Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 46
30 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson > PLATA VIKUNNAR Hvanndalsbræður - Hvann- dalsbræður ★★★ „Gleðin ræður enn ríkjum hjá Hvanndalsbræðrum.“ - tj EINN Á FERÐ Brandon Flowers sendir frá sér fyrstu sólóplötu sína í september. Það eru komin sjö ár síðan Atlanta-dúóið OutKast sendi síðast frá sér plötu, ef við undanskiljum kvikmyndatónlistarplötuna Idlewild sem kom út 2006. Þeir André Benjamin (André 3000) og Antwan Patton (Big Boi) eru að sögn farnir að huga að nýrri plötu þó að enn sé alls óvíst hvenær hún muni líta dagsins ljós. Það er gleðiefni þar sem Out- Kast náði á sama tíma að vera framsækin og hugmyndarík og senda frá sér smelli sem náðu til fjöldans. En OutKast aðdáend- ur hafa aðra ástæðu til að gleðjast þessa dagana þar sem annar helmingur dúósins, Big Boi, var að senda frá sér fyrstu sóló- plötu sína. Hún heitir Sir Lucious Left Foot: The Son of Chico Dusty og er búin að vera í smíðum síðan 2007. André hefur alltaf verið talinn mikilvægari og hæfileikaríkari helmingur OutKast, en Big Boi sýnir það og sannar á nýju plötunni að hann gefur félaga sínum lítið eftir. Platan er frekar létt og skemmtileg, en líka tónlistarlega fersk og fjölbreytt. Og Big Boi á stórleik sem rappari. Á plötunni er fullt af gestaröddum, en þó ekki rödd André 3000. Plötufyrirtæki OutKast, LaFace, sagði þvert nei við því að rödd hans fengi að heyrast á plötunni sem Def Jam gefur út. Þarna eru m.a. T.I., Sleepy Brown, Jamie Foxx, B.o.B., Too Short og fönkfaðirinn sjálf- ur, George Clinton. Nafnið á plötunni hljómar eins og þetta gæti verið þemaplata sem segði sögu Luciousar Left Foot, en svo er þó ekki. Luc- ious er einfaldlega Big Boi sjálfur og Chico Dusty er faðir hans, en hann lést um það leyti sem Big Boi hóf vinnu við plötuna. Góðar fréttir fyrir OutKast-aðdáendur Brandon Flowers tilkynnti um útgáfu sólóplötu sinnar á vefsíðu The Killers. Þýðir það að hann sé að taka við af hljómsveitinni? Er The Killers hætt? Örugg- lega ekki, en miklu púðri hefur engu síður verið varið í sólóplötu Flowers sem kemur út í september. Síðasta ár var stórt hjá Brandon Flowers og félögum í The Killers. Hljómsveitin fylgdi eftir plötunni Day & Age sem kom út seint árið 2008 og festi sig í sessi sem ein af stærstu rokkhljómsveitum heims. Ekki virtist þó allt með felldu því orðrómur um endalok hljómsveit- arinnar var lífseigur og einnig sú staðreynd að Flowers, söngvari The Killers og aðaltalsmaður, byrjaði að vinna að lögum á fyrstu sólóplötu sína. Hún hefur hlotið nafnið Fla- mingo og kemur út í september. Í sumar sendi Flowers frá sér fyrsta lagið af sólóplötunni, popp- slagarann The Crossfire. Lagið og hljómur þess svipar til þess sem The Killers gerði á síðustu plötu. Bassaleikurinn er léttleikandi og hljómborð eru áberandi. Þá er viðlagið afar dramatískt. Allt eru þetta sömu fingraför og Flowers hefur skilið eftir á lögum The Kill- ers – eini munurinn er sá að nú er hann einn í forgrunni. Brandon Flowers hefur ekki gefið upp hvaða hljóðfæraleikarar spila undir með honum á plötunni fyrir utan Ronnie Vannucci tromm- ara The Killers. Leiða má líkur að því að hann leiki sjálfur á bassa og