Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 56
40 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR G O L F Í d a g h efs t h ið stórskemmtilega Opna breska meistaramót í golfi. Það fer að þessu sinni fram á St. Andrews- vellinum sem er einn frægasti golfvöllur heims. Tiger Woods kann afar vel við sig á þessum velli enda hefur hann unnið þar í tvígang með stæl. Hann mætir þó til leiks með annan pútter en hann vann mótið með í síðustu tvö skiptin. Tiger hefur spilað með þeim pútter í 11 ár og unnið 13 risamót með pútternum. „Ég hef verið í vandræðum með að pútta á hægum flötum og ákvað því að gera þessa breytingu. Hún hefur gengið ágætlega,“ sagði Tiger um þessa áhugaverðu breytingu. Breskir fjölmiðlar hafa reynt að þjarma að honum vegna einkalífsins en Tiger hefur ekkert viljað tala um það. Mættur til þess að spila golf en ekki tala um einkalífið „Ég er ekki kominn til þess að ræða mitt einkalíf. Ég er mættur til þess að spila á gamla vellinum á St. Andrews, heimavelli golfsins. Það verður ekki betra og ég þrái ekkert meira en að vinna þetta mót. Að vinna á þessum velli er einn af hápunktum míns ferils. Að vera hluti af frábærri sögu þessa vallar er góð tilfinning.“ St. Andrews-völlurinn er bæði frægur og umdeildur. Sumir kalla hann meistaraverk, aðrir eru á því að bilaðir menn hafi búið hann til og hreinlega hata völlinn. Tiger Woods segir að þetta sé sinn uppáhaldsvöllur og Phil Mickelson vill halda Opna breska á þessum velli á hverju ári. Lee Westwood segir aftur á móti að hann sé ekki á meðal 100 bestu vallanna í Bretlandi. Það er búið að spila golf á þessu landsvæði síðan á 12. öld en af alvöru frá 1552. Upprunalega var völlurinn 22 holur en árið 1764 var búið að breyta honum í 18 holu völl. „Þetta er æðislegur golfvöllur. Það þurfti algjöran snilling til þess að hanna þennan frábæra völl,“ sagði Tiger Woods sem eðlilega kann vel við völlinn. „Þetta er andlegur staður og yndislegur völlur. Maður verður tilfinninganæmur er maður mætir út á þennan völl því maður veit að á þessum velli byrjaði golfið. Jack Nicklaus sagði að maður yrði aldrei sáttur við ferilinn fyrr en maður væri búinn að vinna hérna. Ég held að allir kylfingar séu sammála því,“ sagði Phil Mickelson. Þeir sem gagnrýna völlinn hvað harðast benda á að Gamla konan, eins og völlurinn er gjarnan kallaður, treysti of mikið á vindinn til þess að vernda orðspor vallarins. Þarna er yfirleitt vindasamt og því þurfa kylfingar stöðugt að breyta um taktík á vellinum. Jafnvel oft á hverjum hring. Svo má reyndar ekki gleyma því að á vellinum eru 112 djúpar sandgryfjur. „Það er afar snúið að spila þarna. Ef það er logn þá gæti maður líklega spilað á 65 höggum. En ef það er vindur eins og oftast þá gæti efsti maður verið að spila á 80 höggum. Það er ótrúlegt hverju vindurinn getur breytt,“ sagði Tiger. „Maður þarf líka að taka mörg mjög löng pútt á þessum velli. Það er ekkert alltaf auðvelt að ná tvípútti. Það er hægt að komast inn á 18 flatir en samt koma út á lélegu skori. Það er snilldin við það hvernig þessi golfvöllur er hannaður. Hann stendur tímans tönn. Kylfingar slá lengra, búnaðurinn verður sífellt betri en völlurinn verður alltaf jafn erfiður,“ bætti Tiger Woods við. Mótið er sýnt beint á Skjá einum í opinni dagskrá. Nánari umfjöllun um mótið má finna á golfsíðu Fréttablaðsins sem er á næstu opnu. henry@frettabladid.is Tiger stefnir á sögulegan sigur Tiger Woods getur um helgina orðið fyrsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Opna breska meistaramótið í golfi í þrígang á hinum heimsfræga St. Andrews-velli. Tiger hefur unnið í bæði skiptin sem hann hefur keppt þar. Öll umræða um mótið er í kringum Tiger sem mætir til leiks með nýjan pútter. © GRAPHIC NEWS Magnaður Tiger Woods vann ótrúlegan átta högga sigur og fór alla fjóra hringina á undir 70 höggum. Hann er aðeins þriðji meistarinn sem nær þeim árangri. 2001 David Duval USA 274 (-10) Royal Lytham & St. Annes 2002 Ernie Els S-Afríka 278 (-6) Eftir umspil Muirfield 2003 Ben Curtis USA 283 (-1) Royal St. Georges 2004 Todd Hamilton USA 274 (-10) Eftir umspil Royal Troon 2005 Tiger Woods USA 274 (-14) St. Andrews 2006 Tiger Woods USA 270 (-18) Royal Liverpool 2007 Padraig Harrington ÍRL 277 (-7) Eftir umspil Carnoustie 2008 Padraig Harrington ÍRL 283 (+3) Royal Birkdale 2009 Stewart Cink USA 278 (-2) Eftir umspil Turnberry 2010 Woods snýr aftur á St. Andrews Woods hefur unnið í bæði skiptin sem hann hefur keppt á St. Andrews. Með sigri um helgina verður hann fyrsti kylfingurinn sem nær þrennu á „heimavelli golfsins“. Tvöfaldir sigurvegarar á St. Andrews Tiger Woods USA 2000 2005 Jack Nicklaus USA 1970 1978 James Braid SKO 1905 1910 John H. Taylor ENG 1895 1900 Bob Martin SKO 1876 1885 Heimildir: Opna breska meistaramótið Myndir: Getty Images 2000 Tiger Woods USA 269 (-19) St. Andrews Flottur Duval Frábær lokahringur á fjórum undir pari ásamt hringjum upp á 69 og 65 tryggðu Duval sigur á 130. Opna breska mótinu. Alvöru umspil Els, Levet, Elkington og Appleby fóru fyrstir allra í fjögurra manna umspil. Els tryggði sér sigur með frábæru pútti. Vann í fyrstu tilraun Curtis vann eftir baráttu við Woods, Singh og Björn. Þetta var í fyrsta sinn sem kylfingur vinnur mótið í fyrstu tilraun síðan Tom Watson gerði það 1975. Óvæntur sigurvegari Hamilton fór í lokahollið með Ernie Els og hafði betur eftir æsispennandi hring. Sigurinn var innsiglaður með stuttu pútti. Sögulegt mót Tiger í sínu allra besta formi og leiðir frá upphafi til enda. Frammistaða hans skyggði á þá staðreynd að Jack Nicklaus tók þátt í síðasta skipti á Opna breska. Þrefaldur Tiger Tiger náði forystunni á öðrum hring. Hélt Els, DiMarco og Furyk fyrir aftan sig og vann í þriðja skipti á Opna breska – hans ellefti risatitill. Mót Evrópumannanna Harrington átti eitt högg á Garcia fyrir lokaholuna. Klúðraði holunni og endaði á sex höggum. Kom til baka í umspilinu og vann. Tvöfaldur Íri Harrington verður sextándi kylfingurinn sem nær þeim árangri að vinna tvö ár í röð á Opna breska. Vann með fjórum höggum og fékk örn á 17. Óvæntur sigur hjá Cink Cink vinnur sitt fyrsta risamót eftir umspil við gömlu kempuna Tom Watson sem missti pútt á 18. holu. Watson var bensínlaus í umspilinu. Skorkort Tigers Hringur 1 2 3 4 Samtals 2005 66 67 71 70 274 (-14) 2000 67 66 67 69 269 (-19) Síðustu tíu meistarar á Opna breska meistaramótinu GOLF Englendingurinn Justin Rose mun spila í áhugaverðasta hollinu á Opna breska meistara- mótinu í dag en hann spilar með þeim Tiger Woods og Kólumbíumanninum Camilo Villegas. Rose hefur tröllatrú á breskum og írskum golfurum sem hann segir það góða að þeir gætu keppt í Ryder-bikarnum án aðstoðar annarra Evrópumanna. Alls eru átta breskir og írskir kylfingar á topp 20 á heimslistanum. „Við munum veita Bandaríkja- mönnunum keppni. Við höfum alltaf átt einn eða tvo frábæra kylfinga en nú eru þeir miklu fleiri,“ sagði Rose en Bandaríkjamenn hafa oftar en ekki verið sigursælir á Opna breska meistaramótinu. „Ég býst við okkur á meðal efstu manna og að minnsta kosti einum okkar alveg við toppinn.“ - hbg Englendingurinn Justin Rose: Hefur trú á heimamönnum ROK Rose er hér við æfingar í erfiðu veðri á St. Andrews. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Dagur Sigurðsson er hættur sem landsliðsþjálfari austurríska landsliðsins og mun nú einbeita sér að fullu að þjálfa þýska liðið Füchse Berlin. Dagur tók við landsliðinu í febrúar 2008 og undir hans stjórn náði Austur- ríki sínum besta árangri frá upp- hafi þegar liðið endaði í 9. sæti á EM 2010. „Þetta var ekki erfið ákvörðun því hún var eiginlega óumflýjan- leg. Þetta var ekkert drama. Ég kannaði hvort að það væri ein- hver grundvöllur fyrir samstarfi og var ágætis vilji fyrir því. Þegar upp var staðið þá náðum við ekki saman og því fór sem fór,“ sagði Dagur Sigurðsson en hann hefur verið í viðræðum síðan í apríl. „Þetta er búið að vera mjög gaman og ég geng stoltur frá þessu. Þeir eiga alla möguleika til þess að halda sér á floti. Þeir eru að fara inn í skemmtilegan riðil í undankeppni EM og svo inn á HM. Þeir ættu að geta fengið góðan mann til að taka við,“ segir Dagur en hann hefur ekki hugmynd um hver tekur við af honum. „Ég sá fyrir mér að ég gæti hreyft svolítið við þessu og það hefur alveg tekist. Svo er bara stöngin inn og stöngin út hvort það verði alvöru árangur eða ekki. Við vorum heppnir með það á Evrópu- mótinu að það datt með okkur,“ segir Dagur en auk frábærs árang- urs á EM þá skilaði hann liðinu inn á HM í Svíþjóð en þetta er fyrsta heimsmeistarakeppni austurríska landsliðsins síðan 1993. „Það er mjög gaman að því að hafa skilað liðinu inn á HM. Það hefðu flestir búist við því að ég myndi hætta strax en ég hafði mjög gaman af því að taka að mér þetta aukaverkefni og hjálpa þeim svo að þeir þyrftu ekki að ráða mann strax undir pressu. Það var líka gott fyrir liðið að það væru engar hræringar fyrir þá leiki. Nú hafa þeir fínan tíma til að finna góðan mann,“ segir Dagur. Austur- ríki mætir Íslandi bæði á HM og í næstu undankeppni EM en það eru þó ekki Íslandsleikirnir sem hann sér mest eftir að missa af. „Sárasti parturinn af þessu er að missa af því að spila á móti Japan. Ég hefði haft rosalega gaman af því þar sem gamli þjálfarinn minn í Japan er orðinn landsliðsþjálfari Japana og kom þeim inn á HM. Það hefði verið virkilega gaman fyrir mig persónulega að mæta þeim. Það er það sárasta því ég er búinn með Íslandspakkann,“ segir Dagur. Hann segist alveg geta hugsað sér að verða aftur lands- liðsþjálfari en nú hafi hann nóg að gera við að undirbúa Füchse Berl- in fyrir komandi tímabil. - óój Dagur Sigurðsson hættur með austurríska landsliðið í handbolta eftir farsælt tveggja og hálfs árs starf: Sárast að missa af Japansleiknum á HM DAGUR SIGURÐSSON Austurríki vann Þýskaland, Slóveníu, Úkraínu, Rússland og Serbíu undir hans stjórn. MYND/DIENER GOLF Opnunaratriði Opna breska meistaramótsins var aflýst vegna aftakaveðurs í gær. Þá áttu fyrrverandi meistarar að keppa í fjögurra holu móti. Það var bæði rok og rigning í Skotlandi í gær eða hreinlega skítaveður eins og það kallast á íslensku. Skipuleggjendur sáu því ekki fram á að geta haldið mót meistaranna með neinni reisn. Þrátt fyrir leiðindaveðrið í gær fóru keppendur aðalmótsins út á völl í gær og æfðu sig. Það gekk misvel hjá mönnum enda aðstæður nánast glórulausar. Engu að síður er stefnt að því að spila í dag þó svo spáð sé áframhaldandi roki og rigningu en það á að rigna alla keppnisdagana. Þetta gæti því orðið skrautlegt og afar áhugavert mót. - hbg Veðrið setur strik í reikninginn: Skítaveður í Skotlandi VANDRÆÐI Daninn Thomas Björn gat vart haldið á regnhlífinni sinni í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.