Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 78
50 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
GOTT Á GRILLIÐ
Frank Hvam verður meðal gesta
Frímanns Gunnarssonar á sér-
stöku uppistandskvöldi þann 29.
september í stóra sal Háskólabíós.
„Þetta verður brjáluð kvöldstund
með Frímanni,“ segir Gunnar
Hansson, skapari ólíkindatólsins.
Meðal annarra sem koma fram
má nefna Dagfinn Lyngbo frá Nor-
egi og borgarstjórann Jón Gnarr
en allir eiga þeir það sameiginlegt
að koma fram í nýjum sjónvarps-
þætti Frímanns sem frumsýnd-
ur verður á Stöð 2 sunnudaginn
19. september. „Matt Berry, full-
trúi Bretlands í þáttunum, langaði
mikið til að koma en gat það ekki
vegna anna.“
Gunnar segir uppsetninguna
verða svipaða og hjá spjallþátta-
stjórnendunum Jay Leno og David
Letterman. Frímann fái til sín
góða gesti í sófa sem verður á svið-
inu, spjalli lítillega við þá um dag-
inn og veginn og svo troði þeir upp
með gamanmál. Hljómsveit, skipuð
þeim Birgi Ísleifi Gunnarssyni úr
Motion Boys og Gísla Galdri, verð-
ur á sviðinu og tekur virkan þátt
í sýningunni. Gunnar tekur fram
að erlendu stjörnurnar muni flytja
sitt grín á ensku. „Þótt flestir séu
vel að sér í Norðurlandamálum þá
byggist grín á svolítið hröðu máli
og þá getur verið erfitt að fylgja
brandaranum eftir.“ Sjálfur kynnt-
ist Gunnar því vel þegar hann fór
og sá uppistandssýningu Franks
Hvam í Danmörku, hann gat fylgt
bröndurunum eftir alveg þang-
að til að aðalpunktinum kom, þá
missti hann þráðinn á meðan allir í
kringum hann sprungu úr hlátri.
Gunnar segir það hafa verið
algjört lykilatriði að fá Frank
Hvam til að troða upp en Hvam
er auðvitað önnur af aðalstjörn-
um dönsku gamanþáttaraðarinn-
ar Klovn sem sýnd hefur verið
við miklar vinsældir hér á landi.
„Hann er búinn að vera mjög upp-
tekinn við tökur á myndinni um þá
Klovn-félaga en þegar við sáum
fram á að þessi dagur væri laus
þá stukkum við til,“ segir Gunnar
en bætir því við að hinir skemmti-
kraftarnir séu engu síðri, þeir séu
bara ekki jafn þekktir hér á landi.
Að öllum líkindum mun Ari Eld-
járn hita upp fyrir sýninguna og þá
kemur til landsins Linda Mahala,
þekkt í heimalandi sínu Noregi.
„Það er alveg frábært að fá konu
þótt Frímann sjálfur verði ekkert
hrifinn af því,“ segir Gunnar.
freyrgigja@frettabladid.is
GUNNAR HANSSON: FRÍMANN Í SPOR JAY LENO OG LETTERMAN
FRANK HVAM MEÐ UPPI-
STAND Í HÁSKÓLABÍÓI
„Ég vann í Þjóðleikhúsinu alla mína skólagöngu
og leikmyndahönnun var í rauninni það sem ég
ætlaði alltaf að gera. Svo tók myndlistin völdin
og þetta fór á hilluna í nokkur ár,“ segir Pétur
Gautur myndlistarmaður en hann sér um að
hanna leikmyndina í Rocky Horror söngleikn-
um sem frumsýndur verður á Akureyri þann
10. spetember, Pétur er nú betur þekktur fyrir
myndlistina en leikmyndagerð en hann segist í
rauninni hafa byrjað í leikhúsinu. „Ég ákvað að
fara í leikmyndahönnun þegar ég var búin að
læra myndlist í Danmörku og komst meira að
segja inn í Konunglega leiklistarskólann þar,“
segir Pétur en hann fékk hjálp frá Þjóðleikhús-
inu hér heima, þar sem hann var að vinna, við
að komast inn í þennan fræga skóla.
„Ég hef alltaf verið viðloðandi leikhús,“ segir
Pétur Gautur en það eru orðin nokkur ár síðan
hann fékkst við leikhús síðast og hann sér ekki
eftir að hafa tekið þessa sýningu að sér. „Ég er
mjög spenntur fyrir þessu verkefni enda ekki
á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að
blanda saman leikriti og rokktónleikum,“ segir
Pétur Gautur en hann hefur fengið til liðs við
sig ljósahönnuði sem aðstoða hann í að gera
sýninguna sem flottasta. „Þetta verður rosa-
sýning. Ég ætla ekki að gefa of mikið upp um
hvernig leikmyndin muni líta út. Verkið Rocky
Horror er svo frægt og allir með ákveðnar hug-
myndir um hvernig allt á að líta út.“ segir Pétur
en hann er fullviss um að enginn verði fyrir
vonbrigðum með þessa uppfærslu á söngleikn-
um fræga. -áp
Hannar leikmyndina í Rocky Horror
„Mér finnst þetta í raun ekki
merkilegt mál, enda er fatnað-
ur af svipuðu tagi út um allt í
dag,“ segir fatahönnuðurinn
Ásgrímur Már Friðriksson
þegar hann er inntur eftir því
hvort hann telji að söngkonan
Beyoncé Knowles hafi hermt
eftir hönnun hans fyrir nýja
haustlínu tískumerkisins Der-
eon, sem söngkonan á ásamt
móður sinni.
Eins og Fréttablaðið greindi
frá fyrir skömmu má finna
leggings í nýrri haustlínu
fatamerkis söngkonunnar en
þeim svipar mjög til leggings-
buxna sem söngkonan keypti
í Top Shop síðasta haust. Þær
buxur voru hannaðar af
Ásgrími Má fyrir íslenska
tískumerkið E-label, sem
hefur verið fáanlegt í versl-
un TopShop í London í tæpt ár.
Heba Hallgrímsdóttir og Ásta
Kristjánsdóttir, eigendur E-
label, höfðu ekki tekið ákvörð-
un um hvort þær myndu leita
réttar síns þegar Fréttablaðið
ræddi við þær fyrir helgi en
Ásgrímur er fremur rólegur
yfir þessu.
„Það gæti vel verið að hún
hafi sótt innblástur til okkar,
en það eru gaddar út
um allt í dag,“ bætir
fatahönnuðurinn við,
sem lætur málið aug-
ljóslega ekki á sig fá.
Ásgrímur Már vinnur
þessa dagana að eigin
fatalínu auk þess sem
hann rekur verslunina
Kiosk ásamt nokkrum
öðrum ungum og efni-
legum fatahönnuðum.
Forvitnilegt verð-
ur að sjá hvort aðrar
stórstjörnur finni inn-
blástur hjá Ásgrími Má
í framtíðinni.
Ekkert mál með Beyonce
AFSLAPPAÐUR Ásgrímur Már Frið-
riksson, fatahönnuður, telur ekki að
Beyoncé Knowles hafi hermt eftir
hönnun hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MYNDLISTARMAÐURINN Í LEIKHÚSIÐ Pétur Gautur
myndlistarmaður er í rauninni lærður leikmyndahönn-
uður og hannar leikmyndina í Rocky Horror.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
SÉRSTAKIR FÉLAGAR Frank Hvam kemur til Íslands í heimsókn til Frímanns Gunnarssonar og treður upp á sérstöku skemmti-
kvöldi í Háskólabíói ásamt þekktum norrænum uppistöndurum.
Enn sem komið er virðist vetrar-
dagskrá RÚV ekki komin í fastar
skorður. Eins og Fréttablaðið
greindi frá hefur ekki
verið fyllt upp í
það skarð sem
Spaugstofan
skildi eftir sig en
Gunnar Björn
Guðmundsson
hafði engan tíma
til að stýra laug-
ardagsþætt-
inum. Hins
vegar geta
aðdáendur
Útsvars
andað léttar því Sigmar Guð-
mundsson og Þóra Arnórsdóttir
snúa aftur á skjáinn í haust.
Óttar Guðnason, kvikmyndatöku-
maður, hefur undanfarnar vikur
og mánuði verið við
störf í New Orleans
þar sem hann hefur
verið að taka upp
kvikmyndina Love,
Wedding Mariage.
Myndin skartar
þeim Mandy
Moore og
Twilight-
stjörnunni
Kellan Lutz
í aðalhlut-
verkum.
Nærvera Íslendingsins virðist
þegar hafa haft áhrif því Lutz lýsti
því yfir í viðtölum við netmiðla í
gær að hann vildi endilega heim-
sækja Ísland og einhverja aðra
staði í fríinu sínu.
Bretar eru fremur bjartsýnir á að
2010 verði gott ár í kvikmynda-
húsum. Þar leika stórmyndir á
borð við Harry Potter og Clash of
the Titans stórt hlutverk en einnig
Jackie Chan-myndin The Spy Next
Door. Ekki er það þó hasarhetjan
sem er talið verða helsta aðdrátt-
araflið fyrir bresk ungmenni held-
ur Magnús Scheving
en þetta kemur
fram á markaðs-
vefnum utalkmark-
eting.com. Meira að
segja frystivörukeðj-
an Iceland veðjar á
Magnús og vini og
auglýsir mynd-
ina grimmt
á sínum
vörum. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1. Um 1.240 manns.
2. Slíta tengslin við breska
konungsveldið.
3. Ekkert.
LÁRÉTT 2. mest, 6. tveir eins, 8. hvers
vegna, 9. taug, 11. kúgun, 12. ólögl.
innflutningur, 14. endurtekning, 16.
tveir eins, 17. frjó, 18. farfa, 20. rykk-
orn, 21. útgáfunr. tónverks.
LÓÐRÉTT 1. sæti, 3. eftir hádegi, 4.
svelgja, 5. tæfa, 7. skipafélag, 10.
gagn, 13. gifti, 15. nema, 16. nögl,
19. í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. best, 6. ee, 8. hví, 9. sin,
11. ok, 12. smygl, 14. stagl, 16. kk, 17.
fræ, 18. lit, 20. ar, 21. ópus.
LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. eh, 4. svolgra,
5. tík, 7. eimskip, 10. nyt, 13. gaf, 15.
læra, 16. kló, 19. tu.
„Ég dýrka að grilla portobello
sveppi, jafnvel bara hvaða svepp
sem er, bræða í þá einhvers
konar ost, smá vinaigrette-
dressingu, ásamt litlum lauk-
um grilluðum í álpappír með
einhverju þrusu góðu brauði og
kartöflusalati.“
Birkir Fjalar Viðarson, nemi og fyrrverandi
söngvari I Adapt