Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 24
24 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. JACQUES DERRIDA FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1930 „Ég læt það aldrei eftir mér að vera erfiður bara til þess að vera erfiður. Það væri einfaldlega of fáránlegt.“ Jacques Derrida var franskur heimspekingur, fæddur í Alsír. Hann mótaði hugtakið afbygg- ingu sem er túlkunaraðferð í heimspeki, bókmenntarýni og félagsfræði. „Þetta er árstíðabundið blað sem kemur út fjórum sinnum á ári og fær yfirskrift hverrar árstíðar. Núna kemur út Sumar Í boði náttúrunnar. Tímaritið heitir Í boði náttúrunnar en fær alltaf yfirtit- il,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, rit- stjóri nýs tímarits sem kom út í síðustu viku. „Ég er að búa til blað sem teng- ist íslenskri náttúru á einhvern hátt,“ segir Guðbjörg og heldur áfram: „Það getur verið alveg gríðarlega fjölbreytt. Við erum að tala um ferðalög innan- lands, íslenskan þjóðlegan mat, útivist, fjallgöngur og sjósund. Við erum að horfa á íslenska sveit,“ útskýrir Guð- björg sem segir blaðið vera í takt við hið nýja Ísland. „Þetta er lífsstílstíma- rit fyrir þá sem kunna að meta íslenska náttúru.“ Guðbjörg segist ekki vera mikil sveitastelpa. „Þegar ég var tvítug fór ég að vinna á Hótel Búðum og þá uppgötv- aði ég fyrst hvílíka náttúrufegurð við eigum á Íslandi. Skömmu síðar flutti ég til Bandaríkjanna, fór í nám í New York og bjó þar í sjö ár. Þegar maður er búinn að búa erlendis fer maður virkilega að kunna að meta íslenska náttúru.“ Guðbjörg ákvað að hefja tímarita- útgáfu þegar hún var í fæðingarorlofi seint á síðasta ári. „Ég var ekki með neitt sérstakt á takteinunum eftir það og langaði að gera eitthvað rosalega skemmtilegt. Ég var ekki alveg viss hvað það ætti að vera en eina nóttina þegar ég sat uppi í rúmi og var að gefa barninu mínu brjóst þá kviknaði þessi hugmynd.“ Tímaritið heitir Í boði náttúrunn- ar, en hefur Guðbjörg mikinn áhuga á náttúrunni? „Málið er að ég er algjör steypustelpa,“ segir hún glettin. „Ég fór aldrei í sveit, ég fór aldrei í fisk og ég hafði aldrei farið á sveitaball fyrr en ég var þrítug.“ En er ekkert erfitt að gefa út nýtt íslenskt tímarit í dag? „Allir vöruðu mig við því. Ég ákvað bara að láta ekk- ert stoppa mig og sama hvað á gengi þá ætlaði ég að gera þetta. Það er gott að vita af erfiðleikunum og ég vissi að þetta væri mikil vinna en ég ákvað að færa ákveðnar fórnir til að láta þetta gerast. Mér fannst gaman allan tím- ann.“ martaf@frettabladid.is GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR: STOFNAR NÝTT TÍMARIT ÉG ER ALGJÖR STEYPUSTELPA EKKI MIKIL SVEITASTELPA „Ég fór aldrei í sveit, ég fór aldrei í fisk og ég hafði aldrei farið á sveitaball fyrr en ég var þrítug.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Á þessum degi árið 1799 fannst Rósettusteinninn í egypska þorpinu Rosetta, en hann var lykillinn að því að ráða ritmál Egypta, híróglýfur. Áletrunin á steininum er talin vera frá því 196 fyrir Krist en textinn er í þremur útgáfum. Sú fyrsta er rituð með egypskum híróglýfum, önnur á fornegypsku og sú þriðja á forn- grísku. Fundurinn þótti merkilegur þar sem loks var talinn möguleiki á inn- sýn í hin fornu egypsku mál. Fyrsta þýðing á gríska textanum var tilbúin árið 1803 en það var ekki fyrr en 1822 sem tókst loks að þýða egypsku textana. Steinninn hefur verið til sýnis á British Museum síðan 1802. ÞETTA GERÐIST: 15. JÚLÍ 1799 Rósettusteinninn finnst60 ára er í dag 15. júlí Lovísa Hallgrímsdóttir leikskólastjóri og stofnandi Regnbogans í Reykjavík. Lovísa ver afmælisdeginum með fjölskyldu sinni en tekur á móti ætting jum, vinum og samferðafólki í safnaðarheimili Guðríðarkirkju í Grafarholti, sunnudaginn 18. júlí, milli kl. 16.00 og 18.00. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sveinn Karlsson, Vopnafirði, lést að morgni mánudags 12. júlí. Útför verður auglýst síðar. Áslaug Sveinsdóttir Heimir Helgason Karl Sveinsson Sveinn A Sveinsson Sara Jenkins Guðrún Sveinsdóttir Svanur Aðalgeirsson og afabörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Valdimar Sævaldsson lést að heimili sínu Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, að kvöldi fimmtudagsins 8. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fanney Gísla Jónsdóttir synir, tengdadætur, afa og langömmubörn hins látna. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og fal- legar kveðjur vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, Halldórs Hjálmarssonar húsgagna- og innanhúsarkitekts, Grenimel 9. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða sem sinnti honum af mikilli alúð og virðingu. Skafti Þ. Halldórsson Sigríður Hagalínsdóttir Örn Þór Halldórsson Anna Margrét Halldórsdóttir Ragnar Birgisson Erla Rúriksdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður og faðir, bróðir, frændi, sonur og góður vinur okkar, Krzysztof Stanislaw Chwilkowski (Kris), Laxagötu 2, Akureyri, varð bráðkvaddur 12. júlí sl. Minningar- og kveðju- athöfn verður haldin í Kaþólsku kirkjunni við Eyrarlandsveg 26 á Akureyri föstudaginn 16. júlí nk. klukkan 12.00. Eru allir vinir Kris hjartanlega velkomn- ir. Útför fer fram síðar í kyrrþey. Z wielkim zalem zawiadamiamy ze w dniu 12.07 odszedl od Nas nagle Krzysztof Stanislaw Chwilkowski ukochany maz, ojciec, brat, wujek, syn i przyjaciel. Msza pozegnalna odbedzie sie w Katolickim kosci- ele przy ulicy Eyrarlandsvegur 26 w piatek 16.lipca o godzinie 12:00. Lila-Krystyna Chwikowska Slawomir Chwilkowski Malgorzata Anna Ksepko Stefán R. B. Höskuldsson Magdalena Ksepko Baldur S. Svavarsson Damian Stanislaw Ksepko Hrafnhildur G. Björnsdóttir Maria Chwilkowska Eliza Chwilkowska Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Bjarni Björgvinsson Hlíðarvegi 4, Kópavogi lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 16. júlí kl. 15.00. Lára Magnúsdóttir Ingibjörg Árnadóttir Björgvin Bjarnason Guðrún Ósk Birgisdóttir Sigurlaug H. Bjarnadóttir Skúli Baldursson Stefán Pétur Bjarnason og barnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, Lára Böðvarsdóttir, frá Laugarvatni, Barmahlíð 54, Reykjavík, lést mánudaginn 12. júlí á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 15.00. Eggert Hauksson, Ágústa Hauksdóttir, Jónas Ingimundarson, Ása Guðmundsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hilmar Sævar Guðjónsson, Háseylu 1, Njarðvík, lést sunnudaginn 11. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00 Sólbjörg Hilmarsdóttir Ólafur Sævar Magnússon Hilmar Þór Hilmarsson Guðjón Ingi Hilmarsson Ingi Þór Ólafsson Aron Smári Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.