Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 66
38 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Eurovision-lagahöfundurinn Örlyg- ur Smári fetar heldur ótroðnar slóð- ir í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. „Mig langaði að gera svona rokklag með poppuðu tvisti og datt strax Smári Tarfur í hug,“ segir Örlygur Smári lagahöfundur um samstarf hans og gítarleikarans Smára Tarfs Jósepssonar í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. Kapparnir eru báðir þekktir fyrir að vera vel að sér í tónlist en þó hvor í sinni stefnunni. Smári Tarfur er gítarleikari og þekktur í heimi þungarokksins en Örlygur Smári er hvað frægastur fyrir lög sín fyrir Eurovision og Pál Óskar. Þetta er í fyrsta sinn sem kapparnir leiða saman hesta sína og tókst samstarfið vel að sögn Örlygs Smára. „Ég hringdi bara í hann og spurði hvort hann vildi gera með mér lag. Hann samþykkti strax og nú er ég að leggja lokahönd á lagið,“ segir Örlygur Smári en lagið ber nafnið Cobra on heels og mun fara í spilun innan skamms. „Við hlustuðum á AC/DC saman milli vinnutarna. Ég er sko gamall rokk- ari svo við áttum nú eitthvað sam- eiginlegt,“ segir lagahöfundurinn hress í bragði og ber samstarf- inu vel söguna. „Ég hef nú unnið með mörgum við að gera tónlist og stundum heppnast það og stundum ekki. Í þessu tilfelli heppnaðist það vel og við erum góðir saman,“ segir Örlygur Smári en hann mundi gjarna vilja vinna aftur með Smára Tarfi í náinni framtíð. Lagið mun eflaust heyrast á fyrir- huguðum tónleik- um Elektru á Mall- orca þar sem þær koma fram á stærstu lesbíuhátíð í Evrópu, L-Sun. - áp Rokkari og poppkóngur sameinast GAMALL ROKKARI Nafnarnir Örlygur Smári og Smári Tarfur sameina rokkið og poppið í nýju lagi fyrir hljómsveitina Elektru. FRÉTTABLAÐ- IÐ/STEFAN Leikarinn Michael Douglas sem greindist nýverið með krabba- mein í hálsi á það á hættu að missa röddina við meðhöndlun á sjúkdómn- um. Leikar- inn frægi , sem er giftur þokkadísinni Catherine Zeta Jones, myndi þar með stofna öllum sínum starfsferli í hættu enda röddin verk- færi leikara. Douglas hefur frestað öllum verk- efnum sínum næstu tvo mán- uði á meðan hann gengst undir læknismeðferð. Gæti misst röddina JÁKVÆÐUR Michael Douglas er staðráð- inn í að vinna bug á krabbameininu. Fjallað er um plötu sveitarinnar Hjaltalín, Terminal, á netmiðli Berg- ens Avisen en platan er nýkomin út í Skandinavíu. Gagnrýnandi ba.no gefur plötunni 5 af 6 í svokölluðu teningakasti og kallar Hjaltalín stór- sveit innan indie-tónlistarstefnunnar. „Þessi sjö manna sveit hendir saman fallegum strengjahljóð- færum, smá fagotthljómi og toppar svo herlegheitin með fallegum rödd- um Högna Egilssonar og Sigríðar Thorlacius,“ segir meðal annars í dómnum en gagnrýnandinn, Orjan Nilson, virðist hrifinn af Hjaltalín. Meðal annars telur hann Hjaltalín hafa tekist vel til að blanda saman ólíkum tónlistarstefnum og að það minni hann stundum á gamaldags sveitatónlist. Hann mælir sérstak- lega með lögunum Feels like Sugar, 7 Years og Stay by You. Að lokum spáir Nilson Hjaltalín frægð í hinum stóra heimi og að hún muni jafnvel ná að verða eins fræg og Sigur Rós. Eins og fyrr segir er platan að koma út í Skandinavíu um þess- ar mundir og stefnir hljómsveitin á að kynna hana í útgáfulöndunum með haustinu. Terminal kom út hér á landi í fyrra og var meðal ann- ars kosin besta plata síðasta árs af Fréttablaðinu. - áp Hjaltalín fær fimm stjörnur í Noregi STÓRSVEIT Sveitinni Hjaltalín er spáð frægð og frama í Noregi. > NÝR MAÐUR Rapparinn Kanye West er á góðum stað í lífinu og er að eigin sögn orðinn nýr og betri maður. „Ég er nýr maður. Ég blóta ekki í viðurvist ann- ara, opna dyr fyrir konum og stend upp þegar þær setjast til borðs. Ég er á þeim stað í lífinu núna,“ sagði rapparinn sem hætti með kærustunni fyrr í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.