Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 48
 19. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR18 ● fréttablaðið ● menningarnótt ● VINSÆLT HEIMBOÐ LISTAGYÐJUNNAR „Menningarnótt vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá okkur í fjölskyldunni og barnabörnin yrðu móðguð til áramóta ef ég leyfði þeim ekki að vinna á þessum degi,“ segir hláturmild Elínbjört Jónsdóttir, einn eigenda Gallerís Foldar sem hefur verið með vinsælustu viðkomustöðum menningarnæturgesta frá upphafi. „Hingað hafa mest komið tíu þúsund manns á einum degi og alltaf verið mjög ánægjulegt og gengið vel fyrir sig. Sýningarrými okkar er stórt, sem og portið fyrir aftan, og nóg pláss fyrir alla,“ segir Elínbjört og tekur fram að heimsókn í Gallerí Fold sé spennandi á menningarnótt. „Nú verða þrjár sýning- ar í gangi; Hjalti Parelius Finnsson opnar sýningu sína Ísland í dag með ádeiluverkum sem koma verulega á óvart, eldgosasýningin, sú heitasta í bænum, verður áfram uppi og Bragi Guðlaugsson dúklagningameistari og einn stærsti málverkasafnari landsins sýnir verk tengd sjónum úr safni sínu, sem hann kallar Sjávarsýn,“ segir Elínborg og af nógu öðru er að taka, bæði fyrir börn og fullorðna. „Við verðum með ratleik fyrir fjölskylduna, píanóleik og nafnaleik á listaverk Soffíu Sæmundsdóttur, ásamt listahappdrætti sem dregið verð- ur út á hálftíma fresti allan daginn, en verðlaun eru afhent á staðnum; forláta listaverk og listaverkabækur.“ Gallerí Fold er á Rauðarárstíg 14. Þar verður opið frá klukkan 13 til 22. - þlg Hvað ungur nemur, gamall temur, kallast heillandi við- burður á flotbryggjunni við Ægisgarð á menningarnótt, en þá kenna gamalreyndir sjó- menn ungum Íslendingum að dorga með heimatilbúnu færi. „Ég sakna þess að sjá ekki fleiri börn dorga við höfnina eins og var hér áður fyrr og fékk þá hug- mynd að sýna börnum nútímans að þau þurfi ekki að eiga veiðistöng til að fara niður á höfn og dorga eftir fiski, heldur geti þau útbúið færi sitt heima ef þau eiga spýtu, girni, öngul og skrúfu til að halda uppi sökku,“ segir Sædís Halldórsdótt- ir gullsmiður sem rekur vinnustofu og gallerí í gömlu verbúðunum við Reykjavíkurhöfn, þar sem gamlir sjómenn koma við daglega áður en þeir halda á grásleppuveiðar. „Meðal fastagesta á hafnarbakk- anum eru Guðmundur trillukarl á Bæjarfellinu og Hörður silunga- bóndi á Þingvöllum, svo mér datt í hug að fá svo gamalreynda sjómenn til að sýna börnum hversu auðvelt og gaman er að dorga við höfnina. Börn eru svo mikið í sýndarveruleika í dag, sem er synd þegar svo miklu skemmtilegra er að koma hingað og dorga,“ segir Sædís sem ólst upp í Laugarnesi og eyddi bernskudögum við dorg í Sundahöfn. „Þá var dorg hluti af því að skemmta sér sem krakki og eng- inn sem hafði áhyggjur af manni. Ég held að börn geri sér enda vel grein fyrir hættunni við hafið, en óttist fólk um börn sín er leik- ur einn að fara með þeim niður á höfn, enda ódýr og skemmtileg fjöl- skylduskemmtun,“ segir Sædís. Björgunarvesti verða tiltæk fyrir dorg lærlinga sem skiptast á veiðar- færum sem Garðar Berg Guðjóns- son í Sjóhattinum hefur útbúið. „Guðmundur og Hörður eru vanir menn í bransanum og vildu glaðir kenna börnum til verka, enda mikil rómantík við hafið, og víst að öll börn hafa gaman af bátum,“ segir Sædís sem reiknar síður með að afli dagsins endi sem kvöldmatur fjöl- skyldunnar, þótt aldrei sé að vita. „Í æsku skárum við aflann oft- ast niður í beitu, en við höfnina má veiða þorsk, ufsa, markíl og kola. Sum tileinka sér eflaust að veiða og sleppa, eða þá taka með sér fiskinn heim og sjóða ofan í köttinn,“ segir hún sæl í gömlu verbúðinni. „Hér er hlýlegt og gaman að vera, og mikil sál í húsunum. Hafið veitir mér innblástur þótt ekki sé ég enn farin að bjóða veiðarfæri og öngla úr skíragulli.