Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 43
menningarnótt ● fréttablaðið ●FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2010 13 Torgið Óða er yfirskrift dagskrárliðar sem Norræna félagið og Brauðbær í samvinnu við Höfuðborgarstofu, Norska sendiráðið og félag Norðmanna standa fyrir á Óðinstorgi á menningarnótt. Hefð er orðin fyrir hátíð- inni sem hvert ár hefur haft sérstakt þema. Í ár varð Noregur fyrir valinu. Dagskráin er mjög fjölbreytt. Þar koma fram norskir kórar, lindyhopp-dansarar og fjölmargar hljómsveitir á borð við Moses Hightower og Retro Stefson auk þess sem Marte Heggelund og Jörgen Rief koma sér- staklega frá Noregi til að koma fram. Þá má nefna Rósu Jóhannesdóttur og Jon Kjell Seljeseth sem spila á harðangursfiðlu og rafhljóðfæri klukkan 16.15 og dagskrár- liðinn Stúlkan með lævirkjaröddina sem er tónlistardagskrá tileinkuð Erlu Þorsteins- dóttur. Inni í Norræna félaginu geta gestir og gangandi tekið þátt í maraþonprjóni á norsk- um trefli, skoðað textíllistaverk norsku text- íllistakonunnar Heidi Strand á meðan börnin mála og föndra norskar kórónur. Svo er hægt að kaupa sér ljúfar veitingar í tjaldi Brauð- bæjar á torginu. Norsk hátíð á Óðinstorgi● SPURT AÐ LEIKSLOK- UM Útgefendur og höfundar Spurt að leikslokum, spurninga- spilanna sprellfjörugu, bjóða gestum og gangandi að taka þátt í laufléttri spurningakeppni fyrir framan húsið Spurt að leiks- lokum við Bergstaðastræti 10. Svalandi ís og fræðandi bækur í boði fyrir þá sigursælustu. Valur Gunnarsson verður líka á svæð- inu og syngur þýðingar sínar á söngvum Leonards Cohen. ●HÚSVERNDARSTOFA Á MENNINGARNÓTT Hús- verndarstofan verður með útibú frá Árbæjarsafni á Laugavegi 6 á menningarnótt. Á staðnum gefst gestum tækifæri til skrafs og ráðagerða við sérfræðinga Húsverndarstofu. Hægt verður að kíkja í bækur og blöð og kynna sér rann- sóknir Minjasafns Reykjavíkur á byggingararfi borgarinnar. Einnig verður hægt að kynna sér stök hús í borginni, til dæmis fram- kvæmdirnar á Laugavegi 4 til 6. Átaksverkefni borgarinnar með iðnaðarmönnum og arki- tektum um námskeið við að gera upp gömul hús, Völundarverk, verður einnig kynnt á staðnum en útibúið verður opið milli klukkan 13 og 20 á laugardaginn. ● HÖNNUN Á HORNINU Bjargey Ingólfsdóttir hönn- uður er með sýningu á veit- ingastaðnum Horninu í Hafn- arstræti. Verkin eru af ýmsum toga og úr fjölbreyttu efni eins og krónupeningum, búsáhöld- um, sauðargæru og nokkur hundruð kóngulær úr vír eru í einu þeirra. Eitt verkanna heitir Ljósið í sigtinu og er ný hönnun. „Ljósið í sigtinu hefur upplýsingagildi eins og öll ljós,“ segir Bjargey. „Og því fylgir falleg setning eftir Svíann Sigfrid Siwertz sem Sig- urbjörn Einarsson biskup þýddi: „Maður banar ekki skugga með því að berjast við hann. Maður deyðir hann með ljósi.“ Þessi setnig er í sérstöku uppáhaldi hjá mér,“ segir Bjargey sem vonast til að sjá sem flesta. -gun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.