Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 16
16 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Leiga á bíl yfir hásumar- ið á Íslandi er dýrari en víðast hvar annars staðar. Ástæðan er sú að tekjur bílaleiganna koma nær ein- göngu yfir sumarið þegar ferðamenn fjölmenna til landsins. Fréttablaðið skoðaði leiguverð hjá stóru bílaleigunum þremur á Íslandi og bar saman við bíla- leiguverð samstarfsaðila þeirra í Danmörku. Niðurstöðurnar sýndu mikinn mun. Leiga í eina viku á minnstu tegund á Íslandi kostar á bilinu 104 til 128 þúsund krónur yfir hásumarið en sam- bærilegt verð í Danmörku er 48 til 66 þúsund krónur. Frétta- blaðið leitaði skýringa á þessum mikla mun. „Við lifum á þessum þremur mánuðum þegar hingað koma túristar. Ef þú skoðar verðið í febrúar þá er það jafnvel það ódýrasta í heimi og hér standa þúsundir bílaleigubíla óhreyfð- ar,“ segir Hjálmar Pétursson, framkvæmdastjóri hjá ALP- Avis bílaleigu. Hjálmar segir erfitt að bera saman verð hér og annars staðar þar sem íslensku bílaleigurnar starfi í allt öðru umhverfi. Sigfús Bjarni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Hertz bílaleigu, tekur í sama streng. „Rétt er það að við erum örugglega eitthvað dýrari. En núna frá svona 10. júlí til 20. ágúst er verðið hæst og strax eftir þann tíma lækk- ar það töluvert,“ segir Sigfús. „Uppistaðan af okkar leigjend- um eru ferðamenn. Við erum að keyra á 300 til 400 bílum á vet- urna en allt upp í þúsund á sumr- in. Þetta gengur út á að eiga bíl- inn óhreyfðan í tíu mánuði á ári og hala síðan inn tekjurnar á þessum skamma tíma yfir sum- arið. Það er ástæðan fyrir þessu verði,“ bætir Sigfús við. Bergþór Karlsson, fram- kvæmdastjóri hjá Bílaleigu Akureyrar, segir hrun krónunn- ar hafa komið illa við fyrirtækin en þetta stutta ferðamannatíma- bil sé stóra ástæðan. „Verðið er hátt og menn kannski halda þess vegna að fyrirtækin séu að græða á tá og fingri en svo er ekki. Ég get til dæmis bent á að tvær af þremur stóru bílaleigun- um skiptu um eigendur í vetur þar sem þær voru komnar í þrot þannig að fyrirtækin eru ekki að moka upp peningum.“ Talsmenn bílaleiganna segja allir að viðskiptavinir sínir séu að langstærstum hluta ferða- menn enda erfitt fyrir Íslend- inga að borga það verð sem tíðk- ast yfir hásumarið. Áhugavert er að séu bílar leigð- ir til nokkurra vikna á Íslandi á sumrin nálgast verð fljótt það sem þekkist á notuðum bílum. Þannig kostar leiga í þrjár vikur á nýlegu eintaki af Opel Corsa hjá ALP-Avis 292.600 krónur en hægt er að kaupa Opel Corsa, árgerð 2001 og ekinn 215 þúsund kílómetra, á 320 þúsund hjá bíla- sala. Svipaða sögu er að segja um bíla hjá hinum bílaleigunum. Af stóru bílaleigunum þrem- ur, ALP-Avis, Hertz og Bílaleigu Akureyrar, virðist sem bílarn- ir séu ódýrastir hjá ALP-Avis en ekki munar miklu. Þó ber að hafa í huga að samanburður milli bílaleiga er erfiður þar sem þær bjóða í fæstum tilvikum upp á sömu bílana auk þess sem samn- ingsskilmálar kunna að vera ólíkir. magnusl@frettabladid.is Útgjöldin > Kílóverð á tómötum í maí „Ólífuolía er ótrúleg. Ef það ískrar í gömlum hurðarhjörum þá hellir maður bara slurki af olíu á þær og þær verða eins og nýjar. Ef barn, eða maður sjálfur, er með eyrnaverk, þá er um að gera að dýfa hreinni tusku eða bóm- ullarhnoðra ofan í ólífuolíu og bleyta vel í, bera það í eyrað og þá getur hún læknað verkinn og mýkt eyrað upp. Svo er ólífuolía auðvitað góð í hvers kyns mat. Með salti og límónu er hún til dæmis ómissandi út á salatið.“ GÓÐ HÚSRÁÐ ALLT HÆGT MEÐ OLÍU ■ Völu Höskuldsdóttur, listnema og húsfreyju á Borgarfirði eystri, finnst ólífuolía ómissandi á heimilið. 29 3 kr . 2002 2004 2006 2008 2010 20 3 kr . 19 5 kr . 29 8 kr . 51 5 kr . Heimild: Hagstofa Íslands Dýrt að leigja bíl á Íslandi yfir hásumarið en ódýrt á veturna BÍLAR TIL LEIGU Ferðamenn eru uppspretta milli 80 og 95 prósenta af tekjum bílaleiganna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Öryggishjálmar hér á landi þurfa að vera CE-merktir og leiðbeiningar um notkun eiga að fylgja með á íslensku til þess að uppfylla tilskipun EES um persónuhlífar til einkanota. Eru þetta kröfur um öryggi og markaðssetn- ingu. Neytendastofa tekur nú þátt í verkefni um öryggi hjálma á vegum PROSAFE, samstarfsnets evrópskra stjórnvalda á sviði vöruöryggis. Verk- efnið nær yfir skíða-, reiðhjóla- og reiðhjálma en Neytendastofa hefur markaðseftirlit með hjálmum sem seldir eru neytendum til einkanota. ■ Öryggishjálmar CE-merki nauðsynlegt til að teljast öruggir Við erum hér alla virka daga frá 9.00-16.00. Einnig getur þú hringt eða sent okkur tölvupóst og við finnum hentugan tíma handa þér. Okkur er ávallt sönn ánægja að taka vel á móti þér. Með bestu kveðju, starfsfólk Byrs. byr@byr.is VIÐ ERUM HÉR FYRIR ÞIG BYR | Sími 575 4000 | www.byr.is Við erum 200 starfsmanna liðsheild sem kappkostar að veita einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Svan Gunnar Guðlaugsson, útibússtjóri í Borgartúni. Bílaleiga Tegund Verð í krónum Avis-Ísland Opel Corsa 103.796 Hertz-Ísland Toyota Yaris 115.200 Bílaleiga Akureyrar (Europcar) Volkswagen Polo 128.000 Route1.is Toyota Yaris 105.800 Avis-Danmörk Volkswagen Fox 66.360 Hertz-Danmörk Ford Fiesta 52.126 Europcas-Danmörk Ford Focus 48.593 Ódýrasta tegund til leigu sem er í boði Vikuleiga frá 20. til 27. júlí „Bestu kaupin mín voru flugfarseðill aðra leið til Ísafjarðar fyrir hartnær níu árum,“ segir Pétur Georg Markan, knattspyrnu- maður í Fjölni, formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, varaþingmaður Samfylkingarinnar og guðfræðinemi við Háskóla Íslands. Hann og félagar hans í Fjölni standa í ströngu í fyrstu deildinni og sigruðu Leikni í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Pétur hefur einnig spilað fyrir Val og Boltafélag Ísafjarðar. En hvers vegna var flugmiðinn svona góð kaup? „Ísafjörður er eins konar Pól stjarna í mínu lífi, þar finn ég ávallt rétta stefnu.“ Pétur segir hins vegar að verstu kaup lífs hans sé allur sá tími sem hann hafi keypt sér til að fresta ókláruðum verkefnum. „Að fresta hlutum er eins og sæðið sem beið alltaf með að frjóvga eggið svo það gæti lifað lengur. Klára verkefnin, frjóvga eggið og byrja að lifa lífinu, það er nýja mottóið,“ segir Pétur. NEYTANDINN: Pétur Markan, knattspyrnumaður og formaður Hallveigar Flugmiði til Ísafjarðar bestu kaupin Samræma ætti kröfur um skil á tómum flöskum og dósum alls staðar á Norðurlöndunum, samkvæmt Ann-Kristine Johansson, formanni umhverfis- og auðlindadeildar Norður- landaráðs. Rúmur milljarð- ur áldósa frá öðrum nor- rænum löndum liggur á víðavangi á Norður- löndunum sökum þess að enginn sameiginlegur stuðull er til fyrir innheimtu skilagjalda. Ann-Krist- ine Johansson telur að sameiginlegar kröfur væri lausn á málinu. Tvíhliða samningar á milli Norðurlandanna hafa verið lagðir til, en slíkur samningur er til staðar á milli Dan- merkur og Þýskalands. ■ Skil á drykkjarumbúðum Vilja sameina kröfur á Norðurlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.