Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 66
38 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Eurovision-lagahöfundurinn Örlyg-
ur Smári fetar heldur ótroðnar slóð-
ir í nýju lagi fyrir stúlknasveitina
Elektru.
„Mig langaði að gera svona rokklag með
poppuðu tvisti og datt strax Smári Tarfur í
hug,“ segir Örlygur Smári lagahöfundur um
samstarf hans og gítarleikarans Smára Tarfs
Jósepssonar í nýju lagi fyrir stúlknasveitina
Elektru. Kapparnir eru báðir þekktir fyrir
að vera vel að sér í tónlist en þó hvor í sinni
stefnunni. Smári Tarfur er gítarleikari og
þekktur í heimi þungarokksins en Örlygur
Smári er hvað frægastur fyrir lög sín fyrir
Eurovision og Pál Óskar. Þetta er í fyrsta sinn
sem kapparnir leiða saman hesta sína og tókst
samstarfið vel að sögn Örlygs Smára.
„Ég hringdi bara í hann og spurði hvort
hann vildi gera með mér lag. Hann samþykkti
strax og nú er ég að leggja lokahönd á lagið,“
segir Örlygur Smári en lagið ber nafnið Cobra
on heels og mun fara í spilun innan skamms.
„Við hlustuðum á AC/DC saman milli
vinnutarna. Ég er sko gamall rokk-
ari svo við áttum nú eitthvað sam-
eiginlegt,“ segir lagahöfundurinn
hress í bragði og ber samstarf-
inu vel söguna. „Ég hef nú unnið
með mörgum við að gera tónlist
og stundum heppnast það og
stundum ekki. Í þessu tilfelli
heppnaðist það vel og við
erum góðir saman,“ segir
Örlygur Smári en hann
mundi gjarna vilja vinna
aftur með Smára Tarfi í
náinni framtíð.
Lagið mun eflaust
heyrast á fyrir-
huguðum tónleik-
um Elektru á Mall-
orca þar sem þær
koma fram á stærstu
lesbíuhátíð í Evrópu,
L-Sun.
- áp
Rokkari og poppkóngur sameinast
GAMALL ROKKARI Nafnarnir Örlygur Smári
og Smári Tarfur sameina rokkið og poppið í
nýju lagi fyrir hljómsveitina Elektru. FRÉTTABLAÐ-
IÐ/STEFAN
Leikarinn Michael Douglas sem
greindist nýverið með krabba-
mein í hálsi á það á hættu að
missa röddina við meðhöndlun
á sjúkdómn-
um. Leikar-
inn frægi ,
sem er giftur
þokkadísinni
Catherine
Zeta Jones,
myndi þar
með stofna
öllum sínum
starfsferli í
hættu enda
röddin verk-
færi leikara.
Douglas
hefur frestað
öllum verk-
efnum sínum næstu tvo mán-
uði á meðan hann gengst undir
læknismeðferð.
Gæti misst
röddina
JÁKVÆÐUR Michael
Douglas er staðráð-
inn í að vinna bug á
krabbameininu.
Fjallað er um plötu sveitarinnar
Hjaltalín, Terminal, á netmiðli Berg-
ens Avisen en platan er nýkomin út
í Skandinavíu. Gagnrýnandi ba.no
gefur plötunni 5 af 6 í svokölluðu
teningakasti og kallar Hjaltalín stór-
sveit innan indie-tónlistarstefnunnar.
„Þessi sjö manna sveit hendir
saman fallegum strengjahljóð-
færum, smá fagotthljómi og toppar
svo herlegheitin með fallegum rödd-
um Högna Egilssonar og Sigríðar
Thorlacius,“ segir meðal annars í
dómnum en gagnrýnandinn, Orjan
Nilson, virðist hrifinn af Hjaltalín.
Meðal annars telur hann Hjaltalín
hafa tekist vel til að blanda saman
ólíkum tónlistarstefnum og að það
minni hann stundum á gamaldags
sveitatónlist. Hann mælir sérstak-
lega með lögunum Feels like Sugar, 7
Years og Stay by You. Að lokum spáir
Nilson Hjaltalín frægð í hinum stóra
heimi og að hún muni jafnvel ná að
verða eins fræg og Sigur Rós.
Eins og fyrr segir er platan að
koma út í Skandinavíu um þess-
ar mundir og stefnir hljómsveitin
á að kynna hana í útgáfulöndunum
með haustinu. Terminal kom út hér
á landi í fyrra og var meðal ann-
ars kosin besta plata síðasta árs af
Fréttablaðinu. - áp
Hjaltalín fær fimm stjörnur í Noregi
STÓRSVEIT Sveitinni Hjaltalín er spáð frægð og frama
í Noregi.
> NÝR MAÐUR
Rapparinn Kanye West er á
góðum stað í lífinu og er að
eigin sögn orðinn nýr og betri
maður. „Ég er nýr maður. Ég
blóta ekki í viðurvist ann-
ara, opna dyr fyrir konum
og stend upp þegar þær
setjast til borðs. Ég er á
þeim stað í lífinu núna,“
sagði rapparinn sem hætti
með kærustunni fyrr í vor.