Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 43
menningarnótt ● fréttablaðið ●FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2010 13
Torgið Óða er yfirskrift dagskrárliðar sem
Norræna félagið og Brauðbær í samvinnu
við Höfuðborgarstofu, Norska sendiráðið og
félag Norðmanna standa fyrir á Óðinstorgi
á menningarnótt. Hefð er orðin fyrir hátíð-
inni sem hvert ár hefur haft sérstakt þema.
Í ár varð Noregur fyrir valinu.
Dagskráin er mjög fjölbreytt. Þar koma
fram norskir kórar, lindyhopp-dansarar og
fjölmargar hljómsveitir á borð við Moses
Hightower og Retro Stefson auk þess sem
Marte Heggelund og Jörgen Rief koma sér-
staklega frá Noregi til að koma fram.
Þá má nefna Rósu Jóhannesdóttur og Jon
Kjell Seljeseth sem spila á harðangursfiðlu
og rafhljóðfæri klukkan 16.15 og dagskrár-
liðinn Stúlkan með lævirkjaröddina sem er
tónlistardagskrá tileinkuð Erlu Þorsteins-
dóttur.
Inni í Norræna félaginu geta gestir og
gangandi tekið þátt í maraþonprjóni á norsk-
um trefli, skoðað textíllistaverk norsku text-
íllistakonunnar Heidi Strand á meðan börnin
mála og föndra norskar kórónur. Svo er hægt
að kaupa sér ljúfar veitingar í tjaldi Brauð-
bæjar á torginu.
Norsk hátíð á Óðinstorgi● SPURT AÐ LEIKSLOK-
UM Útgefendur og höfundar
Spurt að leikslokum, spurninga-
spilanna sprellfjörugu, bjóða
gestum og gangandi að taka
þátt í laufléttri spurningakeppni
fyrir framan húsið Spurt að leiks-
lokum við Bergstaðastræti 10.
Svalandi ís og fræðandi bækur í
boði fyrir þá sigursælustu. Valur
Gunnarsson verður líka á svæð-
inu og syngur þýðingar sínar á
söngvum Leonards Cohen.
●HÚSVERNDARSTOFA
Á MENNINGARNÓTT Hús-
verndarstofan verður með útibú
frá Árbæjarsafni á Laugavegi 6 á
menningarnótt.
Á staðnum gefst gestum
tækifæri til skrafs og ráðagerða
við sérfræðinga Húsverndarstofu.
Hægt verður að kíkja í bækur
og blöð og kynna sér rann-
sóknir Minjasafns Reykjavíkur á
byggingararfi borgarinnar. Einnig
verður hægt að kynna sér stök
hús í borginni, til dæmis fram-
kvæmdirnar á Laugavegi 4 til 6.
Átaksverkefni borgarinnar
með iðnaðarmönnum og arki-
tektum um námskeið við að gera
upp gömul hús, Völundarverk,
verður einnig kynnt á staðnum
en útibúið verður opið milli
klukkan 13 og 20 á laugardaginn.
● HÖNNUN Á HORNINU
Bjargey Ingólfsdóttir hönn-
uður er með sýningu á veit-
ingastaðnum Horninu í Hafn-
arstræti. Verkin eru af ýmsum
toga og úr fjölbreyttu efni eins
og krónupeningum, búsáhöld-
um, sauðargæru og nokkur
hundruð kóngulær úr vír eru í
einu þeirra.
Eitt verkanna heitir Ljósið í
sigtinu og er ný hönnun. „Ljósið
í sigtinu hefur upplýsingagildi
eins og öll ljós,“ segir Bjargey.
„Og því fylgir falleg setning eftir
Svíann Sigfrid Siwertz sem Sig-
urbjörn Einarsson biskup þýddi:
„Maður banar ekki skugga með
því að berjast við hann. Maður
deyðir hann með ljósi.“ Þessi
setnig er í sérstöku uppáhaldi
hjá mér,“ segir Bjargey sem
vonast til að sjá
sem flesta.
-gun