Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 32
19. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● menningarnótt
Setningarathöfn menning-
arnætur verður í Íslandstjaldi
ferðaþjónustunnar við gömlu
verbúðirnar á Reykjavíkurhöfn
klukkan 13 á laugardag.
„Áður en Jón Gnarr borgarstjóri
setur menningarnótt með pompi
og prakt syngur finnski háskóla-
kórinn Chamber Choir Cantinovum
ljúfa tónlist fyrir hátíðargesti í 180
fermetra Íslandstjaldi sem standa
mun á bílastæði milli gömlu Hafn-
arbúðar á Geirsgötu 9 og gömlu,
sægrænu verbúðanna, en þar verð-
ur taumlaus dagskrá og mikið stuð
í sjö tíma,“ segir Kristín Þorleifs-
dóttir landslagsarkitekt sem skipu-
leggur viðburði Ferðamálastofu og
markaðsstofu landshlutanna sem
nú taka þátt í hátíðarhöldum menn-
ingarnætur í fyrsta sinn.
„Eftir ávarp Jóns Gnarr hefst
vinna við hápunkt hátíðarhald-
anna í Íslandstjaldinu. Sú hug-
mynd kviknaði að tengja saman
landshlutana sjö sem taka þátt í
viðburðum Ferðamálastofu nú í
skemmtilegum gjörningi og úr
varð sjö metra langt Íslandsmál-
verk þar sem listamenn úr hverj-
um landshluta spinna af fingr-
um fram fagurt listaverk. Lista-
maðurinn Pétur Stefánsson ríður
á vaðið fyrir hönd Höfuðborgar-
stofu og eftir hans klukkustund
við strigann tekur næsti listamað-
ur við penslinum þaðan sem Pétur
lagði línurnar, en verkið er hugsað
sem ein heild þótt við vitum ekkert
hvað kemur út úr óvæntri sköpun
listamannanna sjö,“ segir Kristín
full tilhlökkunar.
„Dagskránni verður skipt upp
í klukkutíma skemmtihólf fyrir
hverja og eina markaðsstofu og allt
milli himins og jarðar sem hver
landshluti býður gestum sínum til
skemmtunar. Þar má nefna leik-
brúðusýningu frá Borgarnesi, trú-
badorinn Bjartmar Guðlaugsson,
Jönu Maríu Guðmundsdóttur með
sönglög Helenu Eyjólfsdóttur, Stúf
Leppalúðason norðan úr Mývatns-
sveit, Valgeir Guðjónsson, sunn-
lenska Aer-tríóið og Bigga Bix tón-
listarmann og Ísfirðing. Þá mætir
norðlensk skíðafjölskylda í höfuð-
staðinn til að sýna Sunnlendingum
hvernig á að haga sér í snjó, svo
fátt sé upptalið af bráðskemmti-
legri dagskrá þar sem allir finna
eitthvað við hæfi,“ segir Kristín
kát.
„Það er svo við hæfi að hinn
víðförli Ómar Ragnarsson sjái um
gamanmál og afhjúpi málverk allra
landsmanna klukkan 20, og sem
erindreki ferðalangsins í uppák-
omum Ferðamálastofu lokar há-
tíðinni belgíska brassbandið La
Fanfare du Belgistan með djöful-
legum dönsum í villtum og dular-
fullum ryþma sem blandast við dá-
leiðandi laglínur sem æra jafnt þá
sem aðhyllast arabíska-, sígauna-
eða djassmúsík.“ - þlg
Málverk allra landsmanna
Hér standa þau Einar Þór Karlsson hjá Höfuðborgarstofu og Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt við sægrænu verbúðirnar þar
sem Íslandstjaldið mun standa. Einar heldur að gamni hjólinu á lofti til að minna á hjólakortið í Grænu Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Flugbjörgunarsveitin í Reykja-
vík fagnar 60 ára afmæli í ár. Í
tilefni þess verður opið hús á
laugardaginn milli klukkan 13
og 18 í höfuðstöðvum Flugbjörg-
unarsveitarinnar að Flugvallar-
vegi. Gestum gefst þar tækifæri
til að kynna sér starfsemi Flug-
björgunarsveitarinnar í gegnum
árin í hnotskurn. Á staðnum verð-
ur meðal annars sögusýning þar
sem gamlir og nýir hlutir úr sögu
Flugbjörgunarsveitarinnar verða
til sýnis. Börnum verður boðið að
klifra á klifurvegg sveitarinnar
og geta rennt sér á lítilli línubraut
sem sett verður upp á staðnum.
Ferðasjúkrahús verður sett sér-
staklega upp og geta gestir reynt
bæði blástursmeðferð og hjarta-
hnoð á þar til gerðum brúðum
og eins verður hægt að skoða tvo
stóra jeppa, sérútbúna til björg-
unarstarfa. Flugbjörgunarsveit-
arfólk verður á staðnum í fullum
útivistarfatnaði og útskýrir bún-
aðinn fyrir gestum.
Flugbjörgunarsveitin er eina
sveitin með sérhæfða fallhlífa-
sveit. Í miðbænum verður því
hægt að sjá fallhlíf á lofti auk
þess sem erlendir kórar á kóra-
móti á menningarnótt koma við
yfir daginn og syngja vel valin
lög og óska sveitinni til hamingju
með afmælið á íslensku.
Flugbjörgunarsveitin 60 ára
Opið hús verður hjá Flugbjörgunarsveit-
inni á menningarnótt.
MYND/FLUGBJÖRGUNARSVEITIN
● GALDRAFERÐ FRÁ SKÓLAVÖRÐUHOLTI
Menningarfylgd Birnu Þórðardóttur verður farin frá
Hallgrímskrikju klukkan 13 á laugardag. Birna leiðir
gesti um stræti og torg Þingholta, drepur á dyr öðl-
inga og eðalmeyja. Göngufólkið mun sjá Alla Nalla
skottast um, styttur fara á stjá, Freyju kasta koss-
um, Loka leynast, Þór þumbast og Nönnu hvells-
pringa af þrotlausum harmi.
Magnús R. Einarsson gæðir sögur og ljóð Birnu
Þórðardóttur lífi með tónum og túlkað verður
á pólsku, ensku og ítölsku.
● LÚÐRAÞYTUR SVANSINS
Lúðrasveitin Svanur marserar upp Banka-
strætið á menningarnótt og rifjar þannig upp hefð
sem lúðrasveitir í kringum 1920 höfðu, en þá var
til siðs að sveitirnar færu upp Bankastrætið en ekki
niður eins og algengast er í dag.
Gangan hefst klukkan 14.30 á Ingólfstorgi. Þaðan
verður haldið upp Bankastræti og endað á Smiðjustíg
en big-band lúðrasveitarinnar Svans mun
halda tónleika í portinu fyrir framan Faktory.
„Í göngunni spilum við létt og skemmtileg
lög í karnivalstíl. Á tónleikum big-bandsins
fáum við hins vegar til liðs við okkur ýmsa
söngvara á borð við Áslaugu Helga, Edgar Smára
og Helga Rafn og spilum fjölbreytta tónlist, allt frá
lögum með Robbie Williams upp í Frank Sinatra slagara,“
segir Matthías V. Baldursson, stjórnandi Svansins.
● MYND AF ÞÉR Í GÖMLUM ANDA Ljósmyndasafn Reykjavíkur
býður að vanda upp á skemmtilegar myndatökur á menningarnótt.
Boðið er upp á myndatöku í gömlum anda þar sem fólk getur klætt
sig upp í búninga sem fengnir eru að láni í Borgarleikhúsinu. Það getur
síðan stillt sér upp fyrir framan málaðan bakgrunn við húsgögn frá versl-
uninni Fríðu frænku og látið smella af sér polaroid-mynd til eignar.
Myndatakan fer fram í sýningarsal Ljósmyndasafnsins, Grófarsal, að
Tryggvagötu 15 á sjöttu hæð. Fólk þarf aðeins að borga efniskostnaðinn
við myndina sem er 200 krónur.
IKI er spunasönghljómsveit 9 söngkvenna frá 4 Norðurlöndum, Íslandi, Finnlandi,
Noregi og Danmörku. IKI spinnur ALLA tónlist á staðnum, skapar tónlist í núinu.
Söngkonurnar fara ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun en leiðir þeirra lágu saman í
Rytmisk Musik Konservatorium í Kaupmannahöfn. IKI notar öll fjögur tungumálin
í tónlistarsköpun sinni og leika söngkonurnar sér með laglínur, hljóma, hljóð og
takt. Tónleikar með IKI eru því einstök upplifun! www.ikivocal.com
Norrænahúsinu kl. 20 aðgangur ókeypis.