Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 44
 19. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR Íbúar Haðarstígs í Þingholt- unum eru samhentir mjög og bjóða gestum og gangandi upp á bakkelsi og bíósýn- ingu. Haðarstígur ómar kallast skemmtilegur viðburður á krútt- legu götunni Haðarstíg í Þingholt- unum. „Við sem stöndum að þess- um viðburði erum íbúar í göt- unni og nágrannagötum á borð við Nönnugötu og Njarðargötu. Í raun er þetta aðallega fólk sem hittist í kringum lítinn garð neðst á Haðarstíg,“ segir Helga Óskars- dóttir, íbúi við Haðarstíg. Hópur- inn stofnaði fyrir nokkru samtök sem kallast Hollvinir litlagarðs og nágrennis og hafa þau staðið í ýmsu. „Við höfum tekið garðinn í gegn, fengið götuna gerða að vist- götu og staðið fyrir húllumhæi á 17 júní,“ lýsir Helga en á þjóð- hátíðardaginn hafa íbúar dregið fram öll grillin í götunni og sleg- ið upp veislu fyrir vini og vanda- menn. „Hér er mikil nágranna- stemning og hrein forréttindi að fá að búa hér.“ Á menningarnótt ætla íbúar Haðarstígs að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og með því. „Við munum baka snúða, skúffu- kökur og annað góðgæti sem verður allt í boði götunnar,“ segir Helga. Þá verður vísir að markaði í götunni þar sem nokkrir íbúar munu setja út borð og selja allt frá gömlum plötum og sultu til handverks. „Einhverjir ætla að fá kórana sína til að koma og syngja fyrir fólkið í götunni,“ upplýs- ir Helga glaðlega en punkturinn yfir i-ið verður kvikmyndasýning í litla garðinum. „Þar verður sýnd kvikmyndin Hjónakorn eftir Her- bert Sveinbjörnsson sem hann tók upp á menningarnótt fyrir tveim- ur árum,“ segir Helga. Í mynd- inni gefur að líta tónleikana þar sem fram komu hljómsveitir á borð við Hjaltalín og fleiri. „Við gerum því ráð fyrir að fólk gangi með bakkelsið í garð- inn, tylli sér á kolla og teppi og myndi þannig skemmtilega kaffi- húsastemningu.“ - sg Sannkölluð forréttindi að fá að búa á Haðarstíg Helga Óskarsdóttir ásamt nokkrum nágrönnum sínum af yngri kynslóðinni sem láta sig ekki vanta á hátíðahöldin á menningar- nótt. FRÉTTABLAIÐ/STEFÁN Opið hús verður hjá Frímúrara- reglunni frá klukkan 14 til 16 á menningarnótt. Reglan hefur löngum vakið forvitni fólks enda mega reglubræður aldrei ræða það sem fram fer á fundum. Þor- steinn Eggertsson skrifstofustjóri segir Frímúrararegluna þó ekkert leynifélag eins og margir virðist halda. „Það er mikill misskiln- ingur, því fólk getur fengið hér félagatal og farið upp á Þjóðar- bókhlöðu og skoðað grundvallar- skipun reglunnar,“ upplýsir hann og tekur fram að aðeins fundar- siðir og það sem gerist á fundum sé ekki rætt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Frímúrarar opna húsnæði sitt á menningarnótt en fyrir fimm árum komu 1.400 manns á tveim- ur tímum. Frímúrararegla Íslands er til húsa að Skúlagötu 55 í 5.300 fer- metra húsi. Gestir menningarnæt- ur fá þó aðeins að sjá hluta þess og Þorsteinn upplýsir að marg- ir reglubræðurnir hafi ekki einu sinni komist yfir að skoða allt húsið. „Við munum sýna hátíðar- og fundarsal, skrifstofu æðstaráðs, sem er til ráðgjafar stórmeistar- anum, og hans einkaskrifstofu. Þá verður einnig til sýnis einn helsti fundarsalurinn sem við köllum St. Jóhannesarsal auk minjasafns og bókasafns,“ segir Þorsteinn og áréttar að allar myndatökur í hús- inu séu bannaðar. Þá verður sýnd kvikmynd um sögu reglunnar í einum matsalnum en Frímúrarar munu bjóða gestum upp á kaffi og með því. Reglubræður verða til staðar í öllum salarkynnum og getur fólk innt þá svara um það sem fyrir augu ber. - sg Þetta er ekki leynifélag Frímúrarar opna híbýli sín fyrir almenningi milli klukkan 14 og 16 á laugardag. Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti. Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is. Á skítugum skónum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.