Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2010, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 24.07.2010, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 24. júlí 2010 11 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Í grein í Fréttablaðinu í gær, föstudag, um Björgólf Thor Björgólfsson og fjárfestingar hans er m.a. fjallað um kaup eignar- haldsfélagsins Samson á Lands- bankanum. Þar vísar blaðamaður til þeirra raka stjórnmálamanna að Björgólfsfeðgar kæmu með peninga til landsins. Í greininni er því hins vegar bætt við að „þess í stað“ hafi þeir fengið lán hjá Bún- aðarbankanum fyrir kaupunum. Margsinnis hefur komið fram að greiðslan og lánið voru í fullu samræmi við kaupsamning íslenska ríkisins og Samsonar sem undirritaður var 31. desem- ber 2002. Í þeim samningi setti seljandi, íslenska ríkið, engin skil- yrði um hvar kaupandi gæti tekið lán fyrir hluta kaupanna. Hins vegar var gerð krafa um að eigið fé kaupanda væri ekki lægra en 35%. Samson greiddi fyrir 45,8% hlut sinn í Landsbanka Íslands hf. eins og hér segir: - Í febrúar 2003 greiddu eigend- ur með eigin fé erlendis frá 48,1 milljón bandaríkjadala. - Í apríl 2003 greiddu eigendur 48,3 milljónir bandaríkjadala með láni frá Búnaðarbanka Íslands hf. - Í desember 2003 greiddu eig- endur með eigin fé erlendis frá 42,7 milljónir bandaríkjadala. Heildargreiðslur námu sam- tals 139,0 milljónum bandaríkja- dala, þar af voru 90,8 milljónir fjármagnaðar af eigendum eða 65%. Þær voru greiddar að fullu inn á reikning ríkissjóðs Íslands í Seðlabanka Bandaríkjanna í New York í árslok 2003 og átti þá sér stað fullnaðaruppgjör vegna kaupa Samsonar á hlut ríkisins í Landsbankanum. Lánið í Búnaðar- bankanum var greitt að fullu upp snemma árs 2005, eins og sýnt hefur verið fram á með gögnum. Svo öðru sé haldið til haga, sem sífellt er ranglega farið með í þessu sambandi: Samson tók annað lán í bankanum, sem þá var orð- inn einkabankinn Kaupþing, í árs- lok 2005. Björgólfur Thor og faðir hans voru í persónulegum ábyrgð- um fyrir því. Það lán var ógreitt við fall bankanna, en hefur nú verið gert upp sem hluti af skulda- uppgjöri Björgólfs Thors. Eins og þessi upprifjun sýnir fram á, þá fer því afskaplega fjarri að kaupin hafi verið fjár- mögnuð með láni frá Búnaðar- banka og Samson ekki flutt fé til landsins. Nú er tími til kominn að þessi síendurtekna vitleysa hverfi úr fréttaflutningi af málinu. Annað sem nefnt er í grein- inni er að Björgólfur Thor hafi undanfarið verið milli tannanna á fólki vegna „tæplega helmings hlutar hans í Verne Holding“. Fyrir margt löngu kom fram, að Björgólfur Thor á engan helm- ingshlut þarna lengur. Fjárfest- ingarfélag hans, Novator, stofnaði félagið með bandaríska fjárfest- ingarsjóðnum General Catalyst. Sá hlutur þynntist út vegna eign- arhluta lykilstjórnenda og var um mitt ár í fyrra 38%. Í janúar sl. bættist breski góðgerðarsjóðurinn Wellcome Trust í hópinn og varð langstærstur hluthafa og þar með minnkaði hlutur þeirra sem fyrir voru verulega. Vegna mikillar umræðu, jafnvel á sjálfri löggjafarsamkundunni, um að óeðlilegt væri að Björgólf- ur Thor nyti nokkurs konar fyrir- greiðslu í viðskiptum ákvað hann að afsala sér þeim ríkisstyrk sem felst í lögfestingu fjárfestingar- samning um gagnaverið Verne Global, að því er snertir fjárfest- ingarfélag hans. Novator fær því enga fyrirgreiðslu af hálfu ríkis- ins vegna uppbyggingar gagna- versins, sem mun fjárfesta fyrir um 20 milljarða króna hér á landi fram til ársins 2013. Þá lýsti hann því jafnframt yfir að hann myndi ekki auka hlut sinn í félaginu eða taka leiðandi hlutverk við stjórn þess. „Þess í stað …“ Vandamálið sem Besti bank-inn leysir er að borgarsjóð- ur getur ekki tekið lán í Seðla- bankanum. Í reglum Seðlabanka segir að einungis fjármálafyrir- tæki hafi þau forréttindi að eiga viðskipti við Seðlabankann. Þar sem reglurnar hygla fjármála- fyrirtækjum er lausnin sú að borgin stofni fjármálafyrirtæki, Besta bankann, sem hyglar borg- arbúum. Vonandi taka hin sveitar- félögin sig svo saman um að stofna Sveitabankann. Besti bankinn getur tekið lán hjá Seðlabankanum á stýrivöxt- um sem borgarsjóður notar svo til að borga upp dýrari lán borg- arinnar og fyrirtækja hennar. Borgin sparar sér vaxtamuninn að frádregnum kostnaði við rekstur bankans. Samkvæmt ársreikningi Reykja- víkurborgar 2009 eru heildar- skuldir borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu um 300 milljarðar. Vaxtalækkun um 1% sparar borg- inni þrjá milljarða á ári. Þrír millj- arðar borga ansi mörg leikskóla- pláss fyrir ísbirni. Besti bankinn Viðskipti Jón Þór Ólafsson stjórnmálafræðingur Viðskipti Björgólfs Thors Björgólfssonar Ragnhildur Sverrisdóttir talsmaður Novators Einkaklúbburinn er einn öflugasti veitinga- og fríðindaklúbbur á Íslandi og var stofnaður árið 1992. Í dag eru þúsundir Einkaklúbbsfélaga um allt land. Skírteini klúbbsins veitir afslátt hjá hundruðum fyrirtækja um allt land. Kynntu þér málið á www.ek.is eða í síma 577-2222 • Tveir fyrir einn tilboð á veitingastöðum • Góður afsláttur af ýmsum vörum og þjónustu • Þú færð afsláttinn strax Hefur þú kynnt þér Einkaklúbbinn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.