Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 18
18 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna NEYTENDUR Nokkrir viðskiptavin- ir símafyrirtækisins Alterna hafa sent kvartanir til Neytendastofu vegna loforða um ókeypis síma- þjónustu í mánuð sem ekki var staðið við. Talsmaður fyrirtækis- ins segir sennilegast að um mistök hjá starfsmanni í símaveri hafi verið að ræða. Þá hafi reikning- arnir verið felldir niður og hlutað- eigendur beðnir afsökunar. Alterna bauð nýjum viðskipta- vinum í upphafi sumars upp á til- boð er hljóðaði upp á 200 fríar mínútur á mánuði og notaði sím- hringingar til að kynna tilboðið. „Við nýttum okkur þjónustu hjá símasölufyrirtæki sem heitir Kol ehf. Svo þegar reikningar fóru að berast höfðu nokkrir samband við okkur sem sögðu að þeim hafi verið lofað að fá frían mánuð. Við höfðum samband við símasölu- fyrirtækið og þá kom í ljós að sölumaður þar hafði notað sölu- ræðu þar sem sagði að þetta væri í raun og veru frír mánuður þar sem fæstir notuðu 200 mínútur á mánuði,“ segir Þorsteinn Bald- ur Friðriksson, sölu- og markaðs- stjóri Alterna. Hann segir reikn- inga þeirra einstaklinga sem hefðu kvartað hafa verið fellda niður og hlutaðeigendur beðnir afsökunar og enn fremur að þetta væru ekki aðferðir sem fyrirtæk- ið notaði. Helgi Már Haraldsson, aug- lýsingastjóri Kol ehf., þekkti ekki til málsins en sagði að yfir- leitt þegar svona mál kæmu upp þá hefðu viðskiptavinirnir sem hefðu kvartað einfaldlega ekki verið að hlusta. - mþl Sumir viðskiptavina Alterna telja sig hafa verið narraða í viðskipti: Óánægja með tilboðssímtöl FARSÍMI Verðlagning á símamarkaði hefur löngum verið talin frumskógur. Á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (www.pfs.is)er að finna reiknivél sem á að geta hjálpað fólki að fóta sig þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslendingum bjóðast upplýsingar hjá Evrópsku neytendaaðstoðinni, um rétt þeirra sem neytenda í löndum Evrópu. Neytendasamtökin greina frá þessu á vef sínum. Evrópska neytendaaðstoðin, www.ena.is, býðst til að aðstoða þá sem hafa verið beittir órétti við hversdagsleg viðskipti. Meðal málaflokka neyt- endaaðstoðarinnar eru: ferðaþjónusta, svik, kaup á Netinu og réttarstaða neytenda. Í einni fréttatilkynningunni er kvörtunar- ferli lýst þannig að beri kvörtun kaupanda ekki árangur setji ENA sig í samband við seljanda. Neytendasamtökin íslensku hafa eftir sem áður milligöngu fyrir Íslendinga gagnvart íslenskum seljendum. - kóþ ■ Evrópsk neytendaaðstoð Blaðamaður fór með bilaða Apple-tölvu í viðgerð á verkstæði Epli.is á Lauga- vegi. Tölvuna hafði hann keypt fyrir næstum kvartmilljón á sama stað. Hún var enn í ábyrgð. Á verkstæðinu var honum tilkynnt að hringt yrði í hann eftir tvær til þrjár vikur og hann látinn vita hvað amaði að tölvunni. Nema, var bætt við, þú borgir forgangsgjald upp á 9.475 krónur. Þá verður hringt í þig á morg- un. Blaðamanni lá ósköpin á og gekk að þessu, en hugsaði sitt. Eftir að blaðamaður ítrekaði neyð sína var hringt í hann tveimur dögum seinna. Þá var honum tilkynnt að tölvan væri svo illa farin að hún yrði að fara upp í tryggingafélag. Til að það væri hægt þyrfti bil- unarskýrsla að fylgja frá Epli.is. Sú kostaði um 5.000 krónur. - kóþ ■ Kostar sitt að eiga Apple Útgjöldin > Verð á gallabuxum fyrir fullorðinn Árstímanum þegar skólar hefja störf aftur fylgja oft mikil útgjöld hjá barna- fjölskyldum. Fréttablaðið tók saman hver útgjöld fjölskyldu með barn á leið í fyrsta bekk gætu verið. Mikil útgjöld verða hjá barnafjöl- skyldum þegar skólar hefja störf á haustin. Sýnu mest eru útgjöld- in þegar barnið hefur nám í fyrsta bekk en yfirleitt er hægt að nota einhver gögn, eins og til dæmis skólatösku, í nokkur ár. Frétta- blaðið kannaði hver kostnaður- inn gæti verið hjá fjölskyldu með eitt barn sem er að fara í fyrsta bekk. Það mikilvægasta sem kaupa þarf áður en barnið getur hafið skólagöngu er skólataskan. Gæði og verð á skólatöskum eru mjög mismunandi. Hægt er að finna skólatöskur sem kosta um 3.500 krónur en það er alls ekki óalgengt að sjá töskur sem kosta fimm sinnum það. For- eldrar þurfa að gera upp við sig hve miklu þeir vilja verja í skóla- tösku en mikilvægt er að velja töskuna þannig að hún henti stærð og baki barnsins. Flestir skólar útbúa lista yfir skriffæri og annað dót sem nauð- synlegt er fyrir nemendur að hafa í skólanum. Sé miðað við lista sem birtur er á heimasíðu Grandaskóla er hægt að fullnægja kröfum um skrif- færi, pennaveski og annað nauð- synlegt fyrir tæpar þrjú þúsund krónur með því að versla ódýrt en ekki þarf að láta sér bregða ef kostnaðurinn nálgast sex þúsund krónur. Annar stór útgjaldaliður fyrir margar fjölskyldur á þessum tíma ársins eru hlífðarföt fyrir börnin. Séu úlpa, hlífðarbuxur og stígvél keypt er hægt að komast af með rúmlega 12 þúsund krónur. Slík- ur fatnaður er þó mjög ólíkur að gæðum og það er allt eins hægt að verja mun hærri fjárhæðum í vandaðri fatnað. Heildarútgjöld við upphaf skóla- ársins; skólataska, pennaveski, skriffæri, gögn og hlífðarföt, geta því verið ansi mismunandi eftir því hvernig innkaupum er háttað. Sé ódýr leið farin þarf heildarpakk- inn ekki að kosta mikið meira en 20 þúsund krónur en enginn ætti þó að láta sér koma það á óvart ef útgjöld- in verða nær 50 þúsundum. Dýrustu útgjaldaliðirnir eru skólataskan og hlífðarfatnaður og ráða þeir mestu um hvað heildar- pakkinn kostar. magnusl@frettabladid.is Hægt að sleppa með 19 þús- und krónur í skólainnkaup 2002 2004 2006 2008 2010 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 6.240 kr. 6.574 kr. 9.553 kr. 7.035 kr. 15.076 kr. ■ Þorkell Gunnar Sigurbjörns- son, íþróttafréttamaður á RÚV, kaupir bara svarta sokka. „Ef ég á að nefna eitthvað, þá get ég alveg mælt með því, til að slá vel á vöðvabólgu, að nota kælipoka, en ekki hitapoka. Gerir miklu meira gagn,“ segir Þor- kell Gunnar. „Annars er líka gott húsráð við hvítum sokkum sem verða fljótt skítugir að henda öllum hvítu sokkunum og kaupa bara svarta sokka til að ganga í. Það svínvirkar.“ GOTT HÚSRÁÐ HENDA HVÍTU SOKKUNUM VERSLAÐ FYRIR SKÓLANN Handagangur er í öskjunni í mörgum þeim verslunum sem selja skólabækur og ritföng. Glatt var yfir þeim Hildi Völu og Ebbu Katrínu þar sem þær voru að kaupa bækur sem þær þurfa í Verzlunarskólanum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Bestu kaupin er forláta sjö manna tjald sem ég keypti fyrir fimm árum í 66°Norður á fimmtán þúsund krónur. Ég sá það auglýst á 96 þúsund krónur um daginn,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur. Tjaldið er með miðrými og herbergjum til beggja enda. Hún segir tjaldið hafa verið notað mikið hvert sumar. Þar af hafi hún farið í sjö tjaldferðalög í sumar. „Ég ferðast mikið.“ Verstu kaup Völu er gamaldags ítölsk espressó-kaffivél úr krómi sem hún keypti fyrir fimmtíu þúsund krónur árið 2002. „Vélin var nýkomin á markaðinn og leit vel út þótt hún hefði mátt kosta minna. En þetta var óðagot hjá mér. Vélin hefur aldrei virkað almennilega og hellir upp á vont kaffi. En ég fékk aldrei að skila henni. Þeir í versluninni sögðu að hún ætti að vera svona,“ segir Vala. Kaffivélin hefur ekki verið notuð um árabil. Hún stendur samt enn uppi í eldhúsinu hjá fornleifa- fræðingnum. „Vélin er svo falleg, hún fær að njóta sín þar þótt ég nota hana aldrei,“ segir Vala en í stað þess að súpa kaffi úr dýrri og fallegri vél hefur hún hellt upp á í kaffivél sem hún keypti fyrir níu árum fyrir 4.990 krónur í Fríhöfninni. „Hún virkar fullkomlega.“ Vala segir kaffivélakaupin hafa kennt sér að hlaupa aldrei til og kaupa hluti í óðagoti. Þess í stað hugsi hún sig vel um áður en hún tekur upp veskið. NEYTANDINN: Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur Hefur dýra kaffivél upp á punt Nýtt leikár kynnt á morgun 1 Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Skólatöskurnar fást í verslunum og á þjónustustöðvum N1 FLOTTAR SKÓLATÖSKUR x4 Skólatöskur fyrir stelpur og stráka. Íþróttataska, nestisbox og brúsi fylgja. 3.990 kr. auk 1000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð: 7.990 kr. Punktar gilda fjórfalt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.