Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 15. júlí 2010 21 Um daginn skrifaði Ásgrímur Angantýsson óvenju yfirvegaða grein um íslenskt mál í Fréttablaðið. Ekki stóð á að Þorgrímur Gestsson svaraði honum og Ásgrímur svar- aði honum o.s.frv. Slíkt orðaskak um íslenskt mál er ekki óalgengt. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur umræða um málfar verið áberandi í fjölmiðlum og oftast einkennst af hneykslun á vondu og röngu máli annarra. Andstæðir kraftar takast í sífellu á um tungumálið. Er þar ýmist um að ræða utanaðkomandi öfl eins og áhrif aðsópsmikillar erlendrar tungu eða togstreitu innan tungunn- ar sjálfrar. Í fyrra sambandinu var í mínu ungdæmi aðallega barist við að kveða niður tökuorð úr dönsku og tókst það býsna vel þannig að unga fólkið núna kannast ekki við mörg orð sem voru algeng í daglegu tali fyrir nokkrum áratugum og kann sumum að þykja eftirsjá í þeim. Þar hefur þjóðræknin farið með sigur- orð. Nú á dögum óttast málvöndun- armenn helst ensk áhrif í orðaforða og setningargerð og skal engan undra þar sem veigamiklir hlutar skemmtanaiðnaðar nútímans fara fram á ensku. Innan íslenska málkerfisins sjálfs er flámælið ádeiluatriði sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku. Þetta sérhljóðabrengl varðar svo mikinn orðaforða og veldur svo miklum ruglingi að ég gæti best trúað að hann hefði jafnað sig sjálf- ur þótt enginn málvöndunarmað- ur hefði mótmælt honum. Það virð- ist reyndar sífellt vera þrýstingur á meiri opnun sérhljóða og undan- farið virðist hann þrýsta e niður í a þannig að „ekki“ verður til dæmis að „akki“. Einn meginkraftur tungumáls- ins miðar að einföldun þess. Óper- sónulegar sagnir hafa lengi verið mönnum erfiðar. Sumar þeirra hafa frumlagsígildi í þolfalli og aðrar í þágufalli. Þannig segjum við „mig langar til“ en „mér líður vel“. Hafa margir tilhneigingu til að samræma þetta og nota þágufall með þeim öllum og gefa þannig málvöndun- armönnum sífellt tilefni til leiðrétt- inga. Ekki bætir úr skák að marg- ir vilja hafa algengar sagnir eins og „hlakka til“ og „kvíða fyrir“ líka ópersónulegar. Meginhluti þjóðar- innar tekur þátt í þessu stríði. Ekki er óalgengt að heyra foreldra leið- rétta börnin sín, „þú átt að segja ég hlakka til“, en segja svo sjálf, „honum hlakkar til“. Þágufallssýk- in virðist alltaf jafn þrálát. Ætli hún sé ólæknandi? Annað eilífðarvandamál er spurn- ingin um eintölu eða fleirtölu. Þar er mönnum tíðrætt um eitt orð, „verð“. Það má ekki nota í fleirtölu þótt auð- velt sé að mynda hana samkvæmt réttum reglum og verðbólga og verð- stríð knýi á um slíka notkun. Ég varð vitni að skoti í hina áttina í þriggja ára afmæli í gær þar sem afmælis- barnið tók í hönd afa síns og sagði, „við ætlum út á svöl“ um leið og hún dró hann út á svalir. Oft er gaman að máli barna sem eru að ná tökum á kerfinu og alhæfa það of mikið til þess að slétta út alla óreglu. Hér er auðvitað alveg sams konar orð og „fjöl, fjalir“ og kannski er hér komið umkvörtunarefni handa málvöndun- armönnum framtíðarinnar. Annar meginkraftur tungumáls- ins miðar að fjölbreytni þess. Þannig leitast menn ávallt við að láta sér detta í hug nýtt orðalag og nýjar samlíkingar um alla skapaða hluti. Oft ganga nýjungar í bylgjum og verða tíska sem allir verða leiðir á að endingu og finna upp á einhverju nýju, jafnvel áður en málvöndun- armenn fá ráðrúm til að amast við þeim. Mig langaði með þessu grein- arkorni að taka undir þá skoðun Ásgríms að í málfarsefnum eins og öllum öðrum efnum sé betra að ræða málin af skilningi heldur en að ganga fram með boð og bönn. Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Vísi. Um málfar Félagi minn lét setja metangas orkugjafa í ameríska pallbíl- inn sinn um daginn. Nú keyrir hann um á grænni orku. Amer- íski pallbíllinn nær allt að 300 km á hleðslunni. Sparnaðurinn er umtalsverður, rúmlega helm- ingi ódýrara er að aka á met- angasi miðað við bensín-orku- gjafann. Ef þú verður metanlaus, ýtir þú á einn takka í mælaborð- inu á bílnum þínum og þú skipt- ir yfir á bensín-orkugjafann eins og ekkert væri. Metan er mengunarlaus orku- gjafi, við brunann verður nánast ekkert eftir af skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið. Félagi minn bauð mér á rúnt- inn. Hann var stoltur þegar hann sagði mér að nú væri hann að keyra á „prumpinu“. Ekki var að heyra annað en að venju- legt vélarhljóð bærist úr vélar- sal pallbílsins. Það tekur ca. 6-7 mánuði að borga fjárfestinguna upp miðað við venjulega notkun heimilisbíls. Því miður eru bara tvær áfyllingarstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu. Auðvitað á að fara í átaksverkefni og koma upp áfyllingarstöðvum hringinn í kringum landið. Hvetja á bíl- eigendur til að metanvæða bíla- flotann. Geta má þess að bíllinn not- ast við metangasið óháð bensín- orkugjafanum og öfugt að sjálf- sögðu. Bílvélin ræsir sig upp á bensínorkugjafanum og er á því eða þar til vélin nær ca 60 gráðu hita. Þá skiptir hann sjálfkrafa yfir á metan, sé hann stilltur þannig. Undirritaður er sannfærður um að metan sé málið. Það er gjaldeyrissparandi, mengar nán- ast ekki neitt og er miklu ódýrari orkugjafi fyrir bíleigendur. Með því að styðja við metannotkun á Íslandi er verið að skapa meiri atvinnu og eftir breytingu er bílinn þinn „grænn“ og nýtur sömu forréttinda og aðrir græn- ir bílar. Undirritaður skorar á stjórn- völd að búa til ábatakerfi fyrir bíleigendur og þá sem sérhæfa sig í ísetningu á slíkum búnaði. Hægt væri t.d. að veita endur- greiðslu á virðisaukaskatti til þeirra sem breyta bílum sínum yfir á metangas. Ef sameiginlegt átak Íslend- inga væri að koma 5% bifreiða landsmanna á metangas næstu 5 ár væri hægt að spara umtalsvert í gjaldeyri fyrir þjóð sem er með gjaldeyrishöft. Geta má þess að talið er að ca. 10.000 evrur spar- ast við hvern bíl sem breytt er í metanorkugjafa á Íslandi. Keyrðu á umhverfisvænni inn- lendri orku, það sparar gjaldeyri, eykur atvinnu, mengar ekki og sparar peninginn fyrir bíleig- andann. Metan í einum grænum! Metan í einum grænum Íslenskt mál Þór Stefánsson skáld og framhaldsskólakennari Innan íslenska málkerfisins sjálfs er flámælið ádeiluatriði sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku. Þetta sér- hljóðabrengl varðar svo mikinn orða- forða og veldur svo miklum ruglingi að ég gæti best trúað að hann hefði jafnað sig sjálfur þótt enginn málvöndunar- maður hefði mótmælt honum. Umhverfismál Sveinbjörn Ragnar Árnason áhugamaður um græna orku Það er800 7000 • siminn.is Netlykill á 0 kr. Þú getur fengið 3G netlykil á 0 kr. gegn sex mánaða bindingu. Netlykilinn geturðu notað í sumarbústaðnum, fellihýsinu eða bara á þjóðveginum, enda veitir hann aðgang að stærsta 3G dreifikerfi landsins. Kynntu þér hagstæðar áskriftarleiðir Símans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.