Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 16
16 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Hjörleifur Kvaran segist halda laun- um sínum í níu mánuði eftir að stjórn Orkuveitunnar ákvað að leysa hann frá störfum sem forstjóra. Hann gef- ur í skyn ágreining við stjórnarfor- mann um uppsagnir og gjaldskrár- hækkanir í viðtali við Fréttablaðið. Segir engan trúnaðarbrest hafa orðið því trúnaður hafi aldrei myndast. Hjörleifur Kvaran, sem vikið var úr starfi for- stjóra Orkuveitu Reykjavíkur í fyrrakvöld, fær greidd laun frá Orkuveitunni í níu mán- uði, samkvæmt því sem fram kemur í sam- tali hans við Fréttablaðið. Það eru þau kjör sem honum ber samkvæmt ráðningarsamn- ingi sem var gerður þegar hann var ráðinn til forstjórastarfa síðsumars 2008. „Það var ekki samið um nein starfsloka- kjör,“ segir Hjörleifur spurður hverra kjara hann njóti eftir að stjórn Orkuveitunnar ákvað að leysa hann frá störfum. „Ég fæ bara þau kjör sem ráðningarsamningur minn gerir ráð fyrir. Ég er með þriggja mánaða uppsagnar- frest og sex mánuði á launum þar á eftir. Þetta eru lakari kjör en forveri minn hafði og ég hef verið á mun lægri launum en hann hafði.“ Með 1,8 milljónir á mánuði, samkvæmt Frjálsri verslun Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hjörleifur með rúmlega 1,8 milljónir króna í laun á mánuði frá Orkuveitu Reykavíkur á síðasta ári. Hjörleifur var ráðinn forstjóri í stað Guðmundar Þóroddssonar, korteri fyrir hrun og segir að það hafi verið sitt fyrsta verk í starfi að lækka laun forstjóra. Þau séu nú 35-40% lægri en var áður en hann tók við starfi. „Auðvitað er maður aldrei sáttur við að svona þurfi að fara,“ segir Hjörleifur. „En mér var tilkynnt í [fyrradag] að stjórnin hefði tekið ákvörðun um að ég þyrfti að víkja sem forstjóri. Það var óskað eftir að það gerðist þegar í stað.“ Hann segir að það hafi komið sér á óvart þegar Haraldur Flosi Tryggva- son, starfandi stjórnarformaður Orkuveit- unnar, sagði honum að öll stjórn Orkuveit- unnar stæði á bak við þá ákvörðun að skipta um forstjóra. Fékk ekki réttar upplýsingar um afstöðu stjórnar „Síðar kom í ljós að það var ekki rétt,“ segir Hjörleifur og bendir á að samkvæmt fundar- gerð stjórnar hafi aðeins helmingur stjórnar- innar tekið þátt í afgreiðslu málsins á stjórn- arfundi. „En þessi ákvörðun var tilkynnt mér og ekki rædd frekar.“ Hjörleifur segir að miklar hagræðingar- aðgerðir hafi staðið yfir innan fyrirtækisins undanfarið. Starfsfólkið hafi í sameiningu náð góðum árangri við að lækka launakostnað og annan rekstrarkostnað. „Það er búið að hag- ræða um fleiri hundruð milljónir í rekstri og launum og fyrir liggja tillögur frá mér um fleiri hundruð milljóna sparnað, en þó þannig að það komi ekki illa við meginþorra starfs- manna. Á síðasta eina og hálfa árinu hefur starfsmönnum Orkuveitunnar fækkað um þrjátíu og átta án uppsagna, fyrst og fremst með því að ráða ekki í störf sem losnuðu og með því að endurnýja ekki tímabundnar ráðn- ingar.“ Starfsmenn Orkuveitunnar eru nú um 650 talsins. Eftir stjórnarskiptin í vor fól ný stjórn, undir formennsku Haraldar Flosa Tryggva- sonar, Hjörleifi að gera úttekt á fyrirtækinu. „Ég fékk til þess tiltölulega skamman tíma, en kláraði innan frests og skilaði til starf- andi stjórnarformanns, sem hefur haft hana til meðferðar síðan og meðal annars sent til rýnihóps.“ Vann hófsamar tillögur Hjörleifur segir að sér hafi heyrst að starf- andi stjórnarformaður væri ekki fyllilega ánægður með hvernig staðið var að úttekt- inni og þær tillögur sem þar voru gerðar. Það kunni að vera skýringin á því að leiðir skildi. „Ég hafði unnið tillögur um hvernig bæta megi stöðu fyrirtækisins til næstu ára, sem við töldum trúverðugar og settar fram af hóf semd gagnvart neytendum og starfsmönn- um,“ segir Hjörleifur. Spurður hvort skilja beri þessi orð hans þannig að hann hafi ekki viljað ganga eins langt í því að hækka gjaldskrá og segja upp starfsfólki og Haraldur Flosi, segir Hjörleifur: „Við kunnum að eiga eftir að sjá tillögur sem eru öðru vísi en við lögðum til.“ Hann segist ekki vita hvaða aðgerðir séu í undirbúningi en starfandi stjórnarformaður hafi ekki verið sáttur við framlag forstjórans til þeirra. Hjörleifur segist leggja áherslu á að nú séu erfiðir tímar hjá Orkuveitunni og starfs- fólki fyrirtækisins. „Ég hefði talið nauðsyn- legt að menn stæðu saman og ynnu sig saman í gegnum þessa erfiðleika. En það eru aðrir sem ráða. Þeir taka ákvarðanirnar og þeir hljóta að hafa í hendi þær lausnir sem nauð- synlegar eru.“ Enginn trúnaðarbrestur án trúnaðar Spurður um það hvernig samstarfið við Har- ald Flosa hafi gengið, segir Hjörleifur Kvaran: „Þetta er sjöundi stjórnarformaðurinn sem ég vinn með. Það hefur verið gaman og ljúft að vinna með þeim fyrstu sex en samstarfið hefur ekki alveg verið að gera sig með þeim sjöunda. Það hefur ekki orðið neinn trúnaðar- brestur. Það þarf að skapast trúnaður til þess að hann geti brostið.“ Segir að trúnaður hafi aldrei myndast HJÖRLEIFUR KVARAN Segist hafa gert úttekt og undirbúið tillögur um hófsaman sparnað gagnvart neytend- um og starfsmönnum Orkuveitunnar. Starfandi stjórnarformanni hafi ekki fallið þær tillögur í geð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pétur Gunnarsson peturg@frettabladid.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 0- 12 30 Lán til góðra verka * Vextir skv. vaxtatöflu Íslandsbanka 1. júlí 2010. Vextir taka mið af kjörvöxtum óverðtryggðra skuldabréfalána en veittur er fastur 2% vaxtafrádráttur frá þeim. 5,75%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.