Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 2
2 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
Khat er planta sem er upprunnin í
Norðaustur-Afríku og á Arabíuskaga.
Lauf plöntunnar innihalda örvandi
efni og hafa verið skilgreind sem
fíkniefni víða um heim. Khat-neyt-
endur tyggja laufblöð plöntunnar,
sem hafa takmarkaðan líftíma eftir
tínslu. Notkun efnisins hefur að
mestu verið bundin við þau svæði
þar sem plantan vex, en með betri
samgöngum hefur neysla khats
færst í aukana á Vesturlöndum.
Einar, eruð þið ekki úti að
aka?
„Nei, við erum ekki úti að aka, við
erum í strætó.“
Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi er
formaður menningar- og ferðamálaráðs
og í stjórn Strætó bs. Frítt verður í strætó
á menningarnótt á laugardag.
SKOTLAND Meira en fimmtíu bál-
reiðir mótmælendur komu í veg
fyrir að færeyskir sjómenn gætu
landað makrílafla í bænum Peter-
head í Skotlandi í fyrrakvöld.
Seint um kvöldið gáfust Færey-
ingarnir upp og sigldu úr höfn.
Skoskir sjómenn eru afar
ósáttir við veiðar Færeyinga og
Íslendinga á makríl þrátt fyrir að
ekki hafi tekist samkomulag um
skiptingu heildarafla úr stofn-
inum. Bæði norsk stjórnvöld og
ráðamenn í Evrópusambandinu
hafa gagnrýnt þessar veiðar. - gb
Harka hleypur í makríldeilur:
Færeyskt skip
gat ekki landað
DÓMSMÁL Sigurður Einarsson, fyrr-
verandi stjórnarformaður Kaup-
þings, kom til landsins í gær, en
hann hefur verið eftirlýstur í þrjá
mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður
Sigurðar, staðfestir að hann verði
yfirheyrður hjá Sérstökum sak-
sóknara í dag.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari vegna bankahrunsins,
segir að alþjóðleg handtökuskipun
sem Interpol gaf út á hendur Sig-
urði að ósk Sérstaks saksóknara
hafi verið felld úr gildi.
Hvorki Ólafur né Gestur vildu
tjá sig um hvort samkomulag hafi
verið gert við Sigurð um heimkom-
una. Niðurfelling handtökubeiðn-
innar, og sú staðreynd að Sigurður
var ekki handtekinn strax við kom-
una til landsins, benda þó til þess
að einhvers konar samkomulag hafi
náðst, samkvæmt heimildarmönn-
um Fréttablaðsins.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu fljótlega eftir að handtökuskip-
unin var gefin út, sagðist Sigurður
viljugur til að mæta í yfirheyrslur
gegn því skilyrði að hann yrði ekki
handtekinn.
Spurður hvort þriggja mánaða
töf á því að hægt væri að yfirheyra
Sigurð hafi skaðað eða tafið rann-
sókn á meintum brotum í starfsemi
Kaupþings sagði Ólafur að ágætur
framgangur hafi orðið í rannsókn-
inni. Þó að ekki takist að fram-
kvæma einn þátt rannsóknarinnar
eins hratt og hugsast gæti sé hægt
að vinna að öðrum þáttum máls-
ins.
Haft var eftir Ólafi í Fréttablað-
inu fyrir viku að nýjar upplýsing-
ar hefðu komið fram í rannsókn-
inni á Kaupþingi. Málið væri orðið
stærra og flóknara en áður hafi
verið talið.
Interpol gaf út alþjóðlega hand-
tökuskipun á hendur Sigurði 11. maí
síðastliðinn að beiðni embættis sér-
staks saksóknara. Þá hafði Sigurð-
ur hundsað óskir saksóknara um að
koma sjálfviljugur til lands-
ins til yfirheyrslu.
Þrátt fyrir hand-
tökuskipunina töldu
bresk löggæsluyf-
irvöld sig ekki hafa
heimild til að hand-
taka Sigurð á grund-
velli hennar. Var
vísað til þess að
Ísland hefði ekki
fullgilt Evrópu-
samning um hand-
töku og fram-
sal grunaðra og
dæmdra manna.
Þrír af æðstu stjórnendum Kaup-
þings voru handteknir í byrjun
maí vegna rannsóknar á meintum
brotum þeirra. Þeir voru hneppt-
ir í gæsluvarðhald, og eftir að því
lauk voru þeir auk fjórða manns
úrskurðaðir í farbann, sem nú er
runnið út. Til stóð að yfirheyra Sig-
urð um svipað leyti,
en hann kom
ekki til yfir-
heyrslu.
brjann@
frettabladid.is
Verður yfirheyrður
hjá saksóknara í dag
Sigurður Einarsson er kominn til landsins og stefnt er á að yfirheyra hann hjá
embætti sérstaks saksóknara í dag. Handtökuskipun Interpol hefur verið felld
úr gildi. Ágætur framgangur á rannsókn á Kaupþingsmálum segir saksóknari.
HANDTÖKUSKIP-
UN Alþjóðalög-
reglan Interpol
gaf út alþjóðlega
handtökuskipun
á hendur Sigurði
Einarssyni 11.
maí. Hún hefur nú
verið felld úr gildi.
KOMINN TIL LANDSINS Sigurður Einarsson er kominn til Íslands og er væntanlegur í
yfirheyrslur hjá Sérstökum saksóknara í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILBRIGÐISMÁL Ríkisstjórnin hefur
samþykkt tillögu um níu milljóna
króna framlag til rannsóknar á
áhrifum eldgossins í Eyjafjalla-
jökli á heilsu manna og dýra.
Óskað var eftir framlaginu
vegna vinnu við gagnasöfnun á
gossvæðinu sem fram á að fara
í haust, áður en gögn kunna að
glatast.
Heilbrigðisráðherra skipaði í
sumar stýrihóp sem vinna á vís-
indarannsókn á heilsufarsleg-
um áhrifum eldgossins til langs
tíma. Guðrún Pétursdóttir, for-
stöðumaður Stofnunar Sæmundar
fróða, er formaður hópsins. - jss
Áhrif eldgoss á menn og dýr:
Ríkisstjórn veit-
ir níu milljónir
til rannsókna
KJARAMÁL Ekki náðist árang-
ur á kjarafundi Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna (LSS) og launanefndar
sveitarfélaganna í gær. Valdimar
Leó Friðriksson, framkvæmda-
stjóri LSS, segir málið nú liggja
allt hjá launanefndinni og fund-
urinn í gær hafi verið bakslag í
kjaradeiluna.
Finnur Hilmarsson, varafor-
maður LSS, segir öryggismál á
menningarnótt nú vera í uppnámi
sökum yfirvinnubannsins sem er
í gildi. „Bráðaþjónustunni verður
einungis sinnt úr Skógarhlíðinni.
Og það er með tilliti til seinkana,“
segir Finnur. - sv
Kjaradeila slökkviliðsmanna:
Fundurinn var
mikið bakslag
LÖGREGLUMÁL Tollgæsla og lögregla
hafa lagt hald á 37 kíló af fíkniefn-
inu khat, sem er upprunnið í Norð-
austur-Afríku. Þetta er í fyrsta
skipti sem yfirvöld á Íslandi hafa
fundið þetta fíkniefni. Talið er að
efnið hafi átt að fara til Kanada.
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli
stöðvuðu rúmlega fertugan karl-
mann frá Litháen við komu hans til
landsins þann 10. ágúst síðastliðinn.
Í fórum hans fundu þeir 24 kíló af
fíkniefninu khat.
Í framhaldinu handtók lögreglan
á Suðurnesjum breskan karlmann á
sextugsaldri á gistiheimili í Kefla-
vík. Hann er talinn hafa verið sam-
ferðamaður Litháans. Í fórum hans
fundust þrettán kíló til viðbótar af
khat.
Mennirnir voru úrskurðaðir í
gæsluvarðhald 11. ágúst, og rennur
varðhaldið út á morgun.
Samkvæmt tilkynningu frá lög-
Tollverðir og lögreglan á Suðurnesjum lögðu hald á um 37 kíló af fíkniefninu khat:
Telja efnið hafa átt að fara til Kanada
Örvandi laufblöð
reglu og tollstjóra hefur rannsókn
leitt í ljós að allar líkur séu á því að
senda hafi átt efnið til Kanada, og
það hafi ekki verið ætlað til dreif-
ingar á Íslandi. Rannsókn leiddi
einnig í ljós að Bretinn kom hing-
að til lands í byrjun ágúst ásamt
öðrum Breta. Talið er að þeir hafi
sent fjórar sendingar af khat til
Kanada, en óvíst er hversu mikið
magn þeir sendu. Mennirnir eru
ekki taldir hafa átt sér samstarfs-
menn á Íslandi.
- bj
FÓLK Haraldur Noregskonungur
heimsótti íslenska sýningarsvæð-
ið á sýningunni Nor-Fishing, sem
stendur nú yfir í Þrándheimi.
Haraldur setti sýninguna við
hátíðlega athöfn í gær, en þetta
er í 50. skipti sem hún fer fram.
Íslandsstofa skipulagði íslenskan
bás þar sem sjö fyrirtæki kynna
vörur sínar og þjónustu. Þá eru
nokkur önnur íslensk fyrirtæki
með umboðsaðilum sínum á sýn-
ingunni.
Íslenski básinn var einn af fáum
sem konungurinn heimsótti. Í
básnum ræddi hann um fyrirtæk-
in sem þar kynna og nýafstaðna
veiðiferð sína til Íslands. - þeb
Íslendingar á fiskisýningu:
Fengu konung-
lega heimsókn
ÍSLENSKI BÁSINN Haraldur heimsótti
íslenska básinn ásamt fylgdarliði sínu
eftir að hann hafði sett sýninguna.
MYND/ÍSLANDSSTOFA
SKATTAR Ríflega sautján prósent
á námsbækur mun bæði draga úr
bóksölu og leiða til aukins brott-
falls úr námi, segir Jens Fjalar
Skaptason, formaður stúdenta-
ráðs HÍ, í opnu bréfi sem hann
hefur ritað fjármálaráðherra til að
vara við hugmyndum um hækkun
virðisaukaskatts á bækur.
„Þrátt fyrir að LÍN láni fyrir
kaupum á námsbókum er sú upp-
hæð nú þegar algerlega úr takti við
verðlag,“ segir Jens. „Fari þetta á
versta veg og af breytingum verð-
ur er að minnsta kosti nauðsyn-
legt fyrir sjóðinn að hækka lán til
bókakaupa umtalsvert.“ - pg
Skattur á námsbækur:
Stúdentaráð
óttast brottfall
KHAT Plantan er tuggin til að fá
örvandi áhrif, og er neysla á henni
útbreidd víða í Norðaustur-Afríku.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/A
FP
LÖGREGLUFRÉTTIR
Lyfjum stolið úr bílum
Brotist var inn í tvo bíla og eitt íbúð-
arhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í
gær og stolið þaðan lyfjum. Sam-
kvæmt lögreglu er mjög líklegt að
meðal lyfjanna hafi verið rítalín.
STJÓRNSÝSLA Hjörleifur Kvaran
heldur forstjóralaunum hjá Orku-
veitu Reykjavíkur í níu mánuði. Þau
kjör byggjast á ráðningarsamningi
frá í september 2008.
Þetta kemur fram í viðtali við
Hjörleif í Fréttablaðinu í dag.
Hjörleif og Harald Flosa Tryggva-
son, stjórnarformann OR, greindi á
um úttekt Hjörleifs á stöðu fyrir-
tækisins. Haraldur Flosi kveðst
hafa talið nauðsynlegt að fá fram
upplýsingar um „skýrt samhengi
gjaldskrárhækkana og rekstrar
Orkuveitunnar og markvissar til-
lögur um það hvernig sparnaði
verði náð. Það er hlutverk stjórn-
enda að leggja slíka tillögu fyrir
stjórn,“ segir Haraldur Flosi. „Verk-
efnið er að koma Orkuveitu Reykja-
víkur í það ástand að fyrirtækið sé
greiðsluhæft og gjaldgengt á lána-
mörkuðum. Það þarf að fara að skil-
greina lykilþætti árangurs á þeirri
leið og skoða alla möguleika með
opnum hug.“ - pg / sjá síðu 16
Harald Flosa og Hjörleif greindi á um úttekt Hjörleifs á stöðu Orkuveitunnar:
Fær forstjóralaun í níu mánuði
HARALDUR FLOSI TRYGGVASON Telur
að greining forstjóra Orkuveitunnar hafi
ekki skilað stjórninni nægilega greinar-
góðum upplýsingum um fyrirtækið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
6
7
4
... og rjómi