Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 34
19. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● menningarnótt
Jón Gnarr borgarstjóri mun nota Reykajvíkurhand-
klæðið og Reykjavíkursápuna þegar hann stendur
fyrir umræðum í heita pottinum í Sundhöll Reykja-
víkur á menningarnótt. Handklæðið og sápan eru af-
rakstur samvinnu vöruhönnuðanna Friðgerðar Guð-
mundsdóttur og Kristínar Birnu Bjarnadóttur en þær
báru sigur úr býtum í samkeppni um hönnun minja-
gripa fyrir Reykjavíkurborg.
„Baðmenning Íslendinga er það sem erlendum
ferðamönnum þykir merkilegast þegar þeir heim-
sækja landið, sundlaugarnar og heita vatnið. Minja-
gripur þarf heldur ekki að vera hlutur sem fer upp í
hillu, við hönnuðum því handklæði og sápu,“ útskýr-
ir Friðgerður.
Sápan, sem er blá, er nákvæm eftirlíking af heitu
pottunum í Laugardalslaug og hvítt handklæðið
dregur form sitt einnig af spírallagi pottanna og á
að vefja því um líkamann. „Það er mjög klæðilegt,
eins og skikkja eða kjóll. Svo er skrúbbhanski fast-
ur við handklæðið til að skrúbba líkamann eftir guf-
una eða pottinn.“
Samkeppnin um minjagripinn var haldin á vegum
Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborg-
ar. Úrslitin voru kunngerð í mars síðastliðnum og er
varan nú að koma á markað. Hverju handklæði fylgir
bæklingur þar sem fjallað er um baðmenningu Íslend-
inga á sjö tungumálum en Friðgerður segir Reykja-
víkurhandklæðið og sápuna einnig hafa fengið mjög
góðar viðtökur hjá Íslendingum sjálfum.
Reykjavíkurhandklæðið og sápan fást meðal ann-
ars í verslununum Kraum, Mýrinni og Minju og munu
fljótlega fást víðar, til að mynda í sundlaugum Reykja-
víkur. - rat
Eins og skikkja eða kjóll
Friðgerður Guðmundsóttir og Kristín Birna Bjarnadóttir vöru-
hönnuðir hönnuðu handklæði og sápu sem minjagripi fyrir
Reykjavíkurborg en borgarstjórinn mun nota þetta tvennt í
heita pottinum á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
● KLÓAK OG KADILAKK Í KLETTAGÖRÐUM
Dælu- og hreinsistöð Orkuveitunnar við Klettagarða verður opin almenn-
ingi milli klukkan 16 og 18 á menningarnótt og boðið verður upp á leið-
sögn skólpfróðra manna.
Félagar í Cadillac-klúbbnum munu einnig mæta á olíudrekum sínum og
stilla þeim upp á hlaðinu svo gestir og gangandi fái notið þeirra.
Ólafur Gunnarsson rithöfundur er ástríðufullur Cadillac-áhugamaður og
mun lesa upp úr verkum sínum. Þá mun tónlistarmaðurinn Dóri Braga
taka lagið, svo eitthvað sé nefnt.
● ILMVÖTN TIL SÝNIS Í SPARK
SPARK er nýtt hönn-
unargallerí í Reykja-
vík við Klapparstíg
33. Sýningin sem
nú stendur yfir þar
ber yfirskriftina EAU
DE PARFUM. Þar
eru frumsýnd ilm-
vötn sem myndlist-
armaðurinn Andrea
Maack hefur unnið í
samstarfi við franska
ilmvatnsgerðarfyr-
irtækið apf arômes
& parfums. Ilmirnir
eiga uppruna sinn í myndlistarverkum Andreu og hafa verið hluti af inn-
setningum hennar síðastliðin tvö ár. Á meðan á sýningunni stendur eiga
gestir kost á því að eignast útgáfur af ilmvötnum og fylgihlutum sem
framleidd verða sérstaklega fyrir þessa frumsýningu. SPARK verður opið á
menningarnótt frá klukkan 10 til 22.
Kvikmyndagerðarkonan
Helena Stefánsdóttir tekur
þátt í vöfflukaffi í fyrsta sinn á
menningarnótt.
„Ég ætla að vera með vöfflur og
kaffi og svo eitthvað að drekka
fyrir börnin,“ segir Helena Stef-
ánsdóttir kvikmyndagerðarkona
sem býður gestum menningarnæt-
ur í vöfflukaffi í garði sínum við
Grettisgötu 6a. Þetta er í fyrsta
sinn sem Helena tekur þátt í vöf-
flukaffi menningarnætur.
Að eigin sögn hefur Helena verið
beðin um að taka þátt í vöfflukaff-
inu nokkrum sinnum áður. „Ég var
með Kaffi Hljóma lind í fimm ár
þannig að ég var alltaf svo upptek-
in á menningarnótt þar. Mig lang-
aði alltaf að vera með í vöfflukaffi
en ég hafði bara ekki tök á því út
af Hljómalind,“ segir Helena og
bætir brosandi við að hún sé hálf-
partinn að færa Hljómalind í garð-
inn heima.
Helena ákvað að vera einnig
með garðsölu meðfram vöfflukaff-
inu. „Þar verða alls konar litlir, fal-
legir hlutir sem ég er að losa mig
við. Ég ætla að selja bolla, leirtau,
kertastjaka og ýmislegt smádót.
Svo ætlum við að selja rúmið okkar
líka og ýmislegt fleira dót.“
Innt eftir því af hverju Helena
ákvað að halda garðsölu meðfram
vöfflukaffinu segir hún: „Það er
vegna þess að ég er að flytja til út-
landa.“ Hún er að fara til Gauta-
borgar í mastersnám í Media Art
sem er myndlist með ýmsum miðl-
um. Námið tekur tvö ár og hjónin
ætla að setjast á skólabekk saman.
„Við verðum saman í bekk.“
Hvar kviknaði hugmyndin? „Við
fengum þessa hugmynd vegna þess
að ég á svo mikið af fallegum hlut-
um sem ég tími ekki að henda eða
gefa. Mig langar samt ekki að setja
þá í geymslu því ég vil að þeir nýt-
ist öðrum. Þannig að ég ákvað bara
að reyna að selja þetta,“ útskýr-
ir Helena sem segir dóttur sína
einnig selja nokkur leikföng. „Það
þurfti smá að tala hana til, þú veist
hvernig börn eru, þau vilja eiga allt.
Henni tókst að safna í einn kassa
fallegum leikföngum sem hún vill
að láta frá sér.“ - mmf
Býður hjónarúm til sölu í
vöfflukaffi á Grettisgötu
Helena Stefánsdóttir mun hafa móður, systur og vinkonu til aðstoðar í vöfflukaffinu á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Inntökupróf fyrir stráka og stelpur
fædd 2000–2001(9–10 ára) fara
fram laugardaginn 28. ágúst
kl. 10.00.
Prufutímar eru í boði fyrir sama
aldur fram til 18. september
Rafræn skráning er hafin
á listdans.is
Skólasetning framhaldsdeildar fer
fram 20. ágúst kl. 15.00.
Fyrsti kennsludagur samkvæmt
stundartöflu í grunnskóla og fram-
haldsdeild verður mánudaginn
23. ágúst
Munið frístundarkortin.
Skólaárið 2010–2011
Ljósmynd af vorsýningu
Mynd: Valgarður Gíslason
Þekking
Reynsla
Fagmennska
Gæði
Úrvalskennarar í klassískum
og nútíma listdansi