Fréttablaðið - 19.08.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 19.08.2010, Síða 4
4 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Vextir eru enn háir og rök fyrir lækkun þeirra,“ segir Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri. Hann kynnti í gær vaxta- ákvörðun peningastefnunefndar bankans, sem ákvað að lækka vexti um eitt prósentustig. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana, sem eftir fall bankanna urðu hinir eiginlegu virku stýrivextir, verða eftirleiðis 5,5 prósent en vextir á lánum gegn veði til sjö daga, sem eru stýrivext- ir samkvæmt hefðbundinni skil- greiningu, fara í sjö prósent. Líkt og sjá má á grafinu hefur samfellt vaxtalækkunarferli staðið yfir síðan um miðjan mars í fyrra. Þá stóðu stýrivextir í átján prósentum og höfðu aldrei verið hærri. Þeir eru nú svipaðir og í október 2004. Lækkunin nú er ívið meiri en greiningaraðilar höfðu spáð. Greiningardeildir Arion banka og Íslandsbanka bjuggust við að vext- ir færu niður um hálft prósentustig en greining MP Banka spáði 0,75 prósenta vaxtalækkun. Greiningaraðilar og peninga- stefnunefnd mátu horfur með svip- uðum hætti; gengi krónunnar hefur styrkst frá áramótum og verðbólga lækkaði hratt í sumar. Verðbólgan stóð í 4,8 prósentum í júlí saman- borið við 7,5 prósent við útgáfu síð- ustu Peningamála, ársfjórðungs- rits Seðlabankans, í maí og gengi krónunnar styrkst frá áramótum. Fram kom á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í gær að séu neyslu- skattar teknir út úr tölunum stend- ur verðbólga í 4,0 prósentum. Von er á frekari hjöðnun verðbólgu á árinu og líkur á að hún verði komin að 2,5 prósenta verðbólgumarkmið- um Seðlabankans í kringum ára- mótin. Seðlabankastjóri segir horfur í efnahagsmálum betri en áður hafi verið reiknað með og það sé að snú- ast til betri vegar í efnahagslífinu. Þó séu nokkrir óvissuþættir enn til staðar; þriðju endurskoðun efna- hagsáætlunar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins er ólokið og óvissa með fjármagnsþörf bankanna eftir nið- urstöðu Hæstaréttar á vaxtavið- miði gengistryggðra krónulána. Því kunni afnám gjaldeyrishafta að frestast um sinn. Fram til þessa hefur staðið til að hefja afnám hafta í haust. jonab@frettabladid.is Stýrivextir ekki lægri í sex ár Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti í sjö prósent. Seðlabankastjóri segir rök vera fyrir því að lækka þá enn frekar. Óvissa um vaxtaviðmið gengistryggðra krónulána gæti frestað afnámi gjaldeyrishafta. Þróun á vaxtastigi Seðlabankans síðustu þrjú ár 20% 15% 10% 5% Stýrivextir Vextir á viðskiptareikning- um innlánsstofnana nó v. 0 7 fe b. 0 8 m aí 0 8 ág . 0 8 fe b. 0 9 m aí 0 9 ág . 0 9 nó v. 0 9 fe b. 1 0 m aí 1 0 ág . 1 0 se pt . 0 7 28. okt. 2008 18% 15. okt. 2008 12% 15. okt. 2008 11,5% 3. nóv. 2008 17,5% 18. ág. 2008 5,5% 4. júní 2009 12% 7. maí 2009 9,5% 18. ág. 2008 7% Heimild: Seðlabanki Íslands ÆÐSTU MENN SEÐLABANKANS Már Guðmundsson seðlabankastjóri, hér á vinstri hönd Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra, segir að þrátt fyrir vísbend- ingar um betri horfur í efnahagsmálum kunni afnám gjaldeyrishafta að frestast vegna óvissuþátta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Spáð er 1,9 prósenta samdrætti í efnahagslífinu á árinu í stað 2,6 pró- senta samkvæmt spá Seðlabankans í maí. Á næsta ári er reiknað með 2,4 prósenta hagvexti. Í maí var búist við að hagvöxtur á næsta ári gæti orðið 3,4 prósent. ■ Horfur í alþjóðaviðskiptum hafa batnað. Spáð er 7,5 prósenta vexti á þessu ári í stað 4,0 prósenta. Spá fyrir næsta ár er óbreytt í 5,5 prósent- um. ■ Spáð er 10,0 prósenta hækkun sjávarafurðaverðs á árinu í stað 6,0 pró- senta í maíspá. ■ Gert er ráð fyrir að útflutningur dragist saman um 1,2 prósent á árinu. Skýrist af töfum á stóriðjuframkvæmdum og veikari sjávarafurða- og þjónustuútflutningi. ■ Útlit fyrir á milli 9,0 til 10,0 prósenta afgang af vöru- og þjónustuviðskipt- um fram til ársloka 2012. ■ Krónan hefur styrkst um átta til níu prósent gagnvart evru og Bandaríkja- dal frá í maí. Það er umfram spá Seðlabankans í maí. ■ Einkaneysla dróst saman um 0,6 prósent á öðrum ársfjórðungi. Seðla- bankinn bjóst við 0,7 prósenta samdrætti í maí. ■ Gert ráð fyrir 0,5 prósenta vexti í einkaneyslu á árinu. Í maí var reiknað með 1,1 prósents vexti. ■ Spáð að heildarfjárfesting dragist saman um 3,8 prósent í ár í stað 10 prósenta í fyrri spá. Efnahagsspá Seðlabankans í hnotskurn EFNAHAGSMÁL Handbært fé frá rekstri ríkisins var neikvætt um 36,5 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins. Tekjur voru 27,7 milljörðum meiri en á sama tíma- bili í fyrra og voru 16,4 milljörðum meiri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Gjöld voru 3,1 milljarði meiri en í fyrra. Innheimtar tekjur ríkissjóðs á tímabilinu námu 232,5 milljörð- um króna sem var 16,4 milljörð- um meira en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Það skýrist af bókfærð- um tekjum vegna sölu sendiherra- bústaðar í London og samkomulags um ráðstöfun eigna Avens B.V. í Lúxemborg. Áætlun fjárlaga gerði ekki ráð fyrir þessum ráðstöfun- um. Hagnaður ríkissjóðs af samn- ingnum vegna Avens var áætlaður 17,5 milljarðar króna og söluhagn- aður sendiherrabústaðarins var 1,7 milljarðar króna. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 195,8 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Um er að ræða 9,9 prósenta hækkun að nafnvirði frá árinu á undan en upphæðin er 1,4 prósentum undir tekjuáætlun fjárlaga. Tekjur af ýmsum sköttum voru minni en búist var við, svo sem af áfengisgjaldi og tóbaksgjald. Greidd gjöld ríkissjóðs námu 261,6 milljörðum króna og jukust um 3,1 milljarð frá fyrra ári. - mþl Greiðsluafkoma ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins liggur fyrir: Tekjur ríkisins meiri en búist var við ARNARHVOLL Fjármálaráðuneytið birti greiðsluuppgjör ríkissjóðs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 30° 20° 19° 23° 21° 19° 19° 24° 21° 30° 29° 35° 15° 23° 18° 18°Á MORGUN 3-8 m/s Hvassara NV- og SA-til. LAUGARDAGUR Norðaustlægar áttir vætusamt N-til. 16 13 12 14 12 11 10 13 15 14 8 2 13 8 9 5 6 7 15 4 5 5 14 10 9 10 13 14 8 7 8 12 KÓLNAR HÆGT Litlar breytingar verða á veðrinu næstu daga. Norð- austlægar áttir ríkja með sínu bjarta veðri sunnan- og vestanlands en votviðri norðan og austan til. Hitatöl- urnar lækka lítillega með hverjum degi, einkum norðan til. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Héraðsdómur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaup- þings fram til 24. nóvember þessa árs. Var það gert að beiðni bank- ans. Er þetta í þriðja sinn sem Kaupþing fær framlengingu á greiðslustöðvun. Hinn 24. nóv- ember 2008 var upphaflega veitt heimild til 13. febrúar 2009, síðan var framlengt til 13. nóvember og síðast til 13. ágúst 2010. Eftir 24. nóvember mun bank- inn fara sjálfkrafa í slitameðferð. Lög frá síðasta ári vernda bank- ann gegn lögsóknum, þvingunar- úrræðum, innheimtuaðgerðum og öðrum lögsóknum á tímabilinu. - sv Kaupþing fær frestun á ný: Framlenging á greiðslustöðvun KAUPÞING Bankinn sótti um frest á greiðslustöðvun og fékk samþykkt í þriðja sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Hagnaður Icelandic Group af reglulegri starfsemi fyrir skatta var rúmir 2 millj- arðar króna á fyrri hluta þessa árs. Rekstrarhagnaður jókst um 20 prósent og var 4,1 milljarður. Þetta kemur fram í árshlutaupp- gjöri Icelandic. Hagnaður fyrir skatta jókst um 135 prósent milli ára þrátt fyrir að árið 2009 hefði verið besta ár í sögu félagsins. Icelandic Group er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki og eitt það stærsta sinnar tegund- ar í heiminum. Stór hluti íslenskra sjávarafurða er seldur af Icelandic. - mþl Árshlutauppgjör Icelandic: Hagnaður jókst um 135 prósent HAMFARIR Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gær for- setum Kína og Pakistans samúð- arkveðjur vegna flóða í löndunum. Í Kína hafa á annað þúsund lát- ist vegna flóða á undanförnum vikum. Í Pakistan hafa flóð kostað um tvö þúsund manns lífið og skemmt meira en 700 þúsund heimili. Í fréttatilkynningu frá skrif- stofu forseta segir að hugur Íslendinga sé með fjölskyldum og ættingjum þeirra sem látið hafa lífið. - mþl Skrifstofa forseta Íslands: Kveðjur til Kína og Pakistans AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 18.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,8291 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,87 119,43 186,02 186,92 153,10 153,96 20,549 20,669 19,335 19,449 16,213 16,307 1,3929 1,4011 180,26 181,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.