Fréttablaðið - 15.07.2010, Side 10

Fréttablaðið - 15.07.2010, Side 10
10 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR MENNTUN Álftanesskóli fer gegn jafnréttislögum með því að bjóða nemendum í áttunda, níunda og tíunda bekk upp á „stelpuval“ og „strákaval“ sem valgreinar. Jafnréttisstofu hafa borist erindi vegna málsins. Það staðfestir Tryggvi Hallgrímsson, sérfræð- ingur hjá Jafnréttisstofu. Hann segir standa í lögunum að kennsla og námsgögn skuli vera þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mis- munað. Samkvæmt upplýsingabæklingi sem er á heimasíðu skólans er farið yfir helstu áhugamál stelpna í „stelpuvali“. Spáð verði í fatnað, förðun og heilsu meðal annars og förðunarnámskeið haldin. Þá verða slúðurblöð skoðuð og farið á netið til að fylgjast með frægu fólki hér á landi og erlendis. Hjá strákunum er námsefnið helstu úrslit helgarinnar, bílar og bíla- íþróttir og tækni og vísindi. Tryggvi segir að markmiðum jafnréttislaganna skuli meðal annars náð með því að vinna gegn hefðbundnum kynjaímynd- um og neikvæðum staðalímynd- um um hlutverk karla og kvenna. „Þannig að það er klárt að skól- ar almennt geta ekki boðið upp á námskeið sem höfða aðeins til annars hvors kynsins og það er klárlega verið að ýta undir stað- alímyndir kynjanna með náms- greinum sem meðal annars leggja áherslu á að konur kynni sér und- irstöður í förðun og fylgjast með slúðurblöðum og svo framveg- is.“ Jafnréttisstofu hafa áður bor- ist erindi vegna valnámskeiða í grunnskólum og þá hafa breyt- ingar verið gerðar í samræmi við jafnréttislög. Erna I. Pálsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Álftanesskóla, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að heitin á námskeiðunum séu mistök skólans og upptalningin í áföngunum sé komin frá krökkun- um sjálfum. Erna sagði jafnframt að áfangarnir séu ekki kynjaskipt- ir heldur vinni allir saman í hóp. Námskeiðin séu þó sett klaufalega fram. thorunn@frettabladid.is það er klárlega verið að ýta undir stað- alímyndir kynjanna með námsgreinum sem meðal annars leggja áherslu á að konur kynni sér undirstöður í förðun og fylgjast með slúð- urblöðum TRYGGVI HALLGRÍMSSON SÉRFRÆÐINGUR HJÁ JAFNRÉTTISSTOFU PAMPLONA Árlegu nautahlaupi í Pamplona á Spáni lauk í gær. Þessir menn ætluðu sér ekki að missa af neinu og sváfu á götuhorni í gærmorg- un áður en síðasta hlaupið hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP www.myllan.is Búðu þig undir góðar stundir Kauptu beyglur frá Myllunni Spurðu um beyglur frá Myllunni í versluninni þinni Beyglurnar frá Myllunni eru bragðgóðar og henta við öll tækifæri. Eigðu þær alltaf í frystinum. Spurðu um beyglur í næstu búð. Taktu með þér poka til að eiga núna. Berðu beyglur á borð fyrir gesti eða smyrðu ljúffenga beyglu fyrir svanga krakka. Betri helming- urinn kann líka að meta volga beyglu beint í rúmið. Mundu eftir beyglunum frá Myllunni. Beyglurnar frá Myllunni eru til í þremur gerðum: Fínar beyglur, beyglur með kanil og rúsínum og beyglur með hörfræjum, sesam og birki. Hver annarri betri! Nú fæst 50% meira af beyglum á sama verði og áður. Gríptu með poka af bey glum í búðinni, í dag! Fylgstu með okkur á: Förðun fyrir stelpur og bíl- ar fyrir stráka Í Álftanesskóla er boðið upp á förðun og slúður fyrir stelpur en íþróttir og bíla fyrir stráka. Bannað er að mismuna kynjum samkvæmt jafnréttislögum. Ýtt undir staðalímyndir, segir Jafnréttisstofa. ÁLFTANESSKÓLI Valáfangar í skólanum þar sem boðið er upp á stelpu- og strákaval þykja brot á jafnréttislögum. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir að verið sé að ýta undir staðalímyndir með því hvernig námskeiðin eru fram sett. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nemendum skal ekki mismunað eftir kyni, litarhætti, fötlun eða öðrum þáttum. Áhersla er lögð á að nemendur njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga hvers og eins ... Við leggjum áherslu á eiginleika hvers einstaklings í hópnum fremur en kynja- mun. Rætt verði um staðalmyndir og fordóma og áhrif þeirra á hugmyndir drengja og stúlkna um hlutverk, getu og möguleika í lífinu. Úr jafnréttisstefnu Álftanesskóla FJARÐABYGGÐ Nýr listi yfir umsækjendur um bæjarstjórastól Fjarðabyggðar var birtur 13. júlí síðastliðinn. Meðal umsækjenda eru Ásgeir Magnússon, forstöðumaður á skrifstofu atvinnulífsins á Norður- landi, Ásta G. Hafberg Sigmunds- dóttir, varaformaður Frjálslynda flokksins, Guðmundur Ingi Gunn- laugsson, bæjarstjóri á Hellu, Einar Már Sigurðarson, fyrrver- andi þingmaður og skólastjóri. og Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrver- andi bæjarstjóri í Ölfusi. - sv Bæjarstjóri Fjarðabyggðar: Tuttugu og þrír umsækjendur STANGVEIÐI Tvö holl sem voru að veiðum í vikunni á neðsta svæðinu í Blöndu veiddu samtals 380 laxa á fjórum dögum. Á þessu svæði er veitt á fjórar stangir. Fyrra hollið veiddi um 230 laxa sam- kvæmt veiðibókinni. Í því holli voru meðal annarra Þórarinn Sigþórsson tann- læknir og Bolli Kristinsson kaupmaður, stofnandi fataverslunarinnar Sautján. Hluta af aflanum var sleppt aftur í ána. Hollið á eftir veiddi 150 laxa. Stærsti fiskurinn í því holli mun hafa vegið 17 pund. Höfðu sumir veiðimenn á orði að nú vandaðist málið því frystiplássið á heimili þeirra gæti ekki tekið við öllum þessum afla. - gar Áfram heldur mokveiðin á neðsta svæðinu í Blöndu: Tvo holl lönduðu 380 löxum Í BLÖNDU Þórarinn Sigþórsson gerir það enn gott í Blöndu. BRETLAND Breska lögreglumann- inum David Rathband, sem morð- inginn Raoul Moat skaut í andlit- ið með haglabyssu, hefur verið sagt að hann hafi misst sjón á báðum augum og verði blindur upp frá þessu. Rathband, sem er 42 ára gamall, var einn á eftir- litsferð í lögreglubíl þegar hann rakst á Moat sem hafði þá þegar sagst myndu myrða alla þá lögreglu- þjóna sem hann næði til. Moat var vopnaður tvíhleyptri afsagaðri haglabyssu en Rathband var óvopnaður. Rathband segir að hann hafi séð Moat koma hlaupandi að bíl sínum og miða á sig hagla- byssunni. Þeir hafi horfst í augu andartak og hann hafi ekki séð neitt. Engan vott um tilfinningar. Það var það síðasta sem lögregluþjónn- inn sá um ævina því Moat skaut á hann úr báðum hlaupum byssunnar. Annað skotið lenti í andliti hans en hitt í öxl. Þegar Moat var farinn tókst Rathband að kalla á hjálp um talstöð sína. Auk Rathbands skaut Moat og særði fyrrver- andi kærustu sína og barnsmóður og myrti nýjan kær- asta hennar. Eftir vikulanga eftirför lauk þessu öllu með því að Moat skaut sjálfan sig í höfuðið eftir að lög- reglan hafði króað hann af. Lögreglumaðurinn sem varð fyrir árás Raoul Moat: Læknar segja blind- una varanlega RAOUL MOAT EMBÆTTI Ásta Sigrún Helgadótt- ir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, og Run- ólfur Ágústsson,fyrrverandi rekt- or, eru meðal níu umsækjenda um nýtt embætti umboðsmanns skuldara. Starfsemin hefst 1. ágúst og tekur meðal annars yfir störf Ráðgjafarstofunnar. Aðrir umsækjendur eru Guð- mundur Ásgeirsson, Guðrún Hulda Aðils Eyþórsdóttir, Guð- rún Jóhannsdóttir, Hallgrímur Þ. Gunnþórsson, Hólmsteinn A. Brekkan, Ólöf Dagný Thoraren- sen og Sif Jónsdóttir. - pg Umboðsmaður skuldara: Níu sóttu um Kettir gangi ekki lausir Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, vill að lausaganga katta verði bönnuð í bænum líkt og gildir um hunda. Verið er að setja saman nýjar reglur um kattahald í Kópavogi. KÓPAVOGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.