Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 28
 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR4 „Þetta var hugmynd sem kviknaði hjá mér í vetur,“ segir Hjalti Rúnar Sigurðsson sem setti á stofn fyrir- tæki í síðustu viku sem sérhæfir sig í að aðstoða íslenska hönnuði við að koma hönnun þeirra í fram- leiðslu og á markað. „Það virðist vera til svo mikið af hæfileikarík- um íslenskum hönnuðum og okkur fannst vanta stuðning við þá til að koma vörum sínum á framfæri. Okkur fannst skortur á þessu á markaðnum.“ Hjalti stofnaði fyrirtækið Kikali Designers Agency ásamt vini sínum Birni Björnssyni. Þeir eru saman í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. „Kikali varð að veruleika í síðustu viku. Það varð til út frá því að við fengum okkar fyrsta verkefni sem var búið að vera í vinnslu í svolítinn tíma og þegar það var komið á hreint þá kýldum við á þetta.“ Hjalti segir að fyrsta verkefni þeirra félaga sé fyrir hönnuð- inn Einar Thor sem hannað hefur Thorshammer. „Hann er búinn að vera að gera leð- urarmbönd í svo- lítinn tíma og er að koma með leð- urbelti núna. Við erum að fara að kynna vöruna sem er að koma í sölu á Íslandi,“ segir Hjalti og bætir við að haldnir verði styrktartónleikar á Sódómu af því tilefni. „Thor- shammer verður kynntur og allur ágóði mun renna til Fjölskyldu- hjálpar.“ Að sögn Hjalta kviknaði hug- myndin í tíma í háskólanum í vetur. „Ég bar þetta undir Björn vin minn og honum leist rosalega vel á þetta þannig að við ákváð- um að vinna þetta betur,“ útskýrir Hjalti en vel hefur verið tekið í hugmyndina. Þeir félagar, Hjalti og Björn, ætla í samstarfi við íslenska hönn- uði að aðstoða þá við að komast í almenna sölu. „Og jafnvel að hjálpa þeim ef þeir vilja komast á markað erlend- is. Við erum með sambönd þar og erum að byggja þau upp,“ segir Hjalti og tekur fram að auðvit- að séu þeir líka með sambönd á Íslandi. „Við erum með vítt tengslanet sem við teljum að geti hjálpað okkur mikið við að koma þessu á framfæri.“ martaf@frettabladid.is Styðja íslenska hönnuði Nýtt íslenskt fyrirtæki var stofnað í síðustu viku og sérhæfir sig í að aðstoða íslenska hönnuði við að koma hönnun sinni á markað en tveimur viðskiptafræðinemum fannst þá vanta stuðning. Hjalti segir hugmyndina að fyrirtækinu hafa kviknað í tíma í skólanum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kynning fyrir hönnuðinn Einar Thor sem hannaði Thorshammer-armbönd er fyrsta verkefni Kikali. Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.isVertu vinur Teg: 37182 Stærðir: 36 - 40 Verð: 16.485.- Teg. 37186 Stærðir: 36 - 40 Verð: 16.485.- Flottir skór á lágum hæl! Þægilegir og vandaðir dömuskór úr leðri með skinnfóðri DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Songzio var óhræddur við að blanda saman rómantískum og töffaralegum klæðnaði. Margt á sýningunni undirstrikaði karlmann- legan vöxt. Þessi er eins og klipptur út úr bók Alex- andre Dumas um skytturnar þrjár. NORDICPHOTOS/AFP Tískuhönnuðurinn Songzio sýndi á dögunum vor- og sumartísku karla fyrir 2011. Óhætt er að segja að rómantíkin hafi ráðið ríkjum á tískusýningu suður- kóreska fatahönnuðarins Songzio sem fór fram í París á dögunum. Þar sýndi Songzio vor- og sumartísku karla fyrir 2011 og voru mjúkar línur, vesti, flegn- ar skyrtur og hnésíðar buxur áberandi í bland við töffaralega hatta, hálsklúta og leðurarmbönd. - rve Rómantískt FRÁ SONGZIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.