Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 10
10 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR MENNTUN Álftanesskóli fer gegn jafnréttislögum með því að bjóða nemendum í áttunda, níunda og tíunda bekk upp á „stelpuval“ og „strákaval“ sem valgreinar. Jafnréttisstofu hafa borist erindi vegna málsins. Það staðfestir Tryggvi Hallgrímsson, sérfræð- ingur hjá Jafnréttisstofu. Hann segir standa í lögunum að kennsla og námsgögn skuli vera þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mis- munað. Samkvæmt upplýsingabæklingi sem er á heimasíðu skólans er farið yfir helstu áhugamál stelpna í „stelpuvali“. Spáð verði í fatnað, förðun og heilsu meðal annars og förðunarnámskeið haldin. Þá verða slúðurblöð skoðuð og farið á netið til að fylgjast með frægu fólki hér á landi og erlendis. Hjá strákunum er námsefnið helstu úrslit helgarinnar, bílar og bíla- íþróttir og tækni og vísindi. Tryggvi segir að markmiðum jafnréttislaganna skuli meðal annars náð með því að vinna gegn hefðbundnum kynjaímynd- um og neikvæðum staðalímynd- um um hlutverk karla og kvenna. „Þannig að það er klárt að skól- ar almennt geta ekki boðið upp á námskeið sem höfða aðeins til annars hvors kynsins og það er klárlega verið að ýta undir stað- alímyndir kynjanna með náms- greinum sem meðal annars leggja áherslu á að konur kynni sér und- irstöður í förðun og fylgjast með slúðurblöðum og svo framveg- is.“ Jafnréttisstofu hafa áður bor- ist erindi vegna valnámskeiða í grunnskólum og þá hafa breyt- ingar verið gerðar í samræmi við jafnréttislög. Erna I. Pálsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Álftanesskóla, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að heitin á námskeiðunum séu mistök skólans og upptalningin í áföngunum sé komin frá krökkun- um sjálfum. Erna sagði jafnframt að áfangarnir séu ekki kynjaskipt- ir heldur vinni allir saman í hóp. Námskeiðin séu þó sett klaufalega fram. thorunn@frettabladid.is það er klárlega verið að ýta undir stað- alímyndir kynjanna með námsgreinum sem meðal annars leggja áherslu á að konur kynni sér undirstöður í förðun og fylgjast með slúð- urblöðum TRYGGVI HALLGRÍMSSON SÉRFRÆÐINGUR HJÁ JAFNRÉTTISSTOFU PAMPLONA Árlegu nautahlaupi í Pamplona á Spáni lauk í gær. Þessir menn ætluðu sér ekki að missa af neinu og sváfu á götuhorni í gærmorg- un áður en síðasta hlaupið hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP www.myllan.is Búðu þig undir góðar stundir Kauptu beyglur frá Myllunni Spurðu um beyglur frá Myllunni í versluninni þinni Beyglurnar frá Myllunni eru bragðgóðar og henta við öll tækifæri. Eigðu þær alltaf í frystinum. Spurðu um beyglur í næstu búð. Taktu með þér poka til að eiga núna. Berðu beyglur á borð fyrir gesti eða smyrðu ljúffenga beyglu fyrir svanga krakka. Betri helming- urinn kann líka að meta volga beyglu beint í rúmið. Mundu eftir beyglunum frá Myllunni. Beyglurnar frá Myllunni eru til í þremur gerðum: Fínar beyglur, beyglur með kanil og rúsínum og beyglur með hörfræjum, sesam og birki. Hver annarri betri! Nú fæst 50% meira af beyglum á sama verði og áður. Gríptu með poka af bey glum í búðinni, í dag! Fylgstu með okkur á: Förðun fyrir stelpur og bíl- ar fyrir stráka Í Álftanesskóla er boðið upp á förðun og slúður fyrir stelpur en íþróttir og bíla fyrir stráka. Bannað er að mismuna kynjum samkvæmt jafnréttislögum. Ýtt undir staðalímyndir, segir Jafnréttisstofa. ÁLFTANESSKÓLI Valáfangar í skólanum þar sem boðið er upp á stelpu- og strákaval þykja brot á jafnréttislögum. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir að verið sé að ýta undir staðalímyndir með því hvernig námskeiðin eru fram sett. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nemendum skal ekki mismunað eftir kyni, litarhætti, fötlun eða öðrum þáttum. Áhersla er lögð á að nemendur njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga hvers og eins ... Við leggjum áherslu á eiginleika hvers einstaklings í hópnum fremur en kynja- mun. Rætt verði um staðalmyndir og fordóma og áhrif þeirra á hugmyndir drengja og stúlkna um hlutverk, getu og möguleika í lífinu. Úr jafnréttisstefnu Álftanesskóla FJARÐABYGGÐ Nýr listi yfir umsækjendur um bæjarstjórastól Fjarðabyggðar var birtur 13. júlí síðastliðinn. Meðal umsækjenda eru Ásgeir Magnússon, forstöðumaður á skrifstofu atvinnulífsins á Norður- landi, Ásta G. Hafberg Sigmunds- dóttir, varaformaður Frjálslynda flokksins, Guðmundur Ingi Gunn- laugsson, bæjarstjóri á Hellu, Einar Már Sigurðarson, fyrrver- andi þingmaður og skólastjóri. og Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrver- andi bæjarstjóri í Ölfusi. - sv Bæjarstjóri Fjarðabyggðar: Tuttugu og þrír umsækjendur STANGVEIÐI Tvö holl sem voru að veiðum í vikunni á neðsta svæðinu í Blöndu veiddu samtals 380 laxa á fjórum dögum. Á þessu svæði er veitt á fjórar stangir. Fyrra hollið veiddi um 230 laxa sam- kvæmt veiðibókinni. Í því holli voru meðal annarra Þórarinn Sigþórsson tann- læknir og Bolli Kristinsson kaupmaður, stofnandi fataverslunarinnar Sautján. Hluta af aflanum var sleppt aftur í ána. Hollið á eftir veiddi 150 laxa. Stærsti fiskurinn í því holli mun hafa vegið 17 pund. Höfðu sumir veiðimenn á orði að nú vandaðist málið því frystiplássið á heimili þeirra gæti ekki tekið við öllum þessum afla. - gar Áfram heldur mokveiðin á neðsta svæðinu í Blöndu: Tvo holl lönduðu 380 löxum Í BLÖNDU Þórarinn Sigþórsson gerir það enn gott í Blöndu. BRETLAND Breska lögreglumann- inum David Rathband, sem morð- inginn Raoul Moat skaut í andlit- ið með haglabyssu, hefur verið sagt að hann hafi misst sjón á báðum augum og verði blindur upp frá þessu. Rathband, sem er 42 ára gamall, var einn á eftir- litsferð í lögreglubíl þegar hann rakst á Moat sem hafði þá þegar sagst myndu myrða alla þá lögreglu- þjóna sem hann næði til. Moat var vopnaður tvíhleyptri afsagaðri haglabyssu en Rathband var óvopnaður. Rathband segir að hann hafi séð Moat koma hlaupandi að bíl sínum og miða á sig hagla- byssunni. Þeir hafi horfst í augu andartak og hann hafi ekki séð neitt. Engan vott um tilfinningar. Það var það síðasta sem lögregluþjónn- inn sá um ævina því Moat skaut á hann úr báðum hlaupum byssunnar. Annað skotið lenti í andliti hans en hitt í öxl. Þegar Moat var farinn tókst Rathband að kalla á hjálp um talstöð sína. Auk Rathbands skaut Moat og særði fyrrver- andi kærustu sína og barnsmóður og myrti nýjan kær- asta hennar. Eftir vikulanga eftirför lauk þessu öllu með því að Moat skaut sjálfan sig í höfuðið eftir að lög- reglan hafði króað hann af. Lögreglumaðurinn sem varð fyrir árás Raoul Moat: Læknar segja blind- una varanlega RAOUL MOAT EMBÆTTI Ásta Sigrún Helgadótt- ir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, og Run- ólfur Ágústsson,fyrrverandi rekt- or, eru meðal níu umsækjenda um nýtt embætti umboðsmanns skuldara. Starfsemin hefst 1. ágúst og tekur meðal annars yfir störf Ráðgjafarstofunnar. Aðrir umsækjendur eru Guð- mundur Ásgeirsson, Guðrún Hulda Aðils Eyþórsdóttir, Guð- rún Jóhannsdóttir, Hallgrímur Þ. Gunnþórsson, Hólmsteinn A. Brekkan, Ólöf Dagný Thoraren- sen og Sif Jónsdóttir. - pg Umboðsmaður skuldara: Níu sóttu um Kettir gangi ekki lausir Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, vill að lausaganga katta verði bönnuð í bænum líkt og gildir um hunda. Verið er að setja saman nýjar reglur um kattahald í Kópavogi. KÓPAVOGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.