Fréttablaðið - 19.08.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 19.08.2010, Síða 10
10 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Sama á hverju gengur – þú getur alltaf reitt þig á Siemens. A T A R N A Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. GROUP ATVINNUMÁL „Við erum að svara mikilli eftirspurn fyrirtækja í hugverkaiðnaði eftir fólki. Þau fáu atvinnuleyfi sem við gefum út eru vegna starfa hjá hugbún- aðarfyrirtækjum. Það er greini- lega ekki fólk hér í störfin,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin sendi í vikunni hópi fólks á atvinnuleysisskrá á aldr- inum 20 til 60 ára með menntun umfram grunnskólapróf og hefur verið á atvinnuleysisskrá í þrjá mánuði eða lengur boð um að hún bjóðist til að greiða skóla og skráningargjöld atvinnulausra í frumgreinanámi og í grunnnám tækni- og raungreina á háskóla- stigi í eitt ár frá og með næsta hausti. Námið er lánshæft. Gert er ráð fyrir að kostnaður Vinnu- málastofnunar nemi 40 til 50 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 7,5 pró- GISSUR PÉTURSSON Kostnaður Vinnumálastofnunar vegna háskólanáms atvinnu- lausra gæti numið allt að fimmtíu milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vinnumálastofnun sendir hópi atvinnulausra bréf: Greiða skólagjöld fyrir atvinnulausa Til hugverkageirans teljast störf á borð við heilbrigðistækni, hönnun, fata- og litiðnað, leikjaiðnað, líftækni, orku- og umhverfistækni; vinna við tónlist, kvikmyndir og afþreyingaiðnað, vél- og rafeinda- tækni fyrir matvælavinnslu ásamt ýmsum öðrum tæknigreinum. Hugverkageirinn BERA HÖFUÐIÐ HÁTT Þær eru ekki beint niðurlútar, þessar mörgæsir sem voru að spóka sig í dýragarði í Hannover í Þýskalandi nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fjórar rúmlega tvítugar konur fyrir líkamsárás á Akur- eyri. Samkvæmt ákæru átti atburð- urinn sér stað á veitingastaðn- um Kaffi Akureyri í ágúst á síð- asta ári. Þrjár kvennanna sem ákærðar eru réðust á þá fjórðu. Ein þeirra kýldi hana í andlitið og sparkaði jafnframt með hnénu í andlit hennar. Hinar tvær rifu í hár fórnarlambsins og slógu hana nokkrum sinnum í andlit og lík- ama. Sú sem ráðist var á hlaut sjá- anlega áverka. En hún er einnig kærð fyrir stórfellda líkamsárás þar sem hún sló eina af árásarkon- unum þremur með glerglasi í höf- uðið með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda fékk sár á hvirfil. Konan sem hinar þrjár réð- ust upphaflega á gerir kröfu um bætur frá þeim að upphæð sam- tals ríflega 600 þúsund krónur. Þar af eru 300 þúsund í miska- bætur. Sú hinna þriggja, sem slegin var með glasinu gerir kröfu um bætur upp á 300 þúsund krónur úr hendi þeirrar sem það gerði. Jafn- framt krefst hún greiðslu vegna lögmannsaðstoðar upp á tæplega 200 þúsund krónur. - jss HÉRAÐSDÓMUR Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þrjár rúmlega tvítugar konur réðust á eina sem svaraði fyrir sig: Fjórar ákærðar fyrir slagsmál sent í júlí. Það jafngildir því að tæplega 12.600 manns hafi verið án atvinnu í mánuðinum. Helm- ingur atvinnulausra var með grunnskólapróf, tólf prósent með stúdentspróf og sextán prósent með háskólamenntun. Gissur reiknar með að um 150 manns nýti sér boðið. „Ef áhug- inn er meiri þá verðum við að skoða það,“ bætir Gissur við. - jab HJÁLPARSTARF UNICEF á Íslandi hefur tekið í notkun söfnunarsíma til að afla fjár til stuðnings þeim sem orðið hafa verst úti í flóðun- um í Pakistan. Að minnsta kosti 15 milljónir manna hafi orðið illa úti í flóðun- um í Pakistan, um helmingurinn börn, að mati UNICEF. Símanúmer hjálparsímanna eru 908 1000 fyrir 1.000 króna fram- lag, 908 3000 fyrir 3.000 króna framlag og 908 5000 fyrir 5.000 króna framlag. Einnig er tekið við framlögum á unicef.is. - pg Barnahjálp SÞ á Íslandi: Söfnunarsími fyrir Pakistan

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.