“ Dorgkennslan hefst klukkan 13 og stendur til 14. Börn yngri en 11 ára þurfa að vera í fylgd ábyrgðar- manns. - þlg Trillukarlar kenna að dorga „Ingólfstorg er ekkert flennirými sem er gott,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekkt- ur sem Kiddi í Hjálmum. Hann hefur verið að skipuleggja tón- leika á Ingólfstorgi í samstarfi við Bylgjuna og Hljóð X. „Á Ing- ólfstorgi kemst bara ákveðinn fjöldi að og ég held að á menn- ingarnótt sé auðvelt að fylla það svæði. Þá myndast góð stemn- ing.“ Tónleikum Bylgjunnar og Hljóð X er skipt upp í tvo hluta. Fyrri hlutinn stendur yfir milli þrjú og fimm en seinni hlutinn byrjar átta og stendur til ellefu. „Að deginum til verður Moses Hightower, atriði úr Buddy Holly og SJS big band. Um kvöldið kemur Prófessorinn og Memfis- mafían, KK, Hjaltalín, Manna- korn og Ellen Kristjáns og Hjálm- ar,“ upplýsir Kiddi sem segist ekki hafa valið tónlistarmennina vegna þess að þeir væru spilaðir á Bylgjunni. Ólafur Páll Gunnarsson tón- listarstjóri Rásar tvö segir allar hljómsveitir spilaðar á Rás tvö. „Allar í heiminum. Nú höfum við lagt mikinn metnað í að setja saman skemmtilega og fjöl- breytta dagskrá,“ segir Ólafur Páll sem skipuleggur tónaflóð Rásar 2 sem fer fram á Arnarhóli frá klukkan hálf níu til ellefu. „Við byrjum á Pollapönki sem fólk á öllum aldri hefur gaman að. Svo kemur vinsælasta hljóm- sveit landsins, Dikta,“ segir Ól- afur Páll og heldur áfram: „Þá er Grafík sem ekki hefur verið starfandi heldur spilað af og til á undanförnum árum þegar eitt- hvað mikið hefur staðið til. Næst kemur herra Gunnar Þórðarson sem hefur sett saman nýja, stóra hljómsveit og ætlar að renna í gegnum ferilinn.“ - mmf Tónleikar útvarpsstöðva Kiddi í Hjálmum segist ekki hafa valið hljómsveitir á tónleika Bylgjunnar og Hljóð X vegna þess að þær væru spilaðar á Bylgjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ólafur Páll Gunnarsson segir dagskrána meðal annars fjölskylduvæna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● EYJAFJALLAJÖK- ULL Höfundar bókarinnar Eyja- fjallajökull, Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræð- ingur og Ragnar Th. Sig- urðsson ljósmyndari, fjalla um gosið og sýna myndir í Cinema No2 að Geirsgötu 7b klukkan 14. Í kjölfarið verður sýnd stutt, ljóðræn mynd um gosið í Eyjafjalla- jökli, The Eruption eftir Valdimar Leifsson kvik- myndagerðarmann. Hörður silungabóndi og Guðmundur trillukarl kenna bræðrunum Ívari Nökkva og Emil Sæ Birgissonum að dorga á litlu bryggjunni við smábátalægið neðan við sægrænu verbúðirnar við Reykjavíkurhöfn, en þar geta áhugasamir krakkar lært að dorga með heimatilbúnu færi á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SMIÐJUSTÍG 6 - (Gamli Grand Rokk) Kaylee Cole (USA) Lára Poof Art (USA) Frítt inn Efri hæðin opnar kl. 21:00 tónleikar byrja stundvíslega kl. 22:00 Múgsefjun Nóra Nista (Canada) 500 kr. inn Efri hæðin opnar kl. 21:00 tónleikar byrja stundvíslega kl. 22:00 Ice on Fire 2 fram koma: Endless Dark Nevolution Nögl Bróðir Svartúlfs Morning After Youth Reason to Believe Nista (Canada) Efri hæðin opnar kl. 21:00 / tónleikar byrja stundvíslega kl. 21:15 Dj Biggi Maus spilar á neðri hæð frá miðnætti Menningarnótt Fríir tónleikar í porti fram koma: 14:00 - Fox Train Safari 15:00 - Big band Svansins 16:00 - Moses Hightower 17:00 - á eftir að koma í ljós 18:00 - Pollapönk 19:00 - á eftir að koma í ljós 20:00 - Sing for me Sandra Dj Benson is Fantastic spilar á neðri hæð frá miðnætti Midvikudagur 18.ágúst Fimmtudagur 19.ágúst Laugardagur 21.ágúst Föstudagur 20.ágúst 1000 kr. inn Opið alla daga frá kl: 15:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.