Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 28

Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 28
LJÓSMYNDASÝNING undir heitinu Fjársjóður – tuttugu ljós- myndarar frá Eyjafirði 1858-1965 stendur nú yfir í Minjasafninu á Akureyri. Leiðsögn um sýninguna verður í boði á morgun klukkan 14. „Ég hóf störf hér í mars árið 2008 og skömmu síðar héldum við fyrsta Barnadaginn í Viðey. Hann vakti svo mikla lukku að við ákváðum strax að þetta yrði gert að árviss- um viðburði og sú varð raunin. Þetta er auðvitað paradís fyrir börnin til að koma og leika sér,“ segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri Viðeyjar, en Barna- dagurinn í eynni verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn á morgun, sunnudaginn 25. júlí. Börn á öllum aldri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Viðey á morgun, þar sem blásið er til skemmtilegrar dagskrár auk alls þess sem Viðey hefur upp á að bjóða. Viðeyjarstofa með sinn fjöl- breytta matseðil verður opin frá klukkan 11.30 til 17, en einnig lofa aðstandendur barnadagsins grill- uðum pylsum á barnalegu verði í tilefni dagsins. Lalli töframað- ur verður á svæðinu og skemmtir börnunum með uppblásnum furðu- dýrum og fleiru, auk þess sem hann sýnir töfrabrögð við Viðeyj- arstofu klukkan 13.30. Klukkan 15 munu svo þeir Gunni og Felix syngja og sprella fyrir börnin eins og þeim einum er lagið. Þá er barnamessan fastur liður á Barna- deginum, og er það séra Þorvaldur Víðisson í Dómkirkjunni sem sér um hana. „Á síðasta ári var troð- fullt út úr dyrum í barnamess- unni. Hann Þorvaldur býr yfir svo ótrúlega fallegri og kærleikslíkri nálgun að börnin verða hreinlega dolfallin,“ segir Guðlaug. Hún segir börnin vera sína eftir- lætisgesti í Viðey því þau njóti sín svo vel og hlakki mikið til heimsókn- anna. „Enda er hér svo ótalmargt sem þau komast ekki í dagsdaglega. Til að mynda hafa þau mjög gaman af því að leika sér í fjörunni, finna steina, kuðunga, krossfiska og alls kyns furðuskepnur, og því tilvalið fyrir foreldra að koma við í búð og grípa með lítinn háf eða sigti til að fullkomna fjöruferðina. Það er svo margt sem þarf að rannsaka til hlít- ar,“ segir Guðlaug. Fyrsta ferð frá Skarfabakka er klukkan 11.15 á morgun og svo er siglt á klukkustundar fresti til klukkan 18.30. Dagskrá Barnadags- ins er að finna á videy.com. kjartan@frettabladid.is Algjör paradís fyrir börn Öll börn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á þriðja Barnadeginum í Viðey sem haldinn verður hátíð- legur á morgun. Leyndardómar fjörunnar, skemmtiatriði og barnamessa eru meðal þess sem freistar. Börn geta fundið sér ýmislegt skemmtilegt að gera í Viðey. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri Viðeyjar, segir börnin vera sína eftirlætisgesti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Salsaveisla verður haldin á Hljómalindarreitnum í dag frá klukkan 12.00 til 18.00. Suður-amerísk tónlist mun hljóma í dag á Hljómalindarreitnum þar sem salsaveisla verður haldin frá klukkan 12.00 til 18.00. Allir geta prófað dansa eins og bachata, merengue, salsa og tangó. Það eru Veraldarvinir sem standa fyrir veislunni. Boðið verður upp á suður-amer- ískan mat, leikir verða fyrir börn- in og útimarkaður með alls konar hönnun. Nánari upplýsingar á wf.is - eö Allir dansa salsa Hægt verður að dansa tangó og fleiri suður-ameríska dansa. Laugardagur dregur nafn sitt af því að eitt sinn tíðkaðist að fólk laugaði sig, það er færi í bað, á þessum degi. is.wikipedia.org 6 dagar í golfi , fl ug, hótel, rúta Verð 98.900 kr. Í RIGA Einn besti golfvöllur í N-Evrópu RIGA á frábæru verði í beinu fl ugi frá Kefl avík Forn borg menningar og lista við Eistra saltið. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Flug með skatti 32.990. kr. Brottför til Riga í Lettlandi: 16.-24. ágúst Flug og hótel, rúta, fararstjóri 64.900 kr. per mann. Flug og hótel, rúta, fararstjóri 63.900 kr. per mann. 4 sæti laus 17.-22. ágúst Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.