Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 62
34 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Á mánudaginn, 23. ágúst, eru liðin hundrað ár frá útkomu fyrstu íslensku hljómplötunnar með íslensku sönglagi, en það var Dalvísur með Pétri A. Jónssyni. Af því tilefni verður efnt til hátíðardagskrár í Norræna húsinu á afmælisdaginn. Hún hefst með skiptimarkaði plötu- safnara í anddyri hússins klukkan 13.15 og stendur fram á kvöld. Á meðal þess sem boðið verður upp á yfir daginn eru tónlistaratriði með Ragga Bjarna, Garð- ari Thor Cortes og Grad- ualekór Langholtskirkju og erindi flutt af Ólafi Þór Þorsteinssyni (fyrsta plat- an og 78 snúninga útgáfan), Jónatani Garðarssyni (45 snúninga plötur og rokkárin 1950-60) og Gunnari Svav- arssyni (33 snúninga plötur og SG). Um kvöldið koma meðlimir úr Þey svo saman í fyrsta skipti í langan tíma og halda tónleika. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sama dag verður opnuð sýn- ing um sögu íslensku plötunnar í anddyri Norræna hússins og verður hún opin til 27. ágúst. Dagskráin í Norræna húsinu er í nafni Hljómplötuklúbbsins Íslensk tónlist og er í raun lofsvert einkaframtak nokkurra ástríðufullra plötu- áhugamanna. Hundrað ára afmæli er stórviðburður og það vekur furðu að hvorki Félag íslenskra hljómplötuframleiðenda né Ríkisút- varpið virðist ætla að sinna þessum tímamótum. Þegar Danir fögnuðu sama áfanga var gefin út vegleg bók og diskur með merkum hljóðrit- unum fylgdi með. Svo metnaðarfull útgáfa er kannski ekki raunhæf á okkar litla markaði á krepputímum, en ef við leiðum hugann að öllum þeim gleðistundum sem íslenskar hljómplötur hafa gefið okkur, þá á platan sannarlega skilið að við hyllum hana á þessum tímamótum. Vonandi verður dagskráin í Norræna húsinu til þess að vekja menn og hvetja þá til dáða. Íslenskar plötur í 100 ár! DALVÍSUR Dalvísur með Pétri A. Jónssyni er fyrsta íslenska hljómplatan. > Plata vikunnar Nóra - Er einhver að hlusta? ★★★ Metnaðarfullar lagasmíðar og útsetn- ingar setja svip á þetta fína byrjenda- verk. -TJ > Í SPILARANUM Orri Harðar - Albúm Ask the Slave - The Order of Things Swords of Chaos - The End Is As Near As Your Teeth Sheryl Crow - 100 Miles From Memphis ASK THE SLAVEORRI HARÐAR Styrktartónleikar verða haldn- ir á skemmtistaðnum Sódómu á fimmtudaginn kemur. Allur ágóði tónleikanna rennur til Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Á tónleikunum koma fram sveitirnar Skálm- öld, Vicky, Dark Harvest, Mögl og Gone Postal. Einnig verður frumsýnd ný hönnunarlína Thors Hammer en það eru meðal annars armbönd, belti og ullarpeysur svo fátt eitt sé nefnt. DJ. Daði mun svo þeyta skífum eftir tónleikana. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína til styrktar málefn- inu en miðinn kostar 1.500 krónur og húsið verður opnað stundvís- lega klukkan 20. Rokkað gegn fátækt DARK HARVEST Er ein af þeim hljómsveitum sem ætla að spila á tónleikunum til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands Ný plata, Teenage dream, er væntanleg innan skamms frá Katy Perry, en söngkon- an sló eftirminnilega í gegn með laginu I kissed a girl árið 2008 og hefur síðan þá sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum. Katy Perry er dóttir tveggja predikara og hlustaði einungis á gospeltónlist á uppvaxtarárum sínum. Hún söng í kirkjukór sem barn og var fyrsta plata hennar gospel plata sem kom út árið 2001. Sú plata fékk dræmar móttökur en Perry lét ekki deigan síga og hélt áfram að semja og taka upp eigin tónlist. Hún gaf út netsmell- inn Ur so gay í nóvember 2007 og náði lagið nokkrum vinsældum vestanhafs þrátt fyrir að mörgum þætti lagatextinn heldur niðrandi í garð samkynhneigðra. Þrátt fyrir velgengni Ur so gay náði Perry þó ekki alþjóðlegum vinsældum fyrr en ári síðar með smellinum I kiss- ed a girl. Fyrsta plata söngkonunnar, One of the boys, kom út árið 2008 og lenti í 33. sæti yfir vinsælustu plötur heims það ár. Næsta smá- skífa plötunnar, Hot‘n cold, náði einnig töluverðum vinsældum og sat lengi ofarlega á vinsældalist- um víða um heim. Þrátt fyrir vin- sældirnar er móðir Perry ekki sér- lega hrifin af tónlist dóttur sinnar og hefur látið þau orð falla að sér þyki tónlistin „skammarleg og smekklaus“. Fyrsta plata Perry var sögð vera nokkuð rokkuð en sú næsta, Teenage dream, ku vera mun létt- ari og poppaðri en sú fyrri. Platan kemur út þann 24. ágúst næstkom- andi og hefur titillag plötunnar þegar náð nokkrum vinsældum og bíða aðdáendur söngkonunn- ar spenntir eftir að heyra plötuna alla. - sm Poppuð plata frá Perry VINSÆL SÖNGKONA Ný plata söngkonunnar Katy Perry, Teenage dream, kemur út í næstu viku. Síðasta plata Perry náði miklum vinsældum og var á meðal fimmtíu vinsælustu platna árið 2008. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Cher hefur tilkynnt að hún sé nú með nýja plötu á byrjunarstigi. Hún vinnur með lagahöfundin- um Diane Warr- en sem samdi einnig eitt af lögunum, You Haven´t Seen The Last Of Me, í kvik- myndinni Burl- esque sem væntanleg er í vetur. „Þetta verður í raun ekki líkt og lagið mitt Believe. Þetta verð- ur meira – ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég á erfitt með að titla það eitthvað. En þetta verður meira alvöru hljóðfæri, eins og gítar og fleira. Ég var að fá sum lögin og er að læra þau þannig að í raun er ég á byrjunarstiginu þar sem þú fetar þig áfram,“ segir söngkonan. Cher gefur út nýja plötu SÖNGKONAN CHER Önnur breiðskífa rokkhljóm- sveitarinnar Ask the Slave kemur í verslanir á morgun. Platan nefnist The Order of Things og einkennist af ring- ulreið sem endar með einræðu Ólafs Darra Ólafssonar, leikara. Ask the Slave er hugarfóst- ur tónlistarmannsins Ragn- ars Ólafssonar. Ragnar ólst upp í Svíþjóð, þar sem hann var virkur á tónlistarsenunni í Gautaborg og spilaði meðal annars með tónlistarmönn- um á borð við Jens Lekman og Olof Dreijer, úr hljómsveitinni The Knife. Ragnar hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og komið fram með hljóm- sveitum á borð við Árstíðir og Momentum. Hljómsveitin hefur komið fram með fjölda íslenskra og erlendra hljómsveita undan- farin ár og einnig tryllt tón- leikagesti á þungarokkshá- tíðinni Eistnaflugi í gegnum árin. Ask the Slave hefur áður gefið út Ep-plötuna Point to be Made, árið 2005, og breið- skífuna Kiss Your Chora, árið 2007. Nýja platan er gefin út af Molestine Records og er lagið Smell Yourself þegar komið í spilun á útvarpsstöð- inni X-inu. Ask the Slave með nýja plötu ASK THE SLAVE Hljómsveitin gefur út aðra breiðskífu sína á morgun. söfnunarsíminn er 904 1500 Hjálpum Pakistan Gunnar Tómasson sérfræðingur í lyfl ækningum og gigtsjúkdómum opnar hinn 1. september n.k. stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.