Fréttablaðið - 19.08.2010, Síða 20
20 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Guðmundur Andri Thorsson rithöfund-ur hefur skrifað greinar í Fréttablað-
ið að undanförnu um Evrópusambandið.
Eða öllu heldur, hann hefur skrifað grein-
ar um þá sem skrifa um Evrópusamband-
ið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru
andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með
fleipur, séu haldnir órum eða segi trölla-
sögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfund-
ur sem í hinu orðinu kallar eftir málefna-
legri umræðu, segir að „óskandi væri að
umræðan um ESB snerist um málefni.“
Síðasta grein hans heitir Vinstri græn
og Evrópusambandið og fjallar aðallega
um meint „raus“ Ögmundar Jónasson-
ar. „Raus“ heitir það þegar andstæðing-
ar ESB-aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í
ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvern-
ig áhersla á markaðsvæðingu almannþjón-
ustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt
tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið
að samningsréttarkerfum launafólks og
stefnumótun innan Evrópusambands-
ins færi í vaxandi mæli fram í dómsölum:
„Þetta virðist mér vera að gerast“ skrif-
ar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn
markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru
alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og
síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða
meira stefnumótandi í málum sem eru í
eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg
úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfé-
lagsins. Þetta vekur spurningar um hvort
og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða
samið um halda gagnvart jafnræðisreglum
sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafn-
ræðið snýr að markaðnum hafa félagsleg-
ir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir
kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.“
Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda
fyrirvarar sem nú kann að verða samið
um? Ekki minni maður en Stefan Füle,
stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera.
Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí
sl. með Össuri Skarphéðinssyni utanríkis-
ráðherra lýsti stækkunarstjóri ESB því
yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar
varanlegar undanþágur frá lögum ESB“
aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofan-
álag bætist aukið vægi dómstólanna sem
Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg
ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsan-
legir ávinningar við samningaborð séu til
að treysta á. Svo virðist ekki vera sam-
kvæmt því sem best verður séð. Sér Guð-
mundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki
auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri
að hann léti af skætingsskrifum og hæfi
málefnalega umræðu, til dæmis um þetta
atriði?
ESB fyrirvararnir halda ekki!
Evrópumál
Ásmundur
Einar Daðason
alþingismaður
Vinstri-
hreyfingarinnar-
græns framboðs
Áhugaleysi meðal drengja
Rannsóknir hafa sýnt fram á að
drengir í grunnskólum landsins hafa
minni áhuga á því sem þar fer fram en
skólasystur þeirra en þetta áhugaleysi
kemur niður á námsárangri drengj-
anna. Menntaráð Reykjavíkurborgar
samþykkti nýverið að setja á fót starfs-
hóp með það að markmiði
að leita leiða til að auka
námsáhuga drengja í
grunnskólum. Var tillaga
þess efnis samþykkt
með sex atkvæðum gegn
einu en fulltrúi Vinstri
grænna í menntaráði
greiddi atkvæði gegn
tillögunni.
Nám og kynjaímyndir
Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgar-
stjórn, tjáði sig um málið í Fréttablað-
inu í gær og sagði tillöguna falla í pytt
gamallar orðræðu. Mikilvægast væri
að vinna með og uppræta staðlaðar
kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla
að markvissri kynjafræðslu fyrir
bæði kynin. Sjónarmið Sóleyjar eru
vissulega góðra gjalda
verð en erfitt er að sjá
að þau mæli gegn
því að reynt sé að ýta
undir áhuga drengja í
skólastarfi. Getur þetta
tvennt ekki farið
saman?
Ekki verk eins manns
Icelandic Group birti í gær tölur um
afkomu á fyrri helmingi ársins en
hagnaður af reglulegri starfsemi jókst
um 135 prósent milli ára. Í fréttatil-
kynningu sem send var út af þessu
tilefni skrifar Finnbogi Viktorsson,
forstjóri fyrirtækisins: „Hvaða forstjóri
yrði ekki ánægður með 135 prósenta
arðsemisaukningu á fyrstu sex mán-
uðum ársins eftir að hafa skilað besta
rekstrarári í sögu félagsins árið 2009?“
Ekkert svar kemur við spurningunni
en Finnbogi er fljótur að taka fram að
þessi árangur sé ekki verk eins manns
heldur allra starfsmanna fyrir-
tækisins, hógværðin uppmáluð.
magnusl@frettabladid.is
Fæst í heilsubúðum,
og matvöruverslunum
• Lífrænt ræktað hráefni
• Án viðbætts sykurs
• Engin rotvarnarefni
F
réttablaðið sagði í gær frá tillögum, sem meðal annars
eru unnar í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og
ganga út á að þak verði sett á það hversu mikið sveitar-
félögum verður heimilt að skuldsetja sig. Rætt er um að
horfa þá til allra skulda sveitarfélaganna, bæði A-hlutans,
sem tekur til hefðbundins rekstrar og er fjármagnaður með skatt-
fé, og B-hlutans, en í honum eru fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna
með sjálfstæða tekjustofna, til dæmis hafnir og orkuveitur. Tillög-
urnar ganga út frá að skuldaþak-
ið verði 150% af heildartekjum
sveitarfélaganna.
Verði þessar tillögur að
lögum, gerir það út af fyrir sig
ekki mikið til að bæta þá afleitu
fjárhagsstöðu, sem mörg sveit-
arfélög eru komin í. Skuldastaða
þeirra margra er umfram mark-
ið sem rætt er um og lögfesting þess verður þannig ekki annað
en staðfesting á þeirri leið heilbrigðrar skynsemi að reyna að ná
skuldunum niður með aðhaldi og hagræðingu í rekstri.
Hins vegar getur skuldaþak komið í veg fyrir að staðið verði að
rekstri sveitarfélaga með jafnábyrgðarlausum hætti og reyndin
er um þau mörg á undanförnum árum. Það er staðreynd að mörg
sveitarfélög skuldsettu sig í góðærinu, þrátt fyrir vaxandi tekjur.
Stjórnmálamenn, sem vildu kaupa sér vinsældir, létu ekki duga að
framkvæma fyrir tekjuaukann, hvað þá að greiða niður skuldir,
heldur nýttu sér jafnframt aðganginn að ódýru fjármagni til að
taka lán. Mörg dæmi eru um að þegar innlendur lánamarkaður
varð tregari til að lána, hafi verið tekin erlend lán. Það fór síðan
eins og það fór þegar krónan hrundi.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga, sagði í fréttum Bylgjunnar í gær að væri fjárhagsstaða sveit-
arfélaga borin saman við stöðu ríkisins kæmu sveitarfélögin vel
út úr þeim samanburði. Það er rétt svo langt sem það nær. Halldór
gleymir hins vegar að geta þess að ríkissjóður hafði greitt niður
skuldir í góðærinu og var betur í stakk búinn en ella að taka á sig
þá gríðarlegu bagga, sem fylgt hafa bankahruninu, þar með talið
gjaldþrot Seðlabankans, endurfjármögnun bankanna og Icesave-
skuldirnar. Sveitarfélögin juku skuldir sínar þegar þeim bauðst
einmitt sama tækifæri og ríkinu til að greiða þær niður.
Rétt eins og hjá ríkinu er fram undan mikil tiltekt í fjármálum
sveitarfélaganna. Hugsanlega knýr hún fram fleiri sameiningar
sveitarfélaga. Þau eru enn of mörg og lítil og hafa sum hver ekki
burði til að takast á við lögbundin verkefni.
Skuldaþakið er skynsamlegt, vegna þess að ekki er víst að allir
stjórnmálamenn hafi lært af reynslunni. Og á eftir þeim sem nú
sitja í sveitarstjórnum kunna að koma pólitíkusar sem finnst í lagi
að skuldsetja næstu kynslóð til að koma hugmyndum sínum sem
fyrst í framkvæmd.
Stjórnmálamenn sem vildu kaupa sér vinsældir
skuldsettu sveitarfélögin.
Skuldaþak er
skynsamlegt