Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 58
30 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 19. ágúst 2010
➜ Tónleikar
20.00 Trúbatrixur verða með tón-
leika á Paddy’s í Keflavík í kvöld. Tón-
leikarnir hefast kl. 20.00. Aðgangur er
ókeypis.
21.00 Kynningar- og styrktartón-
leikarnir „Rokkað gegn fátækt“ verða
haldnir á Sódómu Reykjavík í kvöld.
Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikarnir
hefjast kl. 21.00 Aðgangseyrir er 1500
krónur.
21.30 Djasskvartettinn Óli Stolz og
co leikur á Heitum fimmtudegi nr. 8
í Ketilshúsi, á Akureyri. Tónleikarnir
hefjast kl. 21.30.
22.00 Hljómsveitirnar Múgsefjun,
Nóra og Nista slá upp tónleikaveislu
á Faktorý í kvöld. Efri hæðin opnar kl.
21 og byrja tónleikarnir stundvíslega
kl. 22. Aðgangseyrir er 500 kr.
➜ Íþróttir
16.00 Borgarskákmót fer fram í dag
og hefst kl. 16.00. Mótið fer fram
venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavík-
ur. Þátttaka er ókeypis og öllum opin,
en skráning fer fram á www.skak.is
➜ Leikrit
20.30 Leikverkið In the Beginning
verður frumsýnt í kvöld kl. 20.30.
Sýningin fer fram í Hafnarhúsinu.
Aðgangur er ókeypis, en sætaframboð
er takmarkað.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
Spunahljómsveitin IKI, sem
skipuð er níu söngrödd-
um, er nú stödd hér á landi.
Hljómsveit þessi sam-
anstendur af níu stúlkum
frá fjórum Norðurlandanna
sem flytja tónlist sína án
allra hljóðfæra.
„Við hittumst allar síðastliðið
haust þar sem við vorum saman
í námi við Rytmisk Musik Kons-
ervatorium. Haustið 2009 ákváð-
um við nokkrir nemendur að taka
okkur saman og stofna söngsam-
spil. Eftir nokkrar æfingar voru
það þessar níu sem voru á sama
plani og hljómsveitin IKI varð
til,“ segir Anna María Björnsdótt-
ir, meðlimur spunahljómsveitar-
innar IKI.
Hljómsveitin er skipuð þeim
Önnu Mose, Johönnu Sulkunen,
Mari Tveito, Sofie Holm, Miu
Marlen Berg, Önnu Maríu Björns-
dóttur, Guro Tveitnes, Kamillu
Kovacs og Mette Skou en þær
eru frá Íslandi, Finnlandi, Nor-
egi og Danmörku en nafnið IKI
er fengið úr japönsku og merk-
ir líf. „Það sem þessi hljómsveit
gengur út á er að við spinnum upp
alla tónlist á staðnum. Það hefur
mikið að segja að hafa þennan
ólíka bakgrunn og á staðnum
verða textarnir til á öllum þess-
um tungumálum,“ segir Anna
María. Stúlkurnar sækja inn-
blástur sinn í nútíma djass, klass-
íska tónlist, popp, þjóðlagatónlist
og fleira. Þær vinna með falleg-
ar laglínur, hljóð, hljóma, tungu-
mál og takt. Þegar IKI syngur má
vel heyra djúpar skandinavískar
rætur söngkvennana og kven-
leika þeirra. Hljómsveitin held-
ur fimm tónleika næstu vikuna.
Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld á
Jazzhátíð Reykjavíkur í Laugar-
dalslaug og á laugardaginn koma
þær síðan fram í Norræna húsinu
á menningarnótt.
linda@frettabladid.is
Spinna tónlist
Undanfarið ár hefur staðið yfir undir-
búningur fyrir komu stúlknakórs frá
Berlín sem ber nafnið „Mädchenchor der
Sing-Akademie zu Berlin“ í heimsókn til
Stúlknakórs Reykjavíkur. Stúlkurnar í
báðum kórum eru á aldrinum 11 til 19 ára
og munu þær syngja saman á tónleikum í
Grensáskirkju á laugardag, þann 21. ágúst,
klukkan 15.00.
Auk þessara kóra koma fram aðrir kórar
sönghússins Domus vox, kvennakórinn Vox
feminae og Cantabile. Stjórnendur kór-
anna eru Friederike Stahmer og Margrét
J. Pálmadóttir. Píanistar eru Svenja And-
er shon og Ásta Haraldsdóttir og trompet-
leikari er Clemens Stahmer.
Aðgangur er ókeypis á tónleikana og
mun Stúlknakór Reykjavíkur þiggja boð
um heimsókn til söngsystra sinna í Berlín
á næsta ári.
Heimsókn frá Þýskalandi
HEIMSÓKN STÚLKNAKÓRS Stúlknakór Reykjavíkur
fær heimsókn frá Stúlknakór Berlínar nú um helgina
og munu kórarnir syngja saman í Grensáskirkju.
> Ekki missa af
Ólöf Rún Benediktsdóttir
opnar sína fyrstu einkasýningu
í kvöld á Kaffi Rót. Þessi 19 ára
stúlka er ekki þekkt í mynd-
listinni en hún er útskrifuð af
myndlistarbraut Fjölbrauta-
skólans í Garðabæ og tók þátt
í hópsýningu útskriftarárgangs-
ins 2009. Hún hyggst fara í LHÍ
í haust og halda áfram að læra
myndlist þar. Sýning Ólafar
verður opnuð klukkan 19.00.
SPUNAHLJÓMSVEITIN IKI Hljómsveitin,
með níu söngraddir, er nú komin hingað
til lands til að halda fimm tónleika á
fimm dögum.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Vitavörðurinn - kilja
Camilla Läckberg
Barnið í ferðatöskunni - kilja
Lene Kaaberbol/Agnete Frills
Meistarar og lærisveinar
kilja - Þórbergur Þórðarson
Iceland on fire
Vilhelm Gunnarsson
Borða, biðja, elska - kilja
Elizabeth Gilbert
Eyjafjallajökull
Ari Trausti og Ragnar Th.
25 gönguleiðir á höfuðborgar-
svæðinu - Reynir Ingibjartsson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
11.08.10 - 17.08.10
Makalaus - kilja
Tobba Marinós
Íslenska plöntuhandbókin
Hörður Kristinsson
Svipurinn
Robert Goddard
www.forlagid.is
ALLIR ÚT
AÐ TÍNA!
Handbók fyrir alla matgæðinga
og annað áhugafólk um sveppi
og sveppatínslu.
Fjöldi frábærra
uppskrifta!
2. PRENTUN
Stykkishólmskirkja kl. 20.00
Í kvöld klukkan 20.00 verður sung-
ið guði til dýrðar í Stykkishólm-
skirkju. Þar mun tríó skipað þeim
Gerði Bolladóttur sópran, Sophie
Schoonjans hörpuleikara og Victoriu
Tarevsk aia sellóleikara flytja trúar-
söngva bandarískra blökkumanna.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur.