Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 8
8 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR 1 Hvað hefur landsmönnum fækkað mikið frá því í júlí í fyrra? 2 Hvað vill forsætisráðherra Ástralíu gera þegar Elísabet Englandsdrottning verður öll? 3 Hvað kostar mikið í Strætó í Reykjavík á menningarnótt? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 KIRKJAN Allir starfsmenn kirkj- unnar verða beðnir um að sam- þykkja að heimila aðgang að sakaskrá sinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Biskupsstofu. Ráðist verður í sérstakt skimunarátak gegn kyn- ferðisofbeldi. Tilkynningin var send út í gær. Einnig var greint frá því að Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Skúlasonar biskups, hafi átt fund með kirkjuráði á þriðjudag þar sem hún sagði sögu sína. Fund- urinn var haldinn á þriðjudag en upphaflega átti hann að vera eftir fimm vikur. Guðrún Ebba hafði óskað eftir fundinum fyrir rúmu ári í erindi sem hún sendi Biskupsstofu. Eftir að hún sendi erindið fundaði hún með biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni. Hún hafði sent erindið þar sem hún vildi brýna kirkjuna til að taka skýra afstöðu gegn kynferð- islegu ofbeldi og lýsa það synd. Á fundinum með kirkjuráði var hlýtt á sögu Guðrúnar Ebbu um samskipti hennar við föður sinn, og gaf hún ráðinu kost á að spyrja spurninga. Það var ekki gert. Í fréttatilkynningunni kemur fram að í kjölfarið á erindi Guð- rúnar Ebbu hafi biskup og kirkju- ráð meðal annars hafið endur- skoðun á reglum um fagráð um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Þá hafi verið samd- ar siðareglur sem taki til presta, djákna, alls starfsfólks og sjálf- boðaliða kirkjunnar. Þær siða- reglur voru samþykktar á kirkju- þingi í fyrra. Kirkjuráð segir einnig í til- kynningunni að þjóðkirkjan hafi tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Kirkj- an standi með einstaklingum og samtökum sem vinni með þolend- um ofbeldis og þeim sem stuðli að vitundarvakningu meðal þjóð- arinnar um þessi alvarlegu mál. Kirkjan hefur einnig greint frá því að fagráð um meðferð kyn- ferðisbrota hafi haft afskipti af fimm málum á þeim ellefu árum sem það hefur starfað. Starfs- manni í æskulýðsstarfi var sagt upp störfum í fyrra eftir ósæmi- lega hegðun gagnvart ungmenni. Þá er eitt málanna mál Gunnars Björnssonar, sem var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum á síðasta ári. Hin þrjú málin bárust frá fullorðnu fólki. Tvö þeirra eru yfir tuttugu ára gömul og varða óviðeigandi samskipti æsku- lýðsleiðtoga við unglinga. Síð- asta málið snerist um óvelkomna snertingu prests við kollega sinn. thorunn@frettabladid.is Sakaskrár verði skoðaðar Starfsmenn kirkjunnar munu leyfa aðgang að saka- skrám. Kirkjan tekur skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Þetta var tilkynnt í kjölfar fundar Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur með kirkjuráði. BISKUPSSTOFA Kirkjuráð hlýddi á Guðrúnu Ebbu á fundi á þriðjudag. EYJABERG S tS t_ 10 04 26 -0 04 BRUNI Eldur kom upp í húsinu á Laugavegi 4 á áttunda tímanum í gærmorgun. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Tjón var óveru- legt. „Verkstjórinn mætti til vinnu þarna um morguninn og varð var við reyk. Hann lokaði þá á eftir sér og kallaði á slökkviliðið. Þegar við mætum á staðinn var þarna töluverður reykur og greinilegur eldur reyndist vera í panelplötu sem átti að fara á vegg þarna. Það gekk síðan greiðlega að slökkva eldinn,“ segir Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða og bætir við að mun verr hefði getað farið ef eldurinn hefði komið upp á öðrum tíma sólarhringsins. Slökkvistarf tók um 20 mínútur eftir að slökkviliðið mætti á staðinn og að því loknu var húsið reykræst. Unnið er að því að gera upp húsið á Laugavegi 4 en það var meðal húsa á Laugaveginum sem Reykjavíkurborg festi kaup á í byrjun árs 2008 með það að markmiði að gera upp til að viðhalda 19. aldar götumynd miðbæjarins. Gátu framkvæmdir hafist aftur þegar eldurinn hafði verið slökktur. - mþl Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp á framkvæmdasvæði í miðborginni: Talið að kveikt hafi verið í Laugavegi 4 LAUGAVEGUR 4 Unnið er að því að gera húsið upp um þessar mundir en það var meðal húsa sem Reykjavík- urborg festi kaup á í janúar 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru handteknir eftir bílveltu við vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk í gær. Grunur leikur á því að öku- maður bílsins hafi ekið undir áhrifum áfengis. Taka átti skýrslu af mönnunum þegar runnið væri af þeim í gær- kvöldi. Olía lak úr bílnum sem valt og var óttast að hún gæti lekið út í vatnið. Ekki var um mikið magn að ræða. - þeb Ölvunarakstur í Heiðmörk: Handteknir eftir bílveltu Hluthafafundur Icelandair Stjórn Icelandair Group hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar 15. september næstkomandi klukkan 16.00. Á dagskrá fundarins verður kjör nýrrar aðal- og varastjórnar félagsins. VIÐSKIPTI VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.