hljómborð, enda liðtækur á þeim sviðum. Þessar vangaveltur gætu alveg eins verið út í bláinn. Flowers fékk með sér stór nöfn til að stýra upptökum á plötunni, meðal ann- ars þá Stuart Price, Daniel Lanois og Brendan O’Brien. Price hefur unnið með Madonnu og vann síð- ustu plötu The Killers með hljóm- sveitinni. Lanois hefur unnið með Bob Dylan og U2 á meðan O‘Bri- en hefur unnið með Pearl Jam og Bruce Springsteen – sem Flowers lítur upp til í sköpun sinni. Mikið púður er lagt í markaðs- setningu á sólóplötu Brandons Flowers, en hann hefur ekki upplýst hvort hann fylgi plötunni eftir með tónleikaferðalagi. Sú staðreynd að Flowers notaði vefsíðu The Kill- ers til að tilkynna útgáfu sólóplöt- unnar lét menn velta vöngum yfir framtíð hljómsveitarinnar. Er The Killers hætt og hann að taka við? Flowers sló á þessar vangaveltur í sumar þegar hann sagði félagana vera byrjaða að spjalla um nýja plötu og hvenær hún yrði tekin upp. Það lítur því ekki út fyrir að sólóplata söngvarans geri útaf við hljómsveitina. atlifannar@frettabladid.is Verður sólóplata Brandons Flowers banabiti Killers? Plötur sem Radio- head hefur gefið út eftir að söngvarinn Thom Yorke gaf út sóló- plötu árið 2006. 1 Plötur sem Bítlarnir gáfu út eftir að John Lennon gaf út sóló- plötuna Imagine árið 1971. 0 Plötur sem Take That hefur gefið út án Robbie Williams eftir að hann yfirgaf hljóm- sveitina árið 1995. 2 MIRI M.I.A > Í SPILARANUM K Tríó - Rekaviður Miri - Okkar Bombay Bicycle Club - Flaws M.I.A. - Maya Útgáfurisinn EMI hyggst gefa út endurnýjaða útgáfu af plötunni Bona Drag með Morriss- ey í lok september. Platan kom út árið 1990 og innihélt fyrstu smáskífulög og B-hliðar söngvarans. Morrissey hefur veitt útgáfunni blessun sína og verður platan gefin út á geisladiski og tvöföldum vínyl. Sex óútgefin lög frá níunda áratugnum verða á plötunni og umslagið verður betrumbætt. Á meðal laga á plötunni eru November Spawned a Monster, Everyday Is Like Sunday, Yes, I Am Blind og Suedehead. Morrissey sendi síðast frá sér nýtt efni í fyrra þegar hann gaf út plötuna Years of Refusal. Hann er nú ekki samningsbundinn útgáfu- fyrirtæki og óvíst er hvenær plata er væntanleg. Bona Drag endurútgefin NÝTT GAMALT Sex ný gömul lög verða á endurútgáfu Bona Drag með Morrissey. ■ Crazy in Love er fyrsta lagið á fyrstu sólóplötu Beyoncé Knowles. ■ Lagið fór á topp bandaríska Billboard-listans í júlí árið 2003 og einnig á topp breska listans. Þá komst lagið inn á topp tíu lista víða um heim. ■ Lagið hefur fengið frábærar viðtökur hjá tónlistarpressunni og er í þriðja sæti á lista Rolling Stone yfir bestu lög síðasta áratugar. Þá er lagið í fjórða sæti lista indíbiblíunnar Pitchfork yfir 500 bestu lög áratugarins og í fyrsta sæti á sams konar lista NME. ■ Rapperindi Jay-Z í laginu var tekið upp um miðja nótt eftir að honum datt það í hug og þróaði á tíu mínútum. ■ Beyoncé Knowles er lang farsælasta söng- kona stúlknabandsins Destiny‘s Child – sem er ein söluhæsta stúlknasveit allra tíma. ■ Hún gaf síðast út plötuna I Am ... Sasha Fierce sem styrkti stöðu hennar sem ein vinsælasta söngkona heims. TÍMAVÉLIN SÓLÓFERILL BEYONCÉ FER Á FLUG Crazy in Love á toppinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.