Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 10
10 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Sama á hverju gengur – þú getur alltaf reitt þig á Siemens. A T A R N A Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. GROUP ATVINNUMÁL „Við erum að svara mikilli eftirspurn fyrirtækja í hugverkaiðnaði eftir fólki. Þau fáu atvinnuleyfi sem við gefum út eru vegna starfa hjá hugbún- aðarfyrirtækjum. Það er greini- lega ekki fólk hér í störfin,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin sendi í vikunni hópi fólks á atvinnuleysisskrá á aldr- inum 20 til 60 ára með menntun umfram grunnskólapróf og hefur verið á atvinnuleysisskrá í þrjá mánuði eða lengur boð um að hún bjóðist til að greiða skóla og skráningargjöld atvinnulausra í frumgreinanámi og í grunnnám tækni- og raungreina á háskóla- stigi í eitt ár frá og með næsta hausti. Námið er lánshæft. Gert er ráð fyrir að kostnaður Vinnu- málastofnunar nemi 40 til 50 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 7,5 pró- GISSUR PÉTURSSON Kostnaður Vinnumálastofnunar vegna háskólanáms atvinnu- lausra gæti numið allt að fimmtíu milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vinnumálastofnun sendir hópi atvinnulausra bréf: Greiða skólagjöld fyrir atvinnulausa Til hugverkageirans teljast störf á borð við heilbrigðistækni, hönnun, fata- og litiðnað, leikjaiðnað, líftækni, orku- og umhverfistækni; vinna við tónlist, kvikmyndir og afþreyingaiðnað, vél- og rafeinda- tækni fyrir matvælavinnslu ásamt ýmsum öðrum tæknigreinum. Hugverkageirinn BERA HÖFUÐIÐ HÁTT Þær eru ekki beint niðurlútar, þessar mörgæsir sem voru að spóka sig í dýragarði í Hannover í Þýskalandi nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fjórar rúmlega tvítugar konur fyrir líkamsárás á Akur- eyri. Samkvæmt ákæru átti atburð- urinn sér stað á veitingastaðn- um Kaffi Akureyri í ágúst á síð- asta ári. Þrjár kvennanna sem ákærðar eru réðust á þá fjórðu. Ein þeirra kýldi hana í andlitið og sparkaði jafnframt með hnénu í andlit hennar. Hinar tvær rifu í hár fórnarlambsins og slógu hana nokkrum sinnum í andlit og lík- ama. Sú sem ráðist var á hlaut sjá- anlega áverka. En hún er einnig kærð fyrir stórfellda líkamsárás þar sem hún sló eina af árásarkon- unum þremur með glerglasi í höf- uðið með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda fékk sár á hvirfil. Konan sem hinar þrjár réð- ust upphaflega á gerir kröfu um bætur frá þeim að upphæð sam- tals ríflega 600 þúsund krónur. Þar af eru 300 þúsund í miska- bætur. Sú hinna þriggja, sem slegin var með glasinu gerir kröfu um bætur upp á 300 þúsund krónur úr hendi þeirrar sem það gerði. Jafn- framt krefst hún greiðslu vegna lögmannsaðstoðar upp á tæplega 200 þúsund krónur. - jss HÉRAÐSDÓMUR Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þrjár rúmlega tvítugar konur réðust á eina sem svaraði fyrir sig: Fjórar ákærðar fyrir slagsmál sent í júlí. Það jafngildir því að tæplega 12.600 manns hafi verið án atvinnu í mánuðinum. Helm- ingur atvinnulausra var með grunnskólapróf, tólf prósent með stúdentspróf og sextán prósent með háskólamenntun. Gissur reiknar með að um 150 manns nýti sér boðið. „Ef áhug- inn er meiri þá verðum við að skoða það,“ bætir Gissur við. - jab HJÁLPARSTARF UNICEF á Íslandi hefur tekið í notkun söfnunarsíma til að afla fjár til stuðnings þeim sem orðið hafa verst úti í flóðun- um í Pakistan. Að minnsta kosti 15 milljónir manna hafi orðið illa úti í flóðun- um í Pakistan, um helmingurinn börn, að mati UNICEF. Símanúmer hjálparsímanna eru 908 1000 fyrir 1.000 króna fram- lag, 908 3000 fyrir 3.000 króna framlag og 908 5000 fyrir 5.000 króna framlag. Einnig er tekið við framlögum á unicef.is. - pg Barnahjálp SÞ á Íslandi: Söfnunarsími fyrir Pakistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.