðurlandaþjóðunum samkvæmt útreikningum AGS. Sérfræðing- ar AGS segja augljóst að líta verði á greiðslur í lífeyrissjóði sem skattgreiðslur til að bera saman milli landa. 48,5% Skattbyrðin á Íslandi þegar tekið er tillit til greiðslna í lífeyrissjóði. SKÝRSLA AGS HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Ætlar þú í tjaldútilegu í sumar? Já 38,6% Nei 61,4% SPURNING DAGSINS Á VÍSI Í DAG: Eiga stjórnvöld að fara að ábendingum AGS um skatta- hækkanir? Segðu skoðun þína á vísir.is 34,6% AFGANISTAN Tólf hermenn Nató létu lífið í Afganistan í gær í nokkrum árásum. Í fyrradag létust þrír her- menn, afganskur lögreglumaður og fimm óbreytt- ir borgarar í sjálfsvígsárás þar. Þá sprengdi maður sig í loft upp við hlið lögreglustöðvar í Kandahar og nokkrum mínútum eftir það hófu uppreisnar- menn skothríð og köstuðu handsprengjum. Taliban- ar hafa lýst þeirri árás á hendur sér, en þeir hafa aukið árásir á opinberar byggingar í Kandahar þar sem alþjóðaherliðið mun fjölga hermönnum þar á næstunni. 45 hermenn hafa látið lífið það sem af er júlímán- uði. Yfir hundrað létust í júní, en það var mann- skæðasti mánuðurinn fyrir herdeildir í landinu síðan stríðið þar hófst. Á þriðjudag voru fjórir breskir hermenn myrt- ir. Mikil leit stendur nú yfir í Helmand-héraði að afgönskum hermanni sem drap þrjá þeirra á þriðju- dag. Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur heitið því að atvikið verði rannsakað og Nató segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná her- manninum og þeim sem gætu verið að starfa með honum. - þeb 45 hermenn hafa látið lífið í Afganistan það sem af er mánuði: Tólf hermenn drepnir í gær FRÁ AFGANISTAN Síðasti mánuður var sá mannskæðasti fyrir alþjóðaherliðið í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Álfheiði Ingadótt- ur, formanni Þingvallanefnd- ar, og Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði hefur verið falið af nefndinni að ræða við full- trúa forsætisráðuneytisins um að þjóðgarðurinn fái að ráðstafa bótum sem fást eftir bruna Hótel Valhallar fyrir ári. Þingvallanefnd telur þjóð- garðinn hafa orðið fyrir skaða við bruna Valhallar. „Valhöll var mikilvægur hluti af gæðum þjóð- garðsins og eftir bruna hússins hafa innviðir þjóðgarðsins því rýrnað. Nefndin telur full rök til þess að tryggingabætur renni til upp- byggingar í þjóðgarðinum eins og áskilið er samkvæmt bruna- tryggingum,“ segir í samþykkt nefndarinnar. - gar Þingvallanefnd vill byggja: Þjóðgarðurinn fái hótelbætur VALHÖLL BRENNUR Hótelið á Þingvöll- um brann til grunna í fyrrasumar. HEILBRIGÐISMÁL Nýlegar aðgerð- ir lögreglu til að koma í veg fyrir sölu á rítalíni hafa haft áhrif að mati SÁÁ. Í verðkönnun á rítal- íni sem keypt er með ólöglegum hætti kom í ljós að verðið hefur hækkað umtalsvert nýlega. Algengt verð á rítalíntöflu hefur verið á bilinu 500 til 870 krónur það sem af er ári. Í nýj- ustu könnun SÁÁ meðal sjúklinga kom í ljós að meðalverð fyrir rítalín var komið í 1.150 krónur. Aðgerðir lögreglu hafa að mati SÁÁ ómetanlegt forvarnagildi. - bj Götuverð á rítalíni hækkar: Aðgerðir lög- reglu skila sér Færri barnaverndarmál Á árinu 2009 bárust barnaverndar- nefnd á norðanverðum Vestfjörðum 140 tilkynningar um 96 börn. Af þeim bárust flestar tilkynningar frá lögreglunni, eða 40 talsins. Það er mikil fækkun frá árinu 2008. Þá kom 71 slík tilkynning frá lögreglunni. Flestar, eða 66, voru um vanrækslu barna að því er segir í fundargerð barnaverndarnefndar á norðanverð- um Vestfjörðum. VESTFIRÐIR ÖRYGGISMÁL TF-SIF, flugvél Land- helgisgæslunnar, hélt til Louisiana í Bandaríkjunum í gærmorgun þar sem hún mun sinna mengunareft- irliti í Mexíkóflóa næstu fjórar vikurnar fyrir British Petroleum. Bandaríska strandgæslan hefur yfirumsjón með verkefninu sem felst í því að kortleggja olíumeng- un á svæðinu suður af New Orleans og leggja áherslu á að meta hvar möguleiki er á hreinsun. TF-SIF fylgja sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem verða á staðnum tvær vikur í senn. „Aðstoð og þátttaka Landhelg- isgæslunnar sýnir að þegar stór- slys verða þurfa þjóðir, jafnt litl- ar sem stórar, á aðstoð að halda. Landhelgisgæslan er stolt af að geta orðið bandarísku strand- gæslunni og BP að liði í þessu stóra verkefni,“ segir í tilkynn- ingu Landhelgisgæslunnar. Greiddur verður útlagður kostn- að, launakostnaður og leiga fyrir flugvélina. Á meðan TF-SIF sinnir verkefn- inu mun Landhelgisgæslan hafa aðgang að flugvél Mýflugs, TF FMS, til leitar- og eftirlitsstarfa. - sv Flugvél Landhelgisgæslunnar tekur þátt í mengunareftirliti í Mexíkóflóa: Aðstoðar við hreinsun olíu ÁHÖFN TF-SIF Jón Tómas Vilhjálmsson flugvirki, Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Garðar Árnason flugmaður og Hreggvið- ur Símonarson stýrimaður. MYND/JÓN PÁLL ÁSGEIRSